Springsteen og Crowe hjá Kerry 2. nóvember 2004 00:01 Á kosningaskrifstofu John Kerry í Boston sitja hundruð sjálfboðaliða og hringja út til kjósenda í Flórída, endna ekki talin þörf á að reka á eftir heimamönnum sem munu kjósa Kerry án nokkurrar umhugsunar. Sjálfboðaliðar sem ég talaði við sögðu að hringt væri í líklega kjósendur og að það hafi komið á óvart hversu margir létu sjá sig í morgun til þess að leggja hönd á plóginn. Þeir sem komu í hádeginu voru beðnir um að taka blöð með nöfnum og símanúmerum og hringja úr farsímunum sínum. Á skrifstofunni í Boston stendur til að ná í 125 þúsund manns og reyna að koma þeim á kjörstað. Annars staðar er mest áhersla lögð á Ohio og önnur fylki þar sem munurinn er lítill. Við Boston bókasafnið er verið að undirbúa kosningavöku Kerry. Búist er við að hundruð þúsunda mæti til þess að sjá hann flytja ræðu og hlusta á Sheryl Crowe, Bruce Springsteen og fleiri tónlistarmenn sem ætla að halda stuðningsmönnunum heitum. Búast má við að færri komist að en vilji enda er öryggisgæslan gríðarleg og allir þurfa að fara í gegnum málmleitartæki áður en þeim er hleypt inn á svæðið. Öryggisgæslan var hins vegar ekki mikil á kjörstað þar sem Kerry kaus fyrir um níutíu mínútum. Fyrir einskæra heppni var hópur Íslendinga, sem ég ferðast með, beint fyrir framan kjörstað og sá frambjóðandann í miklu návígi þar sem hann fór út úr bíl sínum til að greiða atkvæði. Hann gaf sér nokkrar mínútur til að veifa stuðningsmönnum sínum og aðdáendum en hélt svo á eftirlætisveitingastað sinn til að snæða hádegisverð. En það mun vera hefð hjá honum að fara á þennan stað á kjördag. Sjálfboðaliðar eru víða á götum með spjöld til stuðnings sínum manni og andrúmsloftið í borginni spennuþrungið. Skoðanakannanir gera ráð fyrir að hnífjöfnum kosningum og ekkert hefur skilið á milli frambjóðenda á síðustu dögunum eins og stundum áður hefur verið raunin. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Á kosningaskrifstofu John Kerry í Boston sitja hundruð sjálfboðaliða og hringja út til kjósenda í Flórída, endna ekki talin þörf á að reka á eftir heimamönnum sem munu kjósa Kerry án nokkurrar umhugsunar. Sjálfboðaliðar sem ég talaði við sögðu að hringt væri í líklega kjósendur og að það hafi komið á óvart hversu margir létu sjá sig í morgun til þess að leggja hönd á plóginn. Þeir sem komu í hádeginu voru beðnir um að taka blöð með nöfnum og símanúmerum og hringja úr farsímunum sínum. Á skrifstofunni í Boston stendur til að ná í 125 þúsund manns og reyna að koma þeim á kjörstað. Annars staðar er mest áhersla lögð á Ohio og önnur fylki þar sem munurinn er lítill. Við Boston bókasafnið er verið að undirbúa kosningavöku Kerry. Búist er við að hundruð þúsunda mæti til þess að sjá hann flytja ræðu og hlusta á Sheryl Crowe, Bruce Springsteen og fleiri tónlistarmenn sem ætla að halda stuðningsmönnunum heitum. Búast má við að færri komist að en vilji enda er öryggisgæslan gríðarleg og allir þurfa að fara í gegnum málmleitartæki áður en þeim er hleypt inn á svæðið. Öryggisgæslan var hins vegar ekki mikil á kjörstað þar sem Kerry kaus fyrir um níutíu mínútum. Fyrir einskæra heppni var hópur Íslendinga, sem ég ferðast með, beint fyrir framan kjörstað og sá frambjóðandann í miklu návígi þar sem hann fór út úr bíl sínum til að greiða atkvæði. Hann gaf sér nokkrar mínútur til að veifa stuðningsmönnum sínum og aðdáendum en hélt svo á eftirlætisveitingastað sinn til að snæða hádegisverð. En það mun vera hefð hjá honum að fara á þennan stað á kjördag. Sjálfboðaliðar eru víða á götum með spjöld til stuðnings sínum manni og andrúmsloftið í borginni spennuþrungið. Skoðanakannanir gera ráð fyrir að hnífjöfnum kosningum og ekkert hefur skilið á milli frambjóðenda á síðustu dögunum eins og stundum áður hefur verið raunin.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira