Gæti vart verið jafnara 31. október 2004 00:01 Fjórar kannanir á fylgi forsetaefnanna George W. Bush og John Kerry sem birtar voru í gær sýna þá hnífjafna, þar af þrjár sem allar mæla þá báða með 48 prósenta fylgi. Það er því ljóst að það stefnir í einhverjar mest spennandi forsetakosningar í sögu Bandaríkjanna enda gæti staðan vart verið jafnari. Óvíst er hvort og þá hvaða áhrif nýtt myndband með hryðjuverkaforingjanum Osama bin Laden hefur á hug kjósenda. Hingað til hafa kannanir sýnt að Bandaríkjamenn treysta forseta sínum, George W. Bush, betur en demókratanum John Kerry til að stýra baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Kerry reyndi að vinna gegn því með því að ítreka fyrri orð sín um að Bush hefði klúðrað málum þegar bin Laden slapp úr herkví í Afganistan. Sérfræðingar sem sjónvarpsstöðin CBS ræddi við töldu ólíklegt að myndbandið frá bin Laden hefði mikil áhrif á kosningarnar. Ef það hefði einhver áhrif væru meiri líkur á því að myndbandið hjálpaði Bush en Kerry. Washington Post ræddi við tugi kjósenda og komst að þeirri niðurstöðu að ef eitthvað var herti myndbandið fólk í þeirri afstöðu sem það hafði þegar tekið en varð ekki til að breyta henni. Bæði Kerry og Bush voru á ferð og flugi í kosningabaráttunni í gær til að reyna að sannfæra kjósendur á lokasprettinum. Almennt er talið að baráttan standi um sigur í um það bil tíu ríkjum þar sem úrslitin eru óráðin, annars staðar sé annar hvor frambjóðandinn þegar búinn að tryggja sér sigur. Nýjustu kannanir:KönnunBushKerryBirtFox46%46%31.10TIPP48%43%31.10Zogby48%48%31.10ARG48%48%31.10ABC48%48%31.10 Kjörmannaskipting:MiðillBushKerryÓvístMSNBC22723279LA Times168153217New York Times22722586Washington Post22723279 Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Fjórar kannanir á fylgi forsetaefnanna George W. Bush og John Kerry sem birtar voru í gær sýna þá hnífjafna, þar af þrjár sem allar mæla þá báða með 48 prósenta fylgi. Það er því ljóst að það stefnir í einhverjar mest spennandi forsetakosningar í sögu Bandaríkjanna enda gæti staðan vart verið jafnari. Óvíst er hvort og þá hvaða áhrif nýtt myndband með hryðjuverkaforingjanum Osama bin Laden hefur á hug kjósenda. Hingað til hafa kannanir sýnt að Bandaríkjamenn treysta forseta sínum, George W. Bush, betur en demókratanum John Kerry til að stýra baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Kerry reyndi að vinna gegn því með því að ítreka fyrri orð sín um að Bush hefði klúðrað málum þegar bin Laden slapp úr herkví í Afganistan. Sérfræðingar sem sjónvarpsstöðin CBS ræddi við töldu ólíklegt að myndbandið frá bin Laden hefði mikil áhrif á kosningarnar. Ef það hefði einhver áhrif væru meiri líkur á því að myndbandið hjálpaði Bush en Kerry. Washington Post ræddi við tugi kjósenda og komst að þeirri niðurstöðu að ef eitthvað var herti myndbandið fólk í þeirri afstöðu sem það hafði þegar tekið en varð ekki til að breyta henni. Bæði Kerry og Bush voru á ferð og flugi í kosningabaráttunni í gær til að reyna að sannfæra kjósendur á lokasprettinum. Almennt er talið að baráttan standi um sigur í um það bil tíu ríkjum þar sem úrslitin eru óráðin, annars staðar sé annar hvor frambjóðandinn þegar búinn að tryggja sér sigur. Nýjustu kannanir:KönnunBushKerryBirtFox46%46%31.10TIPP48%43%31.10Zogby48%48%31.10ARG48%48%31.10ABC48%48%31.10 Kjörmannaskipting:MiðillBushKerryÓvístMSNBC22723279LA Times168153217New York Times22722586Washington Post22723279
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira