Dýrustu kosningar sögunnar 28. október 2004 00:01 Kosningarnar í ár verða þær dýrustu í bandarískri stjórnmálasögu og peningar skipta höfuðmáli í kosningabaráttunni. Ingólfur Bjarni Sigfússon komst að því að frambjóðendurnir þurfa að vera ríkir og safna gríðarlegum fjárhæðum til að eiga nokkra von um sigur. Það eru ekki ný sannindi að kosningar í Bandaríkjunum séu dýrar og fjárausturinn mikill. En kosningarnar í ár slá öll met. Það stefnir í að frambjóðendurnir, stjórnmálaflokkarnir og tengdir hópar, safni 1,2 milljörðum dollara fyrir slaginn í ár. Það samsvarar 83 milljörðum króna. Peningarnir vaxa ekki á trjám heldur þarf að safna þeim einhvers staðar, t.d. hjá fyrirtækjum. Aðspurður hvaða áhrif það hafi, t.a.m. á lýðræðið, segir Alex Knott hjá Center for Public Integrity að oft opni þetta aðgang að viðkomandi. Til dæmis skipaði Bush marga helstu styrkjendur sína í vinnuhópa sem höfðu áhrif á lagasetningu sem síðan hafði áhrif á fyrirtæki þeirra. Framtil þessa hafa helstu bakhjarlar Kerrys verið lobbýistar á vegum símfyrirtækja, og Kerry hefur lagt fram fjölda tillagna og frumvarpa á þingi sem eru hagstæð þessum fyrirtækjum. Stærstu bakhjarlar hans nú eru Kaliforníuháskóli, Harvard-háskóli, Time Warner risinn, sem meðal annars á kvikmyndaver, plötuútgáfu og fréttastöðina CNN, fjárfestingarbankinn Goldman Sachs og Microsoft Bush hefur notið stuðnings sömu bakhjarla nánast allan sinn stjórnmálaferil en það eru einkum fjármálastofnanir og stjórnendur þeirra sem heitið hafa stuðningi við Bush. Þeir stærstu núna eru Morgan Stanley, Merrill Lynch, PriceWaterhouseCoopers - allt fjárfestingabankar -, UBS America, bandaríska útibú stórs alþjóðlegs svissnesks banka, og Goldman Sachs. Athygli vekur að meðal tíu stærstu bakhjarla forsetaframbjóðendanna eru fjórir sem styðja báða: Morgan Stanley, Citigroup, UBS og Goldman Sachs. Það eru heldur engar smáfjárhæðir sem Bush og Kerry höfðu safnað samkvæmt tölum bandaríska kosningaeftirlitsins. Í lok september hafði Bush safnað tuttugu og fimm milljörðum króna og Kerry um tuttugu og tveimur milljörðum króna. Sjálfir eru frambjóðendurnir heldur ekki á flæðiskeri staddir, nema að síður sé. Kerry og eiginkona hans, Teresa Heinz Kerry, eru metin á 747 milljónir dollara, eða tæpa 52 milljarða króna. Meginþorri þessa tilheyrir þó Teresu en ekki John Kerry. Dick Cheney er heldur ekki blankur. Hann græddi vel á starfsárum sínum hjá Halliburton og er metinn á ríflega 111 milljónir dollara, eða um 7,7 milljarða króna. John Edwards var einhver farsælasti málaflutningsmaður Bandaríkjanna áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum og hann er metinn á 44,6 milljónir dollara, ríflega þrjá milljarða króna. Og loks kemur Bush forseti, síðastur á listanum, metinn á 18,9 milljónir dollara, aðeins 1300 milljónir króna. Þeir eru sem sagt allir milljarðamæringar á íslenskan mælikvarða. En ef svona mikla peninga þarf til að bjóða sig fram, eiga þá engir aðrir en milljónamæringar möguleika á því? Alex Knott segir það verða sífellt erfiðara. Hann segir aðeins nokkrar undatekningar á því að venjulegir borgarar geti boðið sig fram nú til dags. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Kosningarnar í ár verða þær dýrustu í bandarískri stjórnmálasögu og peningar skipta höfuðmáli í kosningabaráttunni. Ingólfur Bjarni Sigfússon komst að því að frambjóðendurnir þurfa að vera ríkir og safna gríðarlegum fjárhæðum til að eiga nokkra von um sigur. Það eru ekki ný sannindi að kosningar í Bandaríkjunum séu dýrar og fjárausturinn mikill. En kosningarnar í ár slá öll met. Það stefnir í að frambjóðendurnir, stjórnmálaflokkarnir og tengdir hópar, safni 1,2 milljörðum dollara fyrir slaginn í ár. Það samsvarar 83 milljörðum króna. Peningarnir vaxa ekki á trjám heldur þarf að safna þeim einhvers staðar, t.d. hjá fyrirtækjum. Aðspurður hvaða áhrif það hafi, t.a.m. á lýðræðið, segir Alex Knott hjá Center for Public Integrity að oft opni þetta aðgang að viðkomandi. Til dæmis skipaði Bush marga helstu styrkjendur sína í vinnuhópa sem höfðu áhrif á lagasetningu sem síðan hafði áhrif á fyrirtæki þeirra. Framtil þessa hafa helstu bakhjarlar Kerrys verið lobbýistar á vegum símfyrirtækja, og Kerry hefur lagt fram fjölda tillagna og frumvarpa á þingi sem eru hagstæð þessum fyrirtækjum. Stærstu bakhjarlar hans nú eru Kaliforníuháskóli, Harvard-háskóli, Time Warner risinn, sem meðal annars á kvikmyndaver, plötuútgáfu og fréttastöðina CNN, fjárfestingarbankinn Goldman Sachs og Microsoft Bush hefur notið stuðnings sömu bakhjarla nánast allan sinn stjórnmálaferil en það eru einkum fjármálastofnanir og stjórnendur þeirra sem heitið hafa stuðningi við Bush. Þeir stærstu núna eru Morgan Stanley, Merrill Lynch, PriceWaterhouseCoopers - allt fjárfestingabankar -, UBS America, bandaríska útibú stórs alþjóðlegs svissnesks banka, og Goldman Sachs. Athygli vekur að meðal tíu stærstu bakhjarla forsetaframbjóðendanna eru fjórir sem styðja báða: Morgan Stanley, Citigroup, UBS og Goldman Sachs. Það eru heldur engar smáfjárhæðir sem Bush og Kerry höfðu safnað samkvæmt tölum bandaríska kosningaeftirlitsins. Í lok september hafði Bush safnað tuttugu og fimm milljörðum króna og Kerry um tuttugu og tveimur milljörðum króna. Sjálfir eru frambjóðendurnir heldur ekki á flæðiskeri staddir, nema að síður sé. Kerry og eiginkona hans, Teresa Heinz Kerry, eru metin á 747 milljónir dollara, eða tæpa 52 milljarða króna. Meginþorri þessa tilheyrir þó Teresu en ekki John Kerry. Dick Cheney er heldur ekki blankur. Hann græddi vel á starfsárum sínum hjá Halliburton og er metinn á ríflega 111 milljónir dollara, eða um 7,7 milljarða króna. John Edwards var einhver farsælasti málaflutningsmaður Bandaríkjanna áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum og hann er metinn á 44,6 milljónir dollara, ríflega þrjá milljarða króna. Og loks kemur Bush forseti, síðastur á listanum, metinn á 18,9 milljónir dollara, aðeins 1300 milljónir króna. Þeir eru sem sagt allir milljarðamæringar á íslenskan mælikvarða. En ef svona mikla peninga þarf til að bjóða sig fram, eiga þá engir aðrir en milljónamæringar möguleika á því? Alex Knott segir það verða sífellt erfiðara. Hann segir aðeins nokkrar undatekningar á því að venjulegir borgarar geti boðið sig fram nú til dags.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent