Betra ef Bush ynni 27. október 2004 00:01 Utanríkismál hafa skipað stóran sess í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum en þegar grannt er skoðað kemur í ljós að stefna frambjóðendanna tveggja í málaflokknum er ekki svo ýkja ólík. Almennt er talið að það kæmi sér betur fyrir íslensk stjórnvöld ef George Bush yrði endurkjörinn. Það mætti halda að stefna Bush og Kerry þegar kemur að utanríkismálum væri gerólík, enda hafa þeir eytt dágóðum tíma í að rífast um þau mál og þá aðallega hryðjuverkastríðið og málefni Íraks. Það kemur því kannski á óvart að þegar yfirlýsingar þeirra eru skoðaðar ofan í kjölinn er ekki mikið sem ber á/í milli. Meira segja í Írak er stefnan harla lík, þó útfærslan sé örlítið mismunandi. Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, segir bæði Bush og Kerry hafa lýst yfir að það sé stríð gegn hryðjuverkum, báðir hafa lýst því yfir að þeir muni í framtíðinni nota bandaríska herinn í því stríði, báðir styðja Ísrael í deilu þeirra við Palestínumenn og báðir ætla sér að hafa herinn áfram í Írak. Með öðrum orðum, í stóru málunum er ekki mikill munur á frambjóðendunum. Bush og Kerry hafa einnig svipaða utanríkisstefnu gagnvart Afganistan, Norður Kóreu, Indlandi og Pakistan, Kína, Rússlandi og Súdan í Afríku. Það er helst á tveimur vígstöðvum sem fréttaskýrendur búast við stefnubreytingu ná Kerry kjöri. Í fyrsta lagi er búist við því að þá myndu samskipti Bandaríkjanna og Evrópu, og þá sérstaklega Frakklands og Þýskalands, batna til mikilla muna. Í öðru lagi er búist við því að Kerry muni taka öðruvísi á málefnum Írans og kjarnorkuuppbyggingunni þar og fara diplómatískari leiðir en Bush. Margir telja nefnilega að Bush sé að velta þeim möguleika fyrir sér að finna fleiri not fyrir herinn sem hvort sem er er nú staddur á Persaflóasvæðinu. Magnús Þorkell minnir í því sambandi á ræðu Bush fyrir um þremur árum þar sem hann talaði um „öxulveldi hins illa“ og tilgreindi þá sérstaklega Íran. En hvað með litla Ísland? Skiptir það íslensk stjórnvöld einhverju máli hvor vinnur? Almennt virðast flestir telja að það kæmi sér betur fyrir íslensk stjórnvöld og framtíð varnarsamningsins við Bandaríkin að Bush vinni kosningarnar. Stjórnvöld hér á landi hafa lagt ýmislegt á sig til að tryggja sér velvilja Bush. Þrátt fyri almenna andstöðu almennings var Ísland, eins og frægt er orðið, á lista hinna staðföstu þjóða í Íraksstríðinu og líkur hafa verið leiddar að því að það hafi a.m.k. að hluta til verið út af deilunum um orustuþoturnar á Keflavíkurflugvelli. Margir telja því að ef svo færi að Kerry ynni væri deilan nánast komin aftur á upphafsreit og íslensk stjórnvöld þyrftu að byrja baráttuna upp á nýtt. Ekki eru þó allir á sama máli. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í Silfri Egils sl. sunnudag að ekki sé víst að betra sé að eiga við repúblikana í þeim efnum og benti á í því sambandi að það var Donald Rumsfeld, núverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem ákvað að þoturnar ættu að fara. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Utanríkismál hafa skipað stóran sess í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum en þegar grannt er skoðað kemur í ljós að stefna frambjóðendanna tveggja í málaflokknum er ekki svo ýkja ólík. Almennt er talið að það kæmi sér betur fyrir íslensk stjórnvöld ef George Bush yrði endurkjörinn. Það mætti halda að stefna Bush og Kerry þegar kemur að utanríkismálum væri gerólík, enda hafa þeir eytt dágóðum tíma í að rífast um þau mál og þá aðallega hryðjuverkastríðið og málefni Íraks. Það kemur því kannski á óvart að þegar yfirlýsingar þeirra eru skoðaðar ofan í kjölinn er ekki mikið sem ber á/í milli. Meira segja í Írak er stefnan harla lík, þó útfærslan sé örlítið mismunandi. Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, segir bæði Bush og Kerry hafa lýst yfir að það sé stríð gegn hryðjuverkum, báðir hafa lýst því yfir að þeir muni í framtíðinni nota bandaríska herinn í því stríði, báðir styðja Ísrael í deilu þeirra við Palestínumenn og báðir ætla sér að hafa herinn áfram í Írak. Með öðrum orðum, í stóru málunum er ekki mikill munur á frambjóðendunum. Bush og Kerry hafa einnig svipaða utanríkisstefnu gagnvart Afganistan, Norður Kóreu, Indlandi og Pakistan, Kína, Rússlandi og Súdan í Afríku. Það er helst á tveimur vígstöðvum sem fréttaskýrendur búast við stefnubreytingu ná Kerry kjöri. Í fyrsta lagi er búist við því að þá myndu samskipti Bandaríkjanna og Evrópu, og þá sérstaklega Frakklands og Þýskalands, batna til mikilla muna. Í öðru lagi er búist við því að Kerry muni taka öðruvísi á málefnum Írans og kjarnorkuuppbyggingunni þar og fara diplómatískari leiðir en Bush. Margir telja nefnilega að Bush sé að velta þeim möguleika fyrir sér að finna fleiri not fyrir herinn sem hvort sem er er nú staddur á Persaflóasvæðinu. Magnús Þorkell minnir í því sambandi á ræðu Bush fyrir um þremur árum þar sem hann talaði um „öxulveldi hins illa“ og tilgreindi þá sérstaklega Íran. En hvað með litla Ísland? Skiptir það íslensk stjórnvöld einhverju máli hvor vinnur? Almennt virðast flestir telja að það kæmi sér betur fyrir íslensk stjórnvöld og framtíð varnarsamningsins við Bandaríkin að Bush vinni kosningarnar. Stjórnvöld hér á landi hafa lagt ýmislegt á sig til að tryggja sér velvilja Bush. Þrátt fyri almenna andstöðu almennings var Ísland, eins og frægt er orðið, á lista hinna staðföstu þjóða í Íraksstríðinu og líkur hafa verið leiddar að því að það hafi a.m.k. að hluta til verið út af deilunum um orustuþoturnar á Keflavíkurflugvelli. Margir telja því að ef svo færi að Kerry ynni væri deilan nánast komin aftur á upphafsreit og íslensk stjórnvöld þyrftu að byrja baráttuna upp á nýtt. Ekki eru þó allir á sama máli. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í Silfri Egils sl. sunnudag að ekki sé víst að betra sé að eiga við repúblikana í þeim efnum og benti á í því sambandi að það var Donald Rumsfeld, núverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem ákvað að þoturnar ættu að fara.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira