Viðskipti innlent

Hagnaður Burðaráss aldrei meiri

Hagnaður Burðaráss hf. og dótturfélaga á fyrstu níu mánuðum ársins hefur aldrei verið meiri, eða 11,7 milljarðar króna . Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi var 11.124 milljónir en hagnaður dótturfélags Burðaráss, Eimskipafélag Íslands, var 607 milljónir króna. Arðsemi eigin fjár á fyrstu níu mánuðum ársins var 78% á ársgrundvelli. Fjárfestingartekjur samstæðunnar námu rúmum sjö milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar af er söluhagnaður vegna sölu á dótturfélögum Brims 4,1 milljarður króna en Útgerðarfélag Akureyringa, Skagstrendingur, Haraldur Böðvarsson og Boyd Line voru seld í upphafi árs. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 18.150 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar af námu flutningatekjur 17.687 milljónum en voru 16.463 milljónir króna á sama tímabili í fyrra og hafa því aukist um rúma 1,2 milljarða. Aðrar rekstrartekjur samstæðunnar námu 463 milljónum króna Rekstrargjöld voru 17.489 milljónir króna á tímabilinu. Þar af var sölu- og skrifstofukostnaður samstæðunnar 1,5 milljarðar, afskriftir námu rétt rúmum milljarði. og innleystur hagnaður fyrir tekjuskatt því 7.742 milljónir króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×