Áhyggjur 10. bekkinga í verkfalli 25. október 2004 00:01 Rannveig Elba Magnúsdóttir nemandi í tíunda bekk Háteigsskóla hefur miklar áhyggjur af áhrifum af verkfalli kennara á nám hennar. "Allir sem eru með mér í bekk eru vonlitlir um að ná samræmdu prófunum," segir Rannveig. Meirihluti bekkjarfélaga hennar íhugi að fara í iðnnám vegna verkfallsins. Iðnskólinn í Reykjavík gæti orðið fyrir valinu: "Allir í bekknum ætluðu að fara saman í Menntaskólann í Hamrahlíð því skólinn er svo rétt hjá okkur. Það er enginn að vonast eftir því núna." Veróníka Gunnarsdóttir nemandi í tíunda bekk í Rimaskóla hyggur á framhaldsnám í Borgarholtsskóla. Hún telur það geta orðið henni erfiðara vegna verkfallsins því hún þurfi að leggja hart að sér vegna lesblindu. Veróníka telur verkfallið koma mjög illa niður á tíundu bekkingum. Hún hefur aðeins verið að læra. "Til dæmis að klára ritgerðir sem við áttum að gera. Annars eyðir maður tímanum með krökkunum úr skólanum en ég hef einnig verið að passa systkini mín." Árni Stefán Haldorsen nemandi í tíunda bekk í Hagaskóla hefur ekki áhyggjur af námsframvindu sinni í verkfalli kennara. "Ég ætla að sækja um í Menntaskólanum í Reykjavík. Ég hef ekkert sérstaklega velt fyrir mér hvort verkfallið hafi einhver áhrif á það," segir Árni. Nemendurnir standi örugglega allir í sömu sporum þegar verkfalli kennara ljúki. Árni segir svo virðast sem kennarar dragi verkfallið á langinn því sveitarfélögin geti ekki nætt kröfum þeirra. Það geti þó verið að orð sveitarfélaganna séu liður í samningatækni þeirra. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Rannveig Elba Magnúsdóttir nemandi í tíunda bekk Háteigsskóla hefur miklar áhyggjur af áhrifum af verkfalli kennara á nám hennar. "Allir sem eru með mér í bekk eru vonlitlir um að ná samræmdu prófunum," segir Rannveig. Meirihluti bekkjarfélaga hennar íhugi að fara í iðnnám vegna verkfallsins. Iðnskólinn í Reykjavík gæti orðið fyrir valinu: "Allir í bekknum ætluðu að fara saman í Menntaskólann í Hamrahlíð því skólinn er svo rétt hjá okkur. Það er enginn að vonast eftir því núna." Veróníka Gunnarsdóttir nemandi í tíunda bekk í Rimaskóla hyggur á framhaldsnám í Borgarholtsskóla. Hún telur það geta orðið henni erfiðara vegna verkfallsins því hún þurfi að leggja hart að sér vegna lesblindu. Veróníka telur verkfallið koma mjög illa niður á tíundu bekkingum. Hún hefur aðeins verið að læra. "Til dæmis að klára ritgerðir sem við áttum að gera. Annars eyðir maður tímanum með krökkunum úr skólanum en ég hef einnig verið að passa systkini mín." Árni Stefán Haldorsen nemandi í tíunda bekk í Hagaskóla hefur ekki áhyggjur af námsframvindu sinni í verkfalli kennara. "Ég ætla að sækja um í Menntaskólanum í Reykjavík. Ég hef ekkert sérstaklega velt fyrir mér hvort verkfallið hafi einhver áhrif á það," segir Árni. Nemendurnir standi örugglega allir í sömu sporum þegar verkfalli kennara ljúki. Árni segir svo virðast sem kennarar dragi verkfallið á langinn því sveitarfélögin geti ekki nætt kröfum þeirra. Það geti þó verið að orð sveitarfélaganna séu liður í samningatækni þeirra.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira