Deilendur á fund forsætisráðherra 22. október 2004 00:01 Forsætisráðherra hefur kallað til sín deilendur í kennaradeilunni á mánudag. Hann segir að viðræðuslitin í gær séu mikil vonbrigði. Ekki hafi þó verið rætt um að setja lög á verkfallið. Kennarar sóttu hart að menntamálaráðherra á Akureyri í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ljóst að kennaraverkföll eru tíðari hér en í nokkru öðru vestrænu ríki. Hann segir enn of snemmt að segja til um hvort sett verða lög á verkfallið og segir ekki koma til greina að ríkissjóður greiði meira til sveitarfélaganna svo hægt sé að greina kennurum hærri laun. Halldór segist hafa verið í sambandi við Ríkissáttasemjara síðustu daga og orðið mjög bjartsýnn í gær á að deilan væri að leysast. Deilendur hafi tekið mjög vel í miðlunartillögu hans skömmu áður en slitnaði upp úr. Hann segist hafa kallað til sín deilendur í forætisráðuneytið á mánudag til að ræða þessa stöðu enda sé málið mjög alvarlegt. Hann telur rétt að ríkisstjórnin kynni sér málið eins og nú sé búið að ákveða því það sé mjög alvarlegt og varði alla landsmenn. Halldór taldi ekki tímabært að svara því hversu lengi verkfallið getur staðið án þess að ríkisstjórnin skerist í leikinn með lagasetningu. Það hefur nú staðið í mánuð, börn eru vanrækt og þeim neitað um þá menntun sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum. Spurður hvort slíkt ástand sé einsdæmi hér á landi segir hann þetta í það minnsta á allan hátt óeðlilegt. Forsætisráðherra segir of fljótt að fullyrða um hvort farið verði í fyrirbyggjandi aðgerðir til að svona gerist ekki aftur. Kennarar efndu til mótmælastöðu þegar menntamálaráðherra og ýmsir aðrir stjórnmálamenn mætti til að vera viðstaddir þegar nýtt Rannsóknar- og nýsköpunarhús Háskólans á Akureyri var formlega tekið í notkun í dag. Menntamálaráðherra var gagnrýnd af einum mótmælanda fyrir að tala niður til kennara, t.d. í tengslum við námsskrá grunsskólanna og þrýstihópa hunda- og kattaeigenda. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Forsætisráðherra hefur kallað til sín deilendur í kennaradeilunni á mánudag. Hann segir að viðræðuslitin í gær séu mikil vonbrigði. Ekki hafi þó verið rætt um að setja lög á verkfallið. Kennarar sóttu hart að menntamálaráðherra á Akureyri í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ljóst að kennaraverkföll eru tíðari hér en í nokkru öðru vestrænu ríki. Hann segir enn of snemmt að segja til um hvort sett verða lög á verkfallið og segir ekki koma til greina að ríkissjóður greiði meira til sveitarfélaganna svo hægt sé að greina kennurum hærri laun. Halldór segist hafa verið í sambandi við Ríkissáttasemjara síðustu daga og orðið mjög bjartsýnn í gær á að deilan væri að leysast. Deilendur hafi tekið mjög vel í miðlunartillögu hans skömmu áður en slitnaði upp úr. Hann segist hafa kallað til sín deilendur í forætisráðuneytið á mánudag til að ræða þessa stöðu enda sé málið mjög alvarlegt. Hann telur rétt að ríkisstjórnin kynni sér málið eins og nú sé búið að ákveða því það sé mjög alvarlegt og varði alla landsmenn. Halldór taldi ekki tímabært að svara því hversu lengi verkfallið getur staðið án þess að ríkisstjórnin skerist í leikinn með lagasetningu. Það hefur nú staðið í mánuð, börn eru vanrækt og þeim neitað um þá menntun sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum. Spurður hvort slíkt ástand sé einsdæmi hér á landi segir hann þetta í það minnsta á allan hátt óeðlilegt. Forsætisráðherra segir of fljótt að fullyrða um hvort farið verði í fyrirbyggjandi aðgerðir til að svona gerist ekki aftur. Kennarar efndu til mótmælastöðu þegar menntamálaráðherra og ýmsir aðrir stjórnmálamenn mætti til að vera viðstaddir þegar nýtt Rannsóknar- og nýsköpunarhús Háskólans á Akureyri var formlega tekið í notkun í dag. Menntamálaráðherra var gagnrýnd af einum mótmælanda fyrir að tala niður til kennara, t.d. í tengslum við námsskrá grunsskólanna og þrýstihópa hunda- og kattaeigenda.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira