Deilendur á fund forsætisráðherra 22. október 2004 00:01 Forsætisráðherra hefur kallað til sín deilendur í kennaradeilunni á mánudag. Hann segir að viðræðuslitin í gær séu mikil vonbrigði. Ekki hafi þó verið rætt um að setja lög á verkfallið. Kennarar sóttu hart að menntamálaráðherra á Akureyri í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ljóst að kennaraverkföll eru tíðari hér en í nokkru öðru vestrænu ríki. Hann segir enn of snemmt að segja til um hvort sett verða lög á verkfallið og segir ekki koma til greina að ríkissjóður greiði meira til sveitarfélaganna svo hægt sé að greina kennurum hærri laun. Halldór segist hafa verið í sambandi við Ríkissáttasemjara síðustu daga og orðið mjög bjartsýnn í gær á að deilan væri að leysast. Deilendur hafi tekið mjög vel í miðlunartillögu hans skömmu áður en slitnaði upp úr. Hann segist hafa kallað til sín deilendur í forætisráðuneytið á mánudag til að ræða þessa stöðu enda sé málið mjög alvarlegt. Hann telur rétt að ríkisstjórnin kynni sér málið eins og nú sé búið að ákveða því það sé mjög alvarlegt og varði alla landsmenn. Halldór taldi ekki tímabært að svara því hversu lengi verkfallið getur staðið án þess að ríkisstjórnin skerist í leikinn með lagasetningu. Það hefur nú staðið í mánuð, börn eru vanrækt og þeim neitað um þá menntun sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum. Spurður hvort slíkt ástand sé einsdæmi hér á landi segir hann þetta í það minnsta á allan hátt óeðlilegt. Forsætisráðherra segir of fljótt að fullyrða um hvort farið verði í fyrirbyggjandi aðgerðir til að svona gerist ekki aftur. Kennarar efndu til mótmælastöðu þegar menntamálaráðherra og ýmsir aðrir stjórnmálamenn mætti til að vera viðstaddir þegar nýtt Rannsóknar- og nýsköpunarhús Háskólans á Akureyri var formlega tekið í notkun í dag. Menntamálaráðherra var gagnrýnd af einum mótmælanda fyrir að tala niður til kennara, t.d. í tengslum við námsskrá grunsskólanna og þrýstihópa hunda- og kattaeigenda. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Forsætisráðherra hefur kallað til sín deilendur í kennaradeilunni á mánudag. Hann segir að viðræðuslitin í gær séu mikil vonbrigði. Ekki hafi þó verið rætt um að setja lög á verkfallið. Kennarar sóttu hart að menntamálaráðherra á Akureyri í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ljóst að kennaraverkföll eru tíðari hér en í nokkru öðru vestrænu ríki. Hann segir enn of snemmt að segja til um hvort sett verða lög á verkfallið og segir ekki koma til greina að ríkissjóður greiði meira til sveitarfélaganna svo hægt sé að greina kennurum hærri laun. Halldór segist hafa verið í sambandi við Ríkissáttasemjara síðustu daga og orðið mjög bjartsýnn í gær á að deilan væri að leysast. Deilendur hafi tekið mjög vel í miðlunartillögu hans skömmu áður en slitnaði upp úr. Hann segist hafa kallað til sín deilendur í forætisráðuneytið á mánudag til að ræða þessa stöðu enda sé málið mjög alvarlegt. Hann telur rétt að ríkisstjórnin kynni sér málið eins og nú sé búið að ákveða því það sé mjög alvarlegt og varði alla landsmenn. Halldór taldi ekki tímabært að svara því hversu lengi verkfallið getur staðið án þess að ríkisstjórnin skerist í leikinn með lagasetningu. Það hefur nú staðið í mánuð, börn eru vanrækt og þeim neitað um þá menntun sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum. Spurður hvort slíkt ástand sé einsdæmi hér á landi segir hann þetta í það minnsta á allan hátt óeðlilegt. Forsætisráðherra segir of fljótt að fullyrða um hvort farið verði í fyrirbyggjandi aðgerðir til að svona gerist ekki aftur. Kennarar efndu til mótmælastöðu þegar menntamálaráðherra og ýmsir aðrir stjórnmálamenn mætti til að vera viðstaddir þegar nýtt Rannsóknar- og nýsköpunarhús Háskólans á Akureyri var formlega tekið í notkun í dag. Menntamálaráðherra var gagnrýnd af einum mótmælanda fyrir að tala niður til kennara, t.d. í tengslum við námsskrá grunsskólanna og þrýstihópa hunda- og kattaeigenda.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira