Viðskipti innlent

Avion ætlar að kaupa Easy Jet

Nýi íslenski flugrisinn, Avion Group, sem á meðal annars flugfélagið Atlanta, ætlar sér að kaupa eitt þekktasta og stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, Easy Jet. Þetta kemur fram í dagblaðinu Guardian í dag. Sérfræðingar á markaði telja líklegt að íslensku fjárfestarnir hafi jafnvel þegar tryggt sér meira en þrjú prósent hlutafjárins sem þýðir að þeir verði að gera grein fyrir hlutafjáreign sinni innan tíðar. Sömu sérfræðingar segja engar líkur á að Íslendingarnir ætli sér einungis að eiga lítinn hlut í EasyJet, sé eitthvað að marka kaupgleði annarra íslenskra fjárfesta eins og Baugs og Kaupþings. Tíu prósenta hlutur hljóti að teljast lágmark og líkur séu á að þeir vilji meira. Sem kunnugt er keypti Avion Group lággjaldaflugfélagið Excel Airways í síðusut viku og telur flugfloti félagsins sextíu og þrjár flugvélar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×