Kærkomin búbót fyrir Háskólann 6. október 2004 00:01 Fyrirtæki og stofnanir leggja talsverða fjármuni til Háskóla Íslands, ýmist með beinum framlögum eða með kostun einstakra kennslugreina. Þótt ekki sé vitað um heildarfjárhæð slíkra styrkveitinga er ljóst að um talsverðar upphæðir er að ræða. Prófessor við viðskipta- og hagfræðideild vill að fyrirtæki sem styrkja skólastarf fái sérstakar skattaívilnanir. Nýlega gerðu Bakkavör Group og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands með sér samstarfssamning þar sem fyrirtækið styrkir rannsóknir og kennslu í frumkvöðlafræðum við deildina. Samningurinn gildir í þrjú ár og á þeim tíma leggur Bakkavör deildinni til 15 milljónir króna. Að sögn Ágústar Einarssonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild, er um tímamótasamning að ræða en deildin hefur algerlega frjálsar hendur um ráðstöfun fjárins. Til viðbótar beinum fjárframlögum þekkist að fyrirtæki greiði laun kennara sem kenna fög sem viðkomandi fyrirtæki hefur sérstakan áhuga á. Ágúst hafnar því að slíkir samningar geti mögulega skaðað sjálfstæði skólans. "Um slíka styrki eru gerðir sérstakir samningar þar sem er algjörlega tryggt að fyrirtæki hafi engin áhrif hvað verið er að gera í einstökum atriðum með þessa peninga. Fyrirtækin gera þetta af hugsjón," segir Ágúst en bætir þó við að þau geti jafnframt haft af þessu hag þar sem rannsóknir af ýmsu tagi geta nýst þeim. Ekki er vitað hversu mikið fé kemur inn í Háskóla Íslands eftir þessum leiðum en Ágúst telur að þar geti verið um 100 milljónir króna að ræða á ári. Erlendis er löng hefð fyrir því að háskólar og atvinnulíf hafi með sér samstarf en aðeins á síðustu árum hafa íslenskir háskólar tekið við sér í þessum efnum. Ágúst telur að stjórnvöld ættu að huga að því að veita fyrirtækjum og stofnunun sem leggja fé til háskóla einhver konar skattaívilnanir en slíkt hefur víða gefið góða raun. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Fyrirtæki og stofnanir leggja talsverða fjármuni til Háskóla Íslands, ýmist með beinum framlögum eða með kostun einstakra kennslugreina. Þótt ekki sé vitað um heildarfjárhæð slíkra styrkveitinga er ljóst að um talsverðar upphæðir er að ræða. Prófessor við viðskipta- og hagfræðideild vill að fyrirtæki sem styrkja skólastarf fái sérstakar skattaívilnanir. Nýlega gerðu Bakkavör Group og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands með sér samstarfssamning þar sem fyrirtækið styrkir rannsóknir og kennslu í frumkvöðlafræðum við deildina. Samningurinn gildir í þrjú ár og á þeim tíma leggur Bakkavör deildinni til 15 milljónir króna. Að sögn Ágústar Einarssonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild, er um tímamótasamning að ræða en deildin hefur algerlega frjálsar hendur um ráðstöfun fjárins. Til viðbótar beinum fjárframlögum þekkist að fyrirtæki greiði laun kennara sem kenna fög sem viðkomandi fyrirtæki hefur sérstakan áhuga á. Ágúst hafnar því að slíkir samningar geti mögulega skaðað sjálfstæði skólans. "Um slíka styrki eru gerðir sérstakir samningar þar sem er algjörlega tryggt að fyrirtæki hafi engin áhrif hvað verið er að gera í einstökum atriðum með þessa peninga. Fyrirtækin gera þetta af hugsjón," segir Ágúst en bætir þó við að þau geti jafnframt haft af þessu hag þar sem rannsóknir af ýmsu tagi geta nýst þeim. Ekki er vitað hversu mikið fé kemur inn í Háskóla Íslands eftir þessum leiðum en Ágúst telur að þar geti verið um 100 milljónir króna að ræða á ári. Erlendis er löng hefð fyrir því að háskólar og atvinnulíf hafi með sér samstarf en aðeins á síðustu árum hafa íslenskir háskólar tekið við sér í þessum efnum. Ágúst telur að stjórnvöld ættu að huga að því að veita fyrirtækjum og stofnunun sem leggja fé til háskóla einhver konar skattaívilnanir en slíkt hefur víða gefið góða raun.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira