Kerry betri en Bush hafði betur 1. október 2004 00:01 Viðbrögð almennings við fyrstu kappræðum forsetaefnanna ættu að gefa John Kerry vonarneista eftir erfitt gengi í kosningabaráttunni undanfarið. Hann þykir almennt hafa staðið sig betur en George W. Bush og bætti ímynd sína. Frammistaða hans virðist þó ekki endilega skila sér í auknu fylgi, í það minnsta fyrst um sinn. Bush og Kerry tókust á um utanríkis- og öryggismál í fyrstu kappræðum sínum af þremur fyrir komandi forsetakosningar. Kerry sótti að Bush og gagnrýndi hann fyrir að hafa ráðist inn í Írak án þess að fullreyna aðra möguleika áður og að hafa ekki áætlun um hvernig vinna ætti friðinn. Að auki gagnrýndi hann forsetann fyrir að hafa grafið undan baráttunni gegn hryðjuverkum með innrásinni í Írak. Bush varði ákvörðun sína um innrás og sagðist gera það sem þyrfti til að tryggja öryggi Bandaríkjanna. Þá endurtók hann ýmis fyrri ummæli Kerrys sem forsetinn sagði sýna að Kerry skipti um skoðun í Íraksmálum til að auka fylgi sitt heima við, enda hefði Kerry hvort tveggja greitt atkvæði með og á móti fjárveitingum til innrásarinnar. Eitt voru frambjóðendurnir sammála um. Helsta ógnin sem steðjar að Bandaríkjunum á næsta kjörtímabili er útbreiðsla gjöreyðingarvopna. Bush benti á að hann hefði gripið til aðgerða í Írak, þrýst á Írana og Norður-Kóreustjórn að láta af áætlunum um framleiðslu gjöreyðingarvopna og að Líbía hefði hætt tilraunum við að koma sér upp gjöreyðingarvopnum þegar stjórnvöld hefðu séð hvað þau ættu á hættu. Kerry sagði ekki nóg gert til að tryggja kjarnorkubirgðir sem Sovétríkin komu sér upp og sagði rangt af forsetanum að neita tvíhliða viðræðum við Norður-Kóreu til að binda enda á kjarnorkudeiluna á Kóreuskaga. Niðurstöður skoðanakannana sem birtust í gær voru samhljóða að því leyti að þeir sem töldu Kerry hafa staðið sig betur en Bush voru mun fleiri en þeir sem töldu Bush hafa staðið sig betur. Þá sagðist um helmingur aðspurðra í könnunum CBS og Gallup hafa meira álit á Kerry eftir kappræðurnar en fyrir þær. Stóra spurningin er hins vegar hvort kappræðurnar verði til þess að breyta afstöðu fólks til þess hvorn frambjóðandann það kýs. Fyrstu vísbendingar gefa til kynna að svo verði ekki. Samkvæmt könnun sem var gerð fyrir CBS sjónvarpsstöðina, þar sem einungis óákveðnir kjósendur voru spurðir, bættu Kerry og Bush báðir kjörþokka sinn álíka mikið. Gallup könnunin mældi ekki breytingar á því hvorn fólk ætlaði að kjósa og kappræðurnar breyttu því sem næst engu um val almennings samkvæmt könnun fyrir ABC sjónvarpsstöðina. Ummæli frambjóðendannaVitlaust stríð? "Forsetinn sagði nokkuð sem ljóstraði upp um sannleikann og er mjög mikilvægt í þessari umræðu. Í svari sínu við spurningunni um Írak og að senda herinn til Íraks sagði hann: "Óvinurinn réðst á okkur." Saddam Hussein réðst ekki á okkur. Osama bin Laden réðst á okkur. al-Kaída réðst á okkur." John Kerry "Í fyrsta lagi: Auðvitað veit ég að Osama bin Laden réðst á okkur. Ég veit það. Í öðru lagi: Að halda að nýjar samþykktir (Sameinuðu þjóðanna) hefðu orðið til að Saddam Hussein afvopnaðist er fáránlegt að mínu mati. Þetta sýnir fram á mikilvægan skoðanamun." George W. Bush Stríðið gegn hryðjuverkum "11. september breytti því hvaða augum Bandaríkin líta umheiminn. Frá þeim degi hefur þjóð okkar beitt fjölþættri aðferð til að gera land okkar öruggara. Við sækjum að al-Kaída hvar sem al-Kaída reynir að fela sig. 75 prósent þekktra al-Kaída leiðtoga hefur verið komið í hendur réttvísinnar. Hinir vita að við erum á eftir þeim. Við höfum fylgt þeirri stefnu að sá sem hlífir hryðjuverkamönnum er jafn sekur og hryðjuverkamennirnir." George W. Bush "Ég trúi á það að vera sterkur, útsjónarsamur og ákveðinn. Ég mun elta uppi og drepa hryðjuverkamenn, hvar sem þá er að finna. En við þurfum líka að vera skynsöm. Skynsemi þýðir að við beinum athygli okkar ekki frá hinu raunverulega stríði gegn hryðjuverkum í Afganistan gegn Osama bin Laden og beinum henni að Írak." John F. Kerry Andstæðingurinn "Þessi forseti hefur, því miður, gert sig sekan um rosalegan dómgreindarskort. Og dómgreind er það sem við sækjumst eftir í forseta Bandaríkjanna." John F. Kerry "Ég fæ ekki skilið hvernig hægt er að leiða landið til sigurs í Írak ef þú segir að það sé vitlaust stríð, á vitlausum tíma á vitlausum stað." George W. Bush Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Viðbrögð almennings við fyrstu kappræðum forsetaefnanna ættu að gefa John Kerry vonarneista eftir erfitt gengi í kosningabaráttunni undanfarið. Hann þykir almennt hafa staðið sig betur en George W. Bush og bætti ímynd sína. Frammistaða hans virðist þó ekki endilega skila sér í auknu fylgi, í það minnsta fyrst um sinn. Bush og Kerry tókust á um utanríkis- og öryggismál í fyrstu kappræðum sínum af þremur fyrir komandi forsetakosningar. Kerry sótti að Bush og gagnrýndi hann fyrir að hafa ráðist inn í Írak án þess að fullreyna aðra möguleika áður og að hafa ekki áætlun um hvernig vinna ætti friðinn. Að auki gagnrýndi hann forsetann fyrir að hafa grafið undan baráttunni gegn hryðjuverkum með innrásinni í Írak. Bush varði ákvörðun sína um innrás og sagðist gera það sem þyrfti til að tryggja öryggi Bandaríkjanna. Þá endurtók hann ýmis fyrri ummæli Kerrys sem forsetinn sagði sýna að Kerry skipti um skoðun í Íraksmálum til að auka fylgi sitt heima við, enda hefði Kerry hvort tveggja greitt atkvæði með og á móti fjárveitingum til innrásarinnar. Eitt voru frambjóðendurnir sammála um. Helsta ógnin sem steðjar að Bandaríkjunum á næsta kjörtímabili er útbreiðsla gjöreyðingarvopna. Bush benti á að hann hefði gripið til aðgerða í Írak, þrýst á Írana og Norður-Kóreustjórn að láta af áætlunum um framleiðslu gjöreyðingarvopna og að Líbía hefði hætt tilraunum við að koma sér upp gjöreyðingarvopnum þegar stjórnvöld hefðu séð hvað þau ættu á hættu. Kerry sagði ekki nóg gert til að tryggja kjarnorkubirgðir sem Sovétríkin komu sér upp og sagði rangt af forsetanum að neita tvíhliða viðræðum við Norður-Kóreu til að binda enda á kjarnorkudeiluna á Kóreuskaga. Niðurstöður skoðanakannana sem birtust í gær voru samhljóða að því leyti að þeir sem töldu Kerry hafa staðið sig betur en Bush voru mun fleiri en þeir sem töldu Bush hafa staðið sig betur. Þá sagðist um helmingur aðspurðra í könnunum CBS og Gallup hafa meira álit á Kerry eftir kappræðurnar en fyrir þær. Stóra spurningin er hins vegar hvort kappræðurnar verði til þess að breyta afstöðu fólks til þess hvorn frambjóðandann það kýs. Fyrstu vísbendingar gefa til kynna að svo verði ekki. Samkvæmt könnun sem var gerð fyrir CBS sjónvarpsstöðina, þar sem einungis óákveðnir kjósendur voru spurðir, bættu Kerry og Bush báðir kjörþokka sinn álíka mikið. Gallup könnunin mældi ekki breytingar á því hvorn fólk ætlaði að kjósa og kappræðurnar breyttu því sem næst engu um val almennings samkvæmt könnun fyrir ABC sjónvarpsstöðina. Ummæli frambjóðendannaVitlaust stríð? "Forsetinn sagði nokkuð sem ljóstraði upp um sannleikann og er mjög mikilvægt í þessari umræðu. Í svari sínu við spurningunni um Írak og að senda herinn til Íraks sagði hann: "Óvinurinn réðst á okkur." Saddam Hussein réðst ekki á okkur. Osama bin Laden réðst á okkur. al-Kaída réðst á okkur." John Kerry "Í fyrsta lagi: Auðvitað veit ég að Osama bin Laden réðst á okkur. Ég veit það. Í öðru lagi: Að halda að nýjar samþykktir (Sameinuðu þjóðanna) hefðu orðið til að Saddam Hussein afvopnaðist er fáránlegt að mínu mati. Þetta sýnir fram á mikilvægan skoðanamun." George W. Bush Stríðið gegn hryðjuverkum "11. september breytti því hvaða augum Bandaríkin líta umheiminn. Frá þeim degi hefur þjóð okkar beitt fjölþættri aðferð til að gera land okkar öruggara. Við sækjum að al-Kaída hvar sem al-Kaída reynir að fela sig. 75 prósent þekktra al-Kaída leiðtoga hefur verið komið í hendur réttvísinnar. Hinir vita að við erum á eftir þeim. Við höfum fylgt þeirri stefnu að sá sem hlífir hryðjuverkamönnum er jafn sekur og hryðjuverkamennirnir." George W. Bush "Ég trúi á það að vera sterkur, útsjónarsamur og ákveðinn. Ég mun elta uppi og drepa hryðjuverkamenn, hvar sem þá er að finna. En við þurfum líka að vera skynsöm. Skynsemi þýðir að við beinum athygli okkar ekki frá hinu raunverulega stríði gegn hryðjuverkum í Afganistan gegn Osama bin Laden og beinum henni að Írak." John F. Kerry Andstæðingurinn "Þessi forseti hefur, því miður, gert sig sekan um rosalegan dómgreindarskort. Og dómgreind er það sem við sækjumst eftir í forseta Bandaríkjanna." John F. Kerry "Ég fæ ekki skilið hvernig hægt er að leiða landið til sigurs í Írak ef þú segir að það sé vitlaust stríð, á vitlausum tíma á vitlausum stað." George W. Bush
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira