Viðvörun í anda foringjastjórnmála 1. október 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sé forystumönnum Framsóknarflokksins annt um ímynd flokksins fóru þeir óskynsamlega að ráði sínu þegar þeir útilokuðu Kristin H. Gunnarsson alþingismann frá setu í nefndum Alþingis á vegum flokksins. Ákvörðunin hefur á sér svip skoðanakúgunar og einhvers konar áminningar eða viðvörunar til annarra þingmanna og trúnaðarmanna flokksins um að þeir skuli gæta tungu sinnar eða hafa verra af. Framsóknarflokkurinn er að fá á sig æ sterkari svip flokks sem þolir ekki opinberar umræður og skoðanaágreining í sínum röðum. Þegar athygli var vakin á því í desember í fyrra að einn af nýliðununum í þingflokki framsóknarmanna, Dagný Jónsdóttir, væri ekki sjálfri sér samkvæm í afstöðu til námslána á þingi annars vegar og fyrir kosningar hins vegar, þegar hún bar að afla sér fylgis meðal kjósenda úr röðum háskólastúdenta, svaraði hún fyrir sig á heimasíðu sinni á netinu með þeim orðum að á þingi væru "tvö lið" og bætti við: "eins og staðan er núna er ég í stjórnarliðinu. Í þessu felst enginn hroki, bara staðreynd og maður fylgir sínu liði." Um margt eru þessi orð táknræn fyrir þann hugsunarhátt sem smám saman hefur verið að festast í sessi innan stjórnmálaflokkanna, ekki síst núverandi stjórnarflokka, og á Alþingi. Það er blásið á 48. grein stjórnarskrárinnar sem segir skýrum stöfum að alþingismenn skuli eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Fylgi menn ekki "liðinu" í einu og öllu eru þeir taldir óalandi og óferjandi. Dapurlegt er að sjá að unga kynslóðin á Alþingi fylgir hinum eldri eins og í blindni að þessu leyti. Kristinn H. Gunnarsson reitti forystumenn Framsóknarflokksins einkum til reiði með afstöðu sinni í tveimur málum. Annars vegar með ádeilu sinni á þátttöku Íslands í Íraksstríðinu þar sem hann benti réttilega á að allar hefðir um samráð við utanríkismálanefnd Alþingis hefðu verið brotnar þegar ákvörðun var tekin um aðild Íslands að hernaðinum. Hins vegar með afstöðu sinni til fjölmiðlafrumvarpsins sem án efa átti drjúgan þátt í að kollvarpa hinni ófyrirleitnu aðför ríkisstjórnarinnar að tjáningarfrelsi í landinu. Hvorug þessara mála voru á stefnuskrá Framsóknarflokksins þegar Kristinn var kjörinn á þing og hann var því ekki að snúast gegn grundvallaratriðum í stefnu flokksins heldur þeirri málefnalegu sveigju sem flokksforystan hafði tekið. Í raun má segja að Kristinn H. Gunnarsson sé í þessum málum og fleirum miklu trúrri hefðbundinni stefnu og afstöðu Framsóknarflokksins, sem einkennst hefur af hófsemi og málamiðlunum, en núverandi þingflokkur framsóknarmanna. Þó að Kristinn H. Gunnarsson teljist enn til þingflokksins og hafi áréttað að hann sé stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar er ljóst að á bak við útilokun hans frá nefndarstörfum felst það mat forystumanna flokksins að hann sé de facto fyrir borð af skútu stjórnarliðsins. Þessi skilningur kom líka glögglega fram í stjórnarmálgagninu, Morgunblaðinu , á miðvikudaginn þar sem aðförinni að Kristni var fagnað í anda þeirra raunalegu stjórnmála foringjaræðis og liðsheildarhyggju sem blaðið hefur gerst málsvari fyrir. Blaðið gekk raunar lengra en forystumenn Framsóknarflokksins hafa opinberlgea gefið tilefni til og spáði því að flokkurinn mundi svipta Kristin þingsætinu í næstu kosningum. Kjóllinn er farinn, kallið er næst. Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi er tæpur og má ekki við því að missa fleiri menn fyrir borð. Líklega á ráðningin sem Kristinn H. Gunnarsson hefur fengið að tryggja að aðrir þingmenn hugsi sig um tvisvar áður en þeir setja sig á háan hest gagnvart þeirri stefnu sem forystumenn flokksins fylgja hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sé forystumönnum Framsóknarflokksins annt um ímynd flokksins fóru þeir óskynsamlega að ráði sínu þegar þeir útilokuðu Kristin H. Gunnarsson alþingismann frá setu í nefndum Alþingis á vegum flokksins. Ákvörðunin hefur á sér svip skoðanakúgunar og einhvers konar áminningar eða viðvörunar til annarra þingmanna og trúnaðarmanna flokksins um að þeir skuli gæta tungu sinnar eða hafa verra af. Framsóknarflokkurinn er að fá á sig æ sterkari svip flokks sem þolir ekki opinberar umræður og skoðanaágreining í sínum röðum. Þegar athygli var vakin á því í desember í fyrra að einn af nýliðununum í þingflokki framsóknarmanna, Dagný Jónsdóttir, væri ekki sjálfri sér samkvæm í afstöðu til námslána á þingi annars vegar og fyrir kosningar hins vegar, þegar hún bar að afla sér fylgis meðal kjósenda úr röðum háskólastúdenta, svaraði hún fyrir sig á heimasíðu sinni á netinu með þeim orðum að á þingi væru "tvö lið" og bætti við: "eins og staðan er núna er ég í stjórnarliðinu. Í þessu felst enginn hroki, bara staðreynd og maður fylgir sínu liði." Um margt eru þessi orð táknræn fyrir þann hugsunarhátt sem smám saman hefur verið að festast í sessi innan stjórnmálaflokkanna, ekki síst núverandi stjórnarflokka, og á Alþingi. Það er blásið á 48. grein stjórnarskrárinnar sem segir skýrum stöfum að alþingismenn skuli eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Fylgi menn ekki "liðinu" í einu og öllu eru þeir taldir óalandi og óferjandi. Dapurlegt er að sjá að unga kynslóðin á Alþingi fylgir hinum eldri eins og í blindni að þessu leyti. Kristinn H. Gunnarsson reitti forystumenn Framsóknarflokksins einkum til reiði með afstöðu sinni í tveimur málum. Annars vegar með ádeilu sinni á þátttöku Íslands í Íraksstríðinu þar sem hann benti réttilega á að allar hefðir um samráð við utanríkismálanefnd Alþingis hefðu verið brotnar þegar ákvörðun var tekin um aðild Íslands að hernaðinum. Hins vegar með afstöðu sinni til fjölmiðlafrumvarpsins sem án efa átti drjúgan þátt í að kollvarpa hinni ófyrirleitnu aðför ríkisstjórnarinnar að tjáningarfrelsi í landinu. Hvorug þessara mála voru á stefnuskrá Framsóknarflokksins þegar Kristinn var kjörinn á þing og hann var því ekki að snúast gegn grundvallaratriðum í stefnu flokksins heldur þeirri málefnalegu sveigju sem flokksforystan hafði tekið. Í raun má segja að Kristinn H. Gunnarsson sé í þessum málum og fleirum miklu trúrri hefðbundinni stefnu og afstöðu Framsóknarflokksins, sem einkennst hefur af hófsemi og málamiðlunum, en núverandi þingflokkur framsóknarmanna. Þó að Kristinn H. Gunnarsson teljist enn til þingflokksins og hafi áréttað að hann sé stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar er ljóst að á bak við útilokun hans frá nefndarstörfum felst það mat forystumanna flokksins að hann sé de facto fyrir borð af skútu stjórnarliðsins. Þessi skilningur kom líka glögglega fram í stjórnarmálgagninu, Morgunblaðinu , á miðvikudaginn þar sem aðförinni að Kristni var fagnað í anda þeirra raunalegu stjórnmála foringjaræðis og liðsheildarhyggju sem blaðið hefur gerst málsvari fyrir. Blaðið gekk raunar lengra en forystumenn Framsóknarflokksins hafa opinberlgea gefið tilefni til og spáði því að flokkurinn mundi svipta Kristin þingsætinu í næstu kosningum. Kjóllinn er farinn, kallið er næst. Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi er tæpur og má ekki við því að missa fleiri menn fyrir borð. Líklega á ráðningin sem Kristinn H. Gunnarsson hefur fengið að tryggja að aðrir þingmenn hugsi sig um tvisvar áður en þeir setja sig á háan hest gagnvart þeirri stefnu sem forystumenn flokksins fylgja hverju sinni.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun