Hlutur kvenna gleymist ekki 29. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ýmsir hafa veitt því athygli að stöðuveitingar og ráðningar í ábyrgðar- og stjórnunarstörf virðast oftar vekja upp umræður um jafnréttismál kynjanna hér á landi en í löndunum í kringum okkur. Skýringin er líklega ekki sú að íslenskar konur séu kröfuharðari og hörundsárari en kynsystur þeirra meðal nágrannaþjóðanna. Skýringin er fremur sú að staða íslenskra kvenna er á þessu sviði lakari en í flestum nálægum löndum eins og tölulegar upplýsingar sýna. Hvert nýtt tilvik þar sem karl er tekinn fram yfir jafnhæfa konu vekur því meiri athygli en ella. Algeng viðbrögð við kvörtunum af þessu tagi er að óeðlilegt sé að láta kynferði eitt ráða ferðinni. Grundvallaratriði sé að menntun, þekking og reynsla hvers einstaklings fái að njóta sín í starfi og þeir eiginleikar megi ekki falla í skuggann fyrir áherslum á kynferðið eitt. Margt er til í þessu. Blind kvótaskipting kynjanna við stöðuveitingar og starfsráðningar er tæpast til farsældar. En svolítil umhugsun um stöðu kynjanna á vinnumarkaði og annars staðar í þjóðfélaginu hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort það geti virkilega verið að hæfileikum fólks í þessu landi sé svo misskipt að drýgsti hlutur þeirra hafi af einhverjum dularfullum ástæðum fundið sér bólstað hjá karlkyninu. Er ekki meiri ástæða til að ætla að ástæðan fyrir því að konur verða sjaldnar en karlar fyrir valinu þegar ráðið er í há embætti og forystustörf að karlarnir sem fyrir eru eða halda um taumana bak við tjöldin séu meðvitað og ómeðvitað að standa vörð um það sem þeir telja vera hagsmuni sína; þeir séu þegar öllu er á botninn hvolft gamaldags, íhaldssamir og fordómafullir? Það var gott fyrir Þjóðleikhúsið og gott fyrir þjóðfélagið að Tinna Gunnlaugsdóttir var á dögunum ráðin þjóðleikhússtjóri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra má gjarnan fylgja þeirri stöðuveitingu eftir. Tölur frá árinu 2002 sýna að af 56 forstöðumönnum stofnana á vegum ráðuneytisins voru aðeins fimmtán konur. Er þó hlutfallið þar konum síst óhagstæðara en í öðrum ráðuneytum. Forystumenn atvinnu- og viðskiptalífsins í landinu þurfa líka að taka sér tak. Tölur sýna að karlar eru langtum fleiri en konur í stjórnum fyrirtækja og stjórnunarstörfum. Nýleg athugun leiddi í ljós að í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru nítján karlar fyrir hverja eina konu. Fyrir dyrum stendur skipun dómara í Hæstarétt Íslands. Af níu dómurum við réttinn eru tvær konur og á önnur þeirra aðeins tvö ár eftir til starfsloka. Einkennilegt og óvenjulegt er að í umræðunum í aðdraganda skipunar í embættið hefur varla nokkur maður nefnt nafn eina kvenumsækjandans um embættið, Hjördísar Hákonardóttur, sem þó hefur ótvíræða hæfileika til starfans og yrði réttinum áreiðanlega ekki síður til styrktar en karlumsækjendurnir sem verið hafa í sviðsljósinu. Í staðinn hefur orðið mikill karlaslagur um embættið með háværri og óvæginni pólitískri umræðu um það hvort einn karlumsækjendanna hafi notið nægilegrar sanngirni í umsögn Hæstaréttar. Minnir sá atgangur svolítið á hross með blöðkur sem hlaupa af þvílíkum ákafa að marki að þau skeyta ekki um þótt vaðið sé yfir forað og kálgarð. Það hallar á konur í Hæstarétti og eðlilegt er því að sá sem fer með veitingarvaldið hugi af alvöru að því atriði þegar skipað er í embættið og láti hávaðann og þytinn frá hrossunum ekki villa sér sýn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ýmsir hafa veitt því athygli að stöðuveitingar og ráðningar í ábyrgðar- og stjórnunarstörf virðast oftar vekja upp umræður um jafnréttismál kynjanna hér á landi en í löndunum í kringum okkur. Skýringin er líklega ekki sú að íslenskar konur séu kröfuharðari og hörundsárari en kynsystur þeirra meðal nágrannaþjóðanna. Skýringin er fremur sú að staða íslenskra kvenna er á þessu sviði lakari en í flestum nálægum löndum eins og tölulegar upplýsingar sýna. Hvert nýtt tilvik þar sem karl er tekinn fram yfir jafnhæfa konu vekur því meiri athygli en ella. Algeng viðbrögð við kvörtunum af þessu tagi er að óeðlilegt sé að láta kynferði eitt ráða ferðinni. Grundvallaratriði sé að menntun, þekking og reynsla hvers einstaklings fái að njóta sín í starfi og þeir eiginleikar megi ekki falla í skuggann fyrir áherslum á kynferðið eitt. Margt er til í þessu. Blind kvótaskipting kynjanna við stöðuveitingar og starfsráðningar er tæpast til farsældar. En svolítil umhugsun um stöðu kynjanna á vinnumarkaði og annars staðar í þjóðfélaginu hlýtur að vekja upp þá spurningu hvort það geti virkilega verið að hæfileikum fólks í þessu landi sé svo misskipt að drýgsti hlutur þeirra hafi af einhverjum dularfullum ástæðum fundið sér bólstað hjá karlkyninu. Er ekki meiri ástæða til að ætla að ástæðan fyrir því að konur verða sjaldnar en karlar fyrir valinu þegar ráðið er í há embætti og forystustörf að karlarnir sem fyrir eru eða halda um taumana bak við tjöldin séu meðvitað og ómeðvitað að standa vörð um það sem þeir telja vera hagsmuni sína; þeir séu þegar öllu er á botninn hvolft gamaldags, íhaldssamir og fordómafullir? Það var gott fyrir Þjóðleikhúsið og gott fyrir þjóðfélagið að Tinna Gunnlaugsdóttir var á dögunum ráðin þjóðleikhússtjóri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra má gjarnan fylgja þeirri stöðuveitingu eftir. Tölur frá árinu 2002 sýna að af 56 forstöðumönnum stofnana á vegum ráðuneytisins voru aðeins fimmtán konur. Er þó hlutfallið þar konum síst óhagstæðara en í öðrum ráðuneytum. Forystumenn atvinnu- og viðskiptalífsins í landinu þurfa líka að taka sér tak. Tölur sýna að karlar eru langtum fleiri en konur í stjórnum fyrirtækja og stjórnunarstörfum. Nýleg athugun leiddi í ljós að í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru nítján karlar fyrir hverja eina konu. Fyrir dyrum stendur skipun dómara í Hæstarétt Íslands. Af níu dómurum við réttinn eru tvær konur og á önnur þeirra aðeins tvö ár eftir til starfsloka. Einkennilegt og óvenjulegt er að í umræðunum í aðdraganda skipunar í embættið hefur varla nokkur maður nefnt nafn eina kvenumsækjandans um embættið, Hjördísar Hákonardóttur, sem þó hefur ótvíræða hæfileika til starfans og yrði réttinum áreiðanlega ekki síður til styrktar en karlumsækjendurnir sem verið hafa í sviðsljósinu. Í staðinn hefur orðið mikill karlaslagur um embættið með háværri og óvæginni pólitískri umræðu um það hvort einn karlumsækjendanna hafi notið nægilegrar sanngirni í umsögn Hæstaréttar. Minnir sá atgangur svolítið á hross með blöðkur sem hlaupa af þvílíkum ákafa að marki að þau skeyta ekki um þótt vaðið sé yfir forað og kálgarð. Það hallar á konur í Hæstarétti og eðlilegt er því að sá sem fer með veitingarvaldið hugi af alvöru að því atriði þegar skipað er í embættið og láti hávaðann og þytinn frá hrossunum ekki villa sér sýn.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun