Samræmdar reglur skortir 23. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Á vordögum þegar skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í embætti hæstaréttardómara var í brennidepli í þjóðfélagsumræðunni vegna gagnrýni sem hún sætti frá jafnréttisráði og umboðsmanni alþingis hafði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á orði að skoða þyrfti aðrar aðferðir við skipun dómara í réttinn en við lýði hafa verið. Undir þetta var tekið hér í blaðinu og víðar en því miður hefur ekkert gerst í málinu. Ráðherrann hefur ekki fylgt orðum sínum eftir. Tækifærið til þess á sumarþinginu var ekki notað. Það hlýtur að verða eitt af verkefnum alþingis þegar það kemur saman í næsta mánuði að taka þetta mál upp og finna á því viðunandi lausn. Óviðunandi er að skipun í dómaraembætti í mikilvægasta dómstól þjóðarinnar sé í höndum eins fulltrúa framkvæmdavaldsins án þess að nokkrar reglur leiðbeini eða mæli fyrir um hvernig standa eigi að verki. Í sambandi við þá skipun sem nú stendur fyrir dyrum hefur verið gagnrýnt hvernig hæstiréttur sinnir þeirri lögboðnu skyldu sinni að veita umsögn um umsækjendur. Bent hefur verið á að rétturinn sé ósamkvæmur sjálfum sér og vinnubrögðin ólík frá einum tíma til annars hvað varðar mat á menntun og reynslu umsækjenda og framsetningu umsagnar; stundum sé talað um hverjir séu "heppilegastir" fyrir réttinn og stundum sé umsækjendum raðað eftir matskerfi sem óljóst er á hvaða grundvelli er byggt. Þá vekur athygli að einstakir dómarar senda frá sér persónuleg meðmæli með einstökum umsækjendum án þess að láta nokkur rök fylgja. Gagnrýni á þetta háttalag er eðlileg og réttmæt. Þegar leikreglur við skipan dómara í hæstarétt verða endurskoðaðar þarf að skýra og skerpa sérstaklega á því með þeim hætti að umsagnaraðilar setja fram álit sitt og tillögur. Raunar er hæstiréttur ekki einn á báti hvað þetta varðar. Öðru nær. Mikill losararabragur er á því hvernig opinberar stjórnir, nefndir og ráð fara með umsagnarhlutverk sitt þegar um skipun í embætti er að ræða. Hrein undantekning mun að slíkur aðili hafi sett sér reglur eða viðmiðanir sem stuðst er við þegar umsögn er látin í té. Fyrir vikið eru umsagnir um embætti iðulega taldar léttvægar og veitingarvaldið hverju sinni sniðgengur þær eftir þörfum nema skýr lagafyrirmæli banni það. Stundum fá menn ekki varist þeirri hugsun að umsagnaraðilar kjósi að hafa umsagnir sínar óljósar til að skapa svigrúm um skipun í embætti eða fela óeiningu í eigin röðum. Þannig hljóta margir að hafa staldrað við vinnubrögð þjóðleikhússráðs í síðustu viku þegar það sinnti lögboðinni umsagnarskyldu sinni um umsækjendur um embætti þjóðleikhússtjóra á þann hátt að mæla án nokkurs rökstuðnings með sex af átján umsækjendum. Komið hefur fram að ráðið taldi sig hafa "fjallað rækilega" um umsóknirnar en ekki er að sjá að sú vinna hafi skilað sér í bréfið sem ráðið sendi menntamálaráðherra. Ekkert hefur komið fram sem skýrir hvað varð til þess að sumir umsækjenda hlutu meðmæli en aðrir ekki. Í ljósi þessa virðist tímabært að alþingi ræði einnig hvort setja þurfi einhvern regluramma utan um það umsagnarhlutverk sem það hefur með lögum falið ýmsum aðilum í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Á vordögum þegar skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í embætti hæstaréttardómara var í brennidepli í þjóðfélagsumræðunni vegna gagnrýni sem hún sætti frá jafnréttisráði og umboðsmanni alþingis hafði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á orði að skoða þyrfti aðrar aðferðir við skipun dómara í réttinn en við lýði hafa verið. Undir þetta var tekið hér í blaðinu og víðar en því miður hefur ekkert gerst í málinu. Ráðherrann hefur ekki fylgt orðum sínum eftir. Tækifærið til þess á sumarþinginu var ekki notað. Það hlýtur að verða eitt af verkefnum alþingis þegar það kemur saman í næsta mánuði að taka þetta mál upp og finna á því viðunandi lausn. Óviðunandi er að skipun í dómaraembætti í mikilvægasta dómstól þjóðarinnar sé í höndum eins fulltrúa framkvæmdavaldsins án þess að nokkrar reglur leiðbeini eða mæli fyrir um hvernig standa eigi að verki. Í sambandi við þá skipun sem nú stendur fyrir dyrum hefur verið gagnrýnt hvernig hæstiréttur sinnir þeirri lögboðnu skyldu sinni að veita umsögn um umsækjendur. Bent hefur verið á að rétturinn sé ósamkvæmur sjálfum sér og vinnubrögðin ólík frá einum tíma til annars hvað varðar mat á menntun og reynslu umsækjenda og framsetningu umsagnar; stundum sé talað um hverjir séu "heppilegastir" fyrir réttinn og stundum sé umsækjendum raðað eftir matskerfi sem óljóst er á hvaða grundvelli er byggt. Þá vekur athygli að einstakir dómarar senda frá sér persónuleg meðmæli með einstökum umsækjendum án þess að láta nokkur rök fylgja. Gagnrýni á þetta háttalag er eðlileg og réttmæt. Þegar leikreglur við skipan dómara í hæstarétt verða endurskoðaðar þarf að skýra og skerpa sérstaklega á því með þeim hætti að umsagnaraðilar setja fram álit sitt og tillögur. Raunar er hæstiréttur ekki einn á báti hvað þetta varðar. Öðru nær. Mikill losararabragur er á því hvernig opinberar stjórnir, nefndir og ráð fara með umsagnarhlutverk sitt þegar um skipun í embætti er að ræða. Hrein undantekning mun að slíkur aðili hafi sett sér reglur eða viðmiðanir sem stuðst er við þegar umsögn er látin í té. Fyrir vikið eru umsagnir um embætti iðulega taldar léttvægar og veitingarvaldið hverju sinni sniðgengur þær eftir þörfum nema skýr lagafyrirmæli banni það. Stundum fá menn ekki varist þeirri hugsun að umsagnaraðilar kjósi að hafa umsagnir sínar óljósar til að skapa svigrúm um skipun í embætti eða fela óeiningu í eigin röðum. Þannig hljóta margir að hafa staldrað við vinnubrögð þjóðleikhússráðs í síðustu viku þegar það sinnti lögboðinni umsagnarskyldu sinni um umsækjendur um embætti þjóðleikhússtjóra á þann hátt að mæla án nokkurs rökstuðnings með sex af átján umsækjendum. Komið hefur fram að ráðið taldi sig hafa "fjallað rækilega" um umsóknirnar en ekki er að sjá að sú vinna hafi skilað sér í bréfið sem ráðið sendi menntamálaráðherra. Ekkert hefur komið fram sem skýrir hvað varð til þess að sumir umsækjenda hlutu meðmæli en aðrir ekki. Í ljósi þessa virðist tímabært að alþingi ræði einnig hvort setja þurfi einhvern regluramma utan um það umsagnarhlutverk sem það hefur með lögum falið ýmsum aðilum í þjóðfélaginu.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun