Samræmdar reglur skortir 23. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Á vordögum þegar skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í embætti hæstaréttardómara var í brennidepli í þjóðfélagsumræðunni vegna gagnrýni sem hún sætti frá jafnréttisráði og umboðsmanni alþingis hafði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á orði að skoða þyrfti aðrar aðferðir við skipun dómara í réttinn en við lýði hafa verið. Undir þetta var tekið hér í blaðinu og víðar en því miður hefur ekkert gerst í málinu. Ráðherrann hefur ekki fylgt orðum sínum eftir. Tækifærið til þess á sumarþinginu var ekki notað. Það hlýtur að verða eitt af verkefnum alþingis þegar það kemur saman í næsta mánuði að taka þetta mál upp og finna á því viðunandi lausn. Óviðunandi er að skipun í dómaraembætti í mikilvægasta dómstól þjóðarinnar sé í höndum eins fulltrúa framkvæmdavaldsins án þess að nokkrar reglur leiðbeini eða mæli fyrir um hvernig standa eigi að verki. Í sambandi við þá skipun sem nú stendur fyrir dyrum hefur verið gagnrýnt hvernig hæstiréttur sinnir þeirri lögboðnu skyldu sinni að veita umsögn um umsækjendur. Bent hefur verið á að rétturinn sé ósamkvæmur sjálfum sér og vinnubrögðin ólík frá einum tíma til annars hvað varðar mat á menntun og reynslu umsækjenda og framsetningu umsagnar; stundum sé talað um hverjir séu "heppilegastir" fyrir réttinn og stundum sé umsækjendum raðað eftir matskerfi sem óljóst er á hvaða grundvelli er byggt. Þá vekur athygli að einstakir dómarar senda frá sér persónuleg meðmæli með einstökum umsækjendum án þess að láta nokkur rök fylgja. Gagnrýni á þetta háttalag er eðlileg og réttmæt. Þegar leikreglur við skipan dómara í hæstarétt verða endurskoðaðar þarf að skýra og skerpa sérstaklega á því með þeim hætti að umsagnaraðilar setja fram álit sitt og tillögur. Raunar er hæstiréttur ekki einn á báti hvað þetta varðar. Öðru nær. Mikill losararabragur er á því hvernig opinberar stjórnir, nefndir og ráð fara með umsagnarhlutverk sitt þegar um skipun í embætti er að ræða. Hrein undantekning mun að slíkur aðili hafi sett sér reglur eða viðmiðanir sem stuðst er við þegar umsögn er látin í té. Fyrir vikið eru umsagnir um embætti iðulega taldar léttvægar og veitingarvaldið hverju sinni sniðgengur þær eftir þörfum nema skýr lagafyrirmæli banni það. Stundum fá menn ekki varist þeirri hugsun að umsagnaraðilar kjósi að hafa umsagnir sínar óljósar til að skapa svigrúm um skipun í embætti eða fela óeiningu í eigin röðum. Þannig hljóta margir að hafa staldrað við vinnubrögð þjóðleikhússráðs í síðustu viku þegar það sinnti lögboðinni umsagnarskyldu sinni um umsækjendur um embætti þjóðleikhússtjóra á þann hátt að mæla án nokkurs rökstuðnings með sex af átján umsækjendum. Komið hefur fram að ráðið taldi sig hafa "fjallað rækilega" um umsóknirnar en ekki er að sjá að sú vinna hafi skilað sér í bréfið sem ráðið sendi menntamálaráðherra. Ekkert hefur komið fram sem skýrir hvað varð til þess að sumir umsækjenda hlutu meðmæli en aðrir ekki. Í ljósi þessa virðist tímabært að alþingi ræði einnig hvort setja þurfi einhvern regluramma utan um það umsagnarhlutverk sem það hefur með lögum falið ýmsum aðilum í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Á vordögum þegar skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í embætti hæstaréttardómara var í brennidepli í þjóðfélagsumræðunni vegna gagnrýni sem hún sætti frá jafnréttisráði og umboðsmanni alþingis hafði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á orði að skoða þyrfti aðrar aðferðir við skipun dómara í réttinn en við lýði hafa verið. Undir þetta var tekið hér í blaðinu og víðar en því miður hefur ekkert gerst í málinu. Ráðherrann hefur ekki fylgt orðum sínum eftir. Tækifærið til þess á sumarþinginu var ekki notað. Það hlýtur að verða eitt af verkefnum alþingis þegar það kemur saman í næsta mánuði að taka þetta mál upp og finna á því viðunandi lausn. Óviðunandi er að skipun í dómaraembætti í mikilvægasta dómstól þjóðarinnar sé í höndum eins fulltrúa framkvæmdavaldsins án þess að nokkrar reglur leiðbeini eða mæli fyrir um hvernig standa eigi að verki. Í sambandi við þá skipun sem nú stendur fyrir dyrum hefur verið gagnrýnt hvernig hæstiréttur sinnir þeirri lögboðnu skyldu sinni að veita umsögn um umsækjendur. Bent hefur verið á að rétturinn sé ósamkvæmur sjálfum sér og vinnubrögðin ólík frá einum tíma til annars hvað varðar mat á menntun og reynslu umsækjenda og framsetningu umsagnar; stundum sé talað um hverjir séu "heppilegastir" fyrir réttinn og stundum sé umsækjendum raðað eftir matskerfi sem óljóst er á hvaða grundvelli er byggt. Þá vekur athygli að einstakir dómarar senda frá sér persónuleg meðmæli með einstökum umsækjendum án þess að láta nokkur rök fylgja. Gagnrýni á þetta háttalag er eðlileg og réttmæt. Þegar leikreglur við skipan dómara í hæstarétt verða endurskoðaðar þarf að skýra og skerpa sérstaklega á því með þeim hætti að umsagnaraðilar setja fram álit sitt og tillögur. Raunar er hæstiréttur ekki einn á báti hvað þetta varðar. Öðru nær. Mikill losararabragur er á því hvernig opinberar stjórnir, nefndir og ráð fara með umsagnarhlutverk sitt þegar um skipun í embætti er að ræða. Hrein undantekning mun að slíkur aðili hafi sett sér reglur eða viðmiðanir sem stuðst er við þegar umsögn er látin í té. Fyrir vikið eru umsagnir um embætti iðulega taldar léttvægar og veitingarvaldið hverju sinni sniðgengur þær eftir þörfum nema skýr lagafyrirmæli banni það. Stundum fá menn ekki varist þeirri hugsun að umsagnaraðilar kjósi að hafa umsagnir sínar óljósar til að skapa svigrúm um skipun í embætti eða fela óeiningu í eigin röðum. Þannig hljóta margir að hafa staldrað við vinnubrögð þjóðleikhússráðs í síðustu viku þegar það sinnti lögboðinni umsagnarskyldu sinni um umsækjendur um embætti þjóðleikhússtjóra á þann hátt að mæla án nokkurs rökstuðnings með sex af átján umsækjendum. Komið hefur fram að ráðið taldi sig hafa "fjallað rækilega" um umsóknirnar en ekki er að sjá að sú vinna hafi skilað sér í bréfið sem ráðið sendi menntamálaráðherra. Ekkert hefur komið fram sem skýrir hvað varð til þess að sumir umsækjenda hlutu meðmæli en aðrir ekki. Í ljósi þessa virðist tímabært að alþingi ræði einnig hvort setja þurfi einhvern regluramma utan um það umsagnarhlutverk sem það hefur með lögum falið ýmsum aðilum í þjóðfélaginu.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun