Stimpilgjald hvergi eins og hér 23. september 2004 00:01 Samtök atvinnulífsins hafa látið kanna stimpilgjöld í nágrannalöndum okkar. Íslendingar eru í sérflokki þegar litið er til þessa skatts og bitnar gjaldið á einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Ísland er nánast eina vestræna ríkið sem leggur stimpilgjöld á öll skuldabréfaviðskipti. Þetta er niðurstaðan af samantekt sem Samtök atvinnulífisins hafa gert um stimpilgjöld í átján Evrópuríkjum. Almennt þekkist ekki á Norðurlöndum að stimpilgjald sé lagt á í annað sinn í tengslum við endurfjármögnun lána. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, segir að hlutabréf og óþinglýst skuldabréf sem almennt eru notuð í viðskiptum beri ekki stimpilgjald í nágrannalöndunum. Eignaskjöl og veðlán vegna fasteignaviðskipta bera mismunandi skatta eftir löndunum. "Við höfum undanfarin misseri rætt þessi mál út frá hagsmunum fyrirtækjanna," segir Ari. Hann segir að vegna umræðu um stimpilgjöld einstaklinga í kjölfar íbúðalána hafi SA ákveðið að útbúa greinargott yfirlit um þessa skattheimtu í samanburðarlöndum okkar. Endurskoðunarfyrirtækið KPMG vann samantektina fyrir SA. "Á Íslandi hallar á skuldabréf án fasteignaveðs og endurfjármögnun á fasteignalánum. Það eru þeir þættir sem okkur finnst standa út af." Stærri fyrirtæki gera lánalínusamninga og komast þannig hjá stimpilgjöldum. Einstaklingar og smærri fyrirtæki geta ekki gert slíka samninga. "Við teljum að þessi skattheimta á þinglýst skjöl skekki samkeppnisstöðu smærri fyrirtækja og beini fjármögnun í óhagkvæmari farveg. Líka hjá einstaklingum sem fjármagna sig frekar með yfirdrætti." Ari segir að varðandi endurfjármögnun sé gjaldið markaðshindrun, þar sem það sé innheimt ef skipt er um lánveitanda, en ekki ef um sama lánveitanda er að ræða. Ari segir Samtök atvinnulífsins gera sér grein fyrir að tekjustofn sem þessi verði ekki tekinn af í einu lagi. "En það væri eðlilegt að byrja á stimpilgjöldum af endurfjármögnun og þeim viðskiptapappírum sem ekki eru skattskyldir í nágrannalöndunum." Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa látið kanna stimpilgjöld í nágrannalöndum okkar. Íslendingar eru í sérflokki þegar litið er til þessa skatts og bitnar gjaldið á einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Ísland er nánast eina vestræna ríkið sem leggur stimpilgjöld á öll skuldabréfaviðskipti. Þetta er niðurstaðan af samantekt sem Samtök atvinnulífisins hafa gert um stimpilgjöld í átján Evrópuríkjum. Almennt þekkist ekki á Norðurlöndum að stimpilgjald sé lagt á í annað sinn í tengslum við endurfjármögnun lána. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, segir að hlutabréf og óþinglýst skuldabréf sem almennt eru notuð í viðskiptum beri ekki stimpilgjald í nágrannalöndunum. Eignaskjöl og veðlán vegna fasteignaviðskipta bera mismunandi skatta eftir löndunum. "Við höfum undanfarin misseri rætt þessi mál út frá hagsmunum fyrirtækjanna," segir Ari. Hann segir að vegna umræðu um stimpilgjöld einstaklinga í kjölfar íbúðalána hafi SA ákveðið að útbúa greinargott yfirlit um þessa skattheimtu í samanburðarlöndum okkar. Endurskoðunarfyrirtækið KPMG vann samantektina fyrir SA. "Á Íslandi hallar á skuldabréf án fasteignaveðs og endurfjármögnun á fasteignalánum. Það eru þeir þættir sem okkur finnst standa út af." Stærri fyrirtæki gera lánalínusamninga og komast þannig hjá stimpilgjöldum. Einstaklingar og smærri fyrirtæki geta ekki gert slíka samninga. "Við teljum að þessi skattheimta á þinglýst skjöl skekki samkeppnisstöðu smærri fyrirtækja og beini fjármögnun í óhagkvæmari farveg. Líka hjá einstaklingum sem fjármagna sig frekar með yfirdrætti." Ari segir að varðandi endurfjármögnun sé gjaldið markaðshindrun, þar sem það sé innheimt ef skipt er um lánveitanda, en ekki ef um sama lánveitanda er að ræða. Ari segir Samtök atvinnulífsins gera sér grein fyrir að tekjustofn sem þessi verði ekki tekinn af í einu lagi. "En það væri eðlilegt að byrja á stimpilgjöldum af endurfjármögnun og þeim viðskiptapappírum sem ekki eru skattskyldir í nágrannalöndunum."
Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Sjá meira