Umhugsunarefni fyrir flokkana 21. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Skoðanakönnunin sem Fréttablaðið birtir í dag um traust kjósenda á einstökum stjórnmálamönnum er athyglisverð. Davíð Oddsson utanríkisráðherra trónir í efsta sætinu með traust nærri 28% kjósenda að baki sér. Það er umtalsverð aukning frá því í vor þegar rétt um 20% voru sama sinnis. Jafnframt hefur verulega dregið úr óvinsældum ráðherrans. Er sennilegt að þar njóti hann skynsamlegrar eftirgjafar sinnar í fjölmiðlamálinu. Hinn nýi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, er í þriðja sæti með rúmlega 16% atkvæða. Traust kjósenda á honum hefur ekki aukist svo neinu nemi frá síðustu könnun þrátt fyrir að hann sé orðinn forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna er í öðru sæti á listanum yfir þá stjórnmálamenn sem kjósendur bera mest traust til. Nefna tæplega 23% kjósenda nafn hans sem er nokkur aukning frá því á vordögum. Leiðtogar Samfylkingarinnar njóta mun minna trausts samkvæmt könnuninni. Aðeins 6% nefna formann flokksins, Össur Skarphéðinsson, og varaformaðurinn og fyrrum forsætisráðherraefnið, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, er nefnd af 9% kjósenda. Tölurnar sýna að ekki er einhugur um Davíð Oddsson meðal sjálfstæðismanna. Sú var tíð að hann naut trausts og álits langt út fyrir raðir sjálfstæðismanna en þeir dagar virðast liðnir. Á sama tíma og 28% segjast treysta Davíð best ætla nær 35% að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessu er öfugt farið með Halldór Ásgrímsson og Steingrím J. Sigfússon. Nokkru fleiri treysta Halldóri en ætla að kjósa Framsóknarflokkinn þótt ekki muni miklu. Aftur á móti er talsverður munur á stuðningi við flokk Vinstri grænna annars vegar og persónulegu áliti kjósenda á flokksformanninum. Tæplega 17% kjósenda styðja Vinstri græna, sem er veruleg fylgisaukning frá kosningunum í fyrra þegar flokkurinn fékk rétt innan við 9% atkvæða. Traust á Steingrími J. Sigfússyni nær út fyrir raðir flokksmanna; er rúmlega 6 prósentustigum meira en flokksins. Fylgi Samfylkingarinnar dalar svolítið í könnuninni, fer úr rúmlega 31% í tæplega 29%, en meiri ástæða er þó til að staldra við álit kjósenda á foringjum flokksins. Hvorki formaðurinn né varaformaðurinn njóta trausts í samræmi við flokksfylgið, jafnvel ekki þegar tölur þeirra eru lagðar saman. Þetta hlýtur að verða umhugsunarefni fyrir Samfylkingarfólk í ljósi þeirra erfiðu mála sem ráðherrar og flokkar ríkisstjórnarinnar hafa glímt við og þeirra miklu sóknartækifæra sem stjórnarandstöðuflokkunum hafa skapast. Svo virðist sem Vinstri grænir og foringi þeirra uppskeri best í stöðunni. Getur verið að ástæðan sé sú að kjósendum finnist Samfylkingin ekki greina sig nógu skarplega frá stjórnarflokkunum? Staða Ingibjargar Sólrúnar í könnuninni hlýtur að teljast óþægilega veik í ljósi þess að fyrir alþingiskosningarnar í fyrra var hún efst á blaði með fylgi nærri 38% kjósenda. Rétt er að hafa i huga að svarendum í könnun Fréttablaðsins var aðeins gefinn kostur á að velja á milli stjórnmálamanna. Þeir voru ekki spurðir um það hvort þeir bæru meira traust til annarra einstaklinga eða starfsstétta. Vísbendingar eru um að stjórnmálamenn séu ekki mjög hátt skrifaðir meðal þjóðarinnar. Gallup könnun í síðasta mánuði leiddi í ljós að aðeins 30% kjósenda eru jákvæðir gagnvart alþingismönnum en 42% eru neikvæð. Það er ógæfuleg niðurstaða þegar jafn mikilvæg starfsstétt á í hlut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Skoðanakönnunin sem Fréttablaðið birtir í dag um traust kjósenda á einstökum stjórnmálamönnum er athyglisverð. Davíð Oddsson utanríkisráðherra trónir í efsta sætinu með traust nærri 28% kjósenda að baki sér. Það er umtalsverð aukning frá því í vor þegar rétt um 20% voru sama sinnis. Jafnframt hefur verulega dregið úr óvinsældum ráðherrans. Er sennilegt að þar njóti hann skynsamlegrar eftirgjafar sinnar í fjölmiðlamálinu. Hinn nýi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, er í þriðja sæti með rúmlega 16% atkvæða. Traust kjósenda á honum hefur ekki aukist svo neinu nemi frá síðustu könnun þrátt fyrir að hann sé orðinn forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna er í öðru sæti á listanum yfir þá stjórnmálamenn sem kjósendur bera mest traust til. Nefna tæplega 23% kjósenda nafn hans sem er nokkur aukning frá því á vordögum. Leiðtogar Samfylkingarinnar njóta mun minna trausts samkvæmt könnuninni. Aðeins 6% nefna formann flokksins, Össur Skarphéðinsson, og varaformaðurinn og fyrrum forsætisráðherraefnið, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, er nefnd af 9% kjósenda. Tölurnar sýna að ekki er einhugur um Davíð Oddsson meðal sjálfstæðismanna. Sú var tíð að hann naut trausts og álits langt út fyrir raðir sjálfstæðismanna en þeir dagar virðast liðnir. Á sama tíma og 28% segjast treysta Davíð best ætla nær 35% að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessu er öfugt farið með Halldór Ásgrímsson og Steingrím J. Sigfússon. Nokkru fleiri treysta Halldóri en ætla að kjósa Framsóknarflokkinn þótt ekki muni miklu. Aftur á móti er talsverður munur á stuðningi við flokk Vinstri grænna annars vegar og persónulegu áliti kjósenda á flokksformanninum. Tæplega 17% kjósenda styðja Vinstri græna, sem er veruleg fylgisaukning frá kosningunum í fyrra þegar flokkurinn fékk rétt innan við 9% atkvæða. Traust á Steingrími J. Sigfússyni nær út fyrir raðir flokksmanna; er rúmlega 6 prósentustigum meira en flokksins. Fylgi Samfylkingarinnar dalar svolítið í könnuninni, fer úr rúmlega 31% í tæplega 29%, en meiri ástæða er þó til að staldra við álit kjósenda á foringjum flokksins. Hvorki formaðurinn né varaformaðurinn njóta trausts í samræmi við flokksfylgið, jafnvel ekki þegar tölur þeirra eru lagðar saman. Þetta hlýtur að verða umhugsunarefni fyrir Samfylkingarfólk í ljósi þeirra erfiðu mála sem ráðherrar og flokkar ríkisstjórnarinnar hafa glímt við og þeirra miklu sóknartækifæra sem stjórnarandstöðuflokkunum hafa skapast. Svo virðist sem Vinstri grænir og foringi þeirra uppskeri best í stöðunni. Getur verið að ástæðan sé sú að kjósendum finnist Samfylkingin ekki greina sig nógu skarplega frá stjórnarflokkunum? Staða Ingibjargar Sólrúnar í könnuninni hlýtur að teljast óþægilega veik í ljósi þess að fyrir alþingiskosningarnar í fyrra var hún efst á blaði með fylgi nærri 38% kjósenda. Rétt er að hafa i huga að svarendum í könnun Fréttablaðsins var aðeins gefinn kostur á að velja á milli stjórnmálamanna. Þeir voru ekki spurðir um það hvort þeir bæru meira traust til annarra einstaklinga eða starfsstétta. Vísbendingar eru um að stjórnmálamenn séu ekki mjög hátt skrifaðir meðal þjóðarinnar. Gallup könnun í síðasta mánuði leiddi í ljós að aðeins 30% kjósenda eru jákvæðir gagnvart alþingismönnum en 42% eru neikvæð. Það er ógæfuleg niðurstaða þegar jafn mikilvæg starfsstétt á í hlut.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun