Baugur græðir milljarð í London 13. september 2004 00:01 Baugur hefur selt hlut sinn í verslunarkeðjunni House of Fraser. Samhliða hefur Tom Hunter selt sinn hlut í fyrirtækinu. Hunter gerði á sínum tíma yfirtökutilboð í félagið og naut til þess stuðning Baugs. Hagnaður Baugs af fjárfestingunni er ekki gefinn upp, en miðað við dagsetningar kaupa má gera ráð fyrir að innleystur hagnaður Baugs sé öðru hvoru megin við einn milljarð króna. Samkvæmt upplýsingum frá Baugi hugði félagið ekki á yfirtöku House of Fraser, en taldi félagið á góðu verði til fjárfestingar, eins og kom á daginn. Bréf House of Fraser lækkuðu í kjölfar þess að Hunter og Baugur hurfu úr hópi hluthafa. Baugur hefur verið áberandi í umræðu breskra fjölmiðla í tengslum við mögulegar fjárfestingar í breskri smásöluverslun. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri félagsins hefur gefið út að Baugur leiti tækifæra og hafi áhuga á kaupum verslanakeðja í samvinnu við stjórnendur þeirra. Baugur hefur sýnt áhuga á kaupum á bresku verslunarkeðjunni Hobbs. Barclays Capital á 80 prósent í fyrirtækinu og hefur lýst áhuga á að selja hlut sinni. Áætlað söluverð Hobbs er um tólf milljarðar króna. Söluferli Hobbs er skammt á veg komið, en Baugur hefur áhuga á að kaupa félagið. Samkvæmt heimildum eru ekki uppi áætlanir um að Hobbs renni inn í Oasis verslanakeðjunna sem Baugur keypti ásamt stjórnendum félagsins á um 20 milljarða króna. Baugur á 22 prósent í Big Food Group. Þrálátur orðrómur er um að Baugur hyggi á yfirtöku Big Food. Ekkert fæst staðfest um slíkar ráðagerðir, en Baugur hefur lengi metið mikil tækifæri í heildsöluhluta fyrirtækisins. Big Food rekur einnig lágvöruverlsunarkeðjuna Iceland. Sú keðja hefur ekki skilað miklum árangri að undanförnu og tilraunir til að hækka þjónustustig ekki skilað sér í bættri afkomu. Big Food er metið á um 40 milljarða króna. Við yfirtöku þyrfti að endurfjármagna skuldir upp á um 30 milljarða. Big Food hefur verið að missa flugið að undanförnu og jafnan er erfiðara að fjármagna skuldir lækkandi fyrirtækja við yfirtöku. Þrátt fyrir verulega lækkun að undanförun situr Baugur enn á talsverðum gengishagnaði vegna upphaflegra kaupa hlutarins í Big Food. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Baugur hefur selt hlut sinn í verslunarkeðjunni House of Fraser. Samhliða hefur Tom Hunter selt sinn hlut í fyrirtækinu. Hunter gerði á sínum tíma yfirtökutilboð í félagið og naut til þess stuðning Baugs. Hagnaður Baugs af fjárfestingunni er ekki gefinn upp, en miðað við dagsetningar kaupa má gera ráð fyrir að innleystur hagnaður Baugs sé öðru hvoru megin við einn milljarð króna. Samkvæmt upplýsingum frá Baugi hugði félagið ekki á yfirtöku House of Fraser, en taldi félagið á góðu verði til fjárfestingar, eins og kom á daginn. Bréf House of Fraser lækkuðu í kjölfar þess að Hunter og Baugur hurfu úr hópi hluthafa. Baugur hefur verið áberandi í umræðu breskra fjölmiðla í tengslum við mögulegar fjárfestingar í breskri smásöluverslun. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri félagsins hefur gefið út að Baugur leiti tækifæra og hafi áhuga á kaupum verslanakeðja í samvinnu við stjórnendur þeirra. Baugur hefur sýnt áhuga á kaupum á bresku verslunarkeðjunni Hobbs. Barclays Capital á 80 prósent í fyrirtækinu og hefur lýst áhuga á að selja hlut sinni. Áætlað söluverð Hobbs er um tólf milljarðar króna. Söluferli Hobbs er skammt á veg komið, en Baugur hefur áhuga á að kaupa félagið. Samkvæmt heimildum eru ekki uppi áætlanir um að Hobbs renni inn í Oasis verslanakeðjunna sem Baugur keypti ásamt stjórnendum félagsins á um 20 milljarða króna. Baugur á 22 prósent í Big Food Group. Þrálátur orðrómur er um að Baugur hyggi á yfirtöku Big Food. Ekkert fæst staðfest um slíkar ráðagerðir, en Baugur hefur lengi metið mikil tækifæri í heildsöluhluta fyrirtækisins. Big Food rekur einnig lágvöruverlsunarkeðjuna Iceland. Sú keðja hefur ekki skilað miklum árangri að undanförnu og tilraunir til að hækka þjónustustig ekki skilað sér í bættri afkomu. Big Food er metið á um 40 milljarða króna. Við yfirtöku þyrfti að endurfjármagna skuldir upp á um 30 milljarða. Big Food hefur verið að missa flugið að undanförnu og jafnan er erfiðara að fjármagna skuldir lækkandi fyrirtækja við yfirtöku. Þrátt fyrir verulega lækkun að undanförun situr Baugur enn á talsverðum gengishagnaði vegna upphaflegra kaupa hlutarins í Big Food.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira