Viðskipti innlent

Leiðir til verðhækkana á húsnæði

Talið er líklegt að ný húsnæðislán bankanna leiði til verðhækkana á húsnæði, einkum á stærri eignum og þrýstingur á verðlag aukist. Þetta kemur fram í vefriti Fjármálaráðuneytisins, en þar segir að ákvörðun bankanna um að bjóða íbúðalán á sambærilegum kjörum og Íbúðalánasjóður, marki einhver mestu tímamót á húsnæðismarkaði frá því að húsbréfakerfið var innleitt. Fjárfesting í íbúðahúsnæði komi til með að aukast og lægri vextir stuðli að minni greiðslubyrði og því meiri ráðstöfunartekjum heimilanna sem skili sér í aukinni neyslu. Sömu sögu sé að segja af skuldbreytingum eldri lána. Þetta skapi vanda í hagstjórninni og því sé mikilvægt að halda aftur af innlendri eftirspurn meðal annars með aðhaldi í ríkisfjármálum og fjámálum sveitarfélaga. Þá þurfi að tryggja að fyrirhugaðar breytingar á reglum Íbúðalánasjóðs með upptöku níutíu prósenta lána hafi sem minnst áhrif á verðbólgu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×