Klámhögg 8. september 2004 00:01 Leikstjórinn Larry Clark gekk fram af mörgum siðapostulanum með mynd sinni Kids árið 1995. Þar fjallaði hann um tilvistarkreppu amerískra unglinga þar sem kynlíf og eyðnismit komu mikið við sögu. Hann er á svipuðum nótum í Ken Park en gengur þó enn lengra í bersöglinni og hikar ekki við að flagga getnaðarlimum og sýna sáðlát í nærmynd. Þetta er sem sagt mynd sem ætlað er að stuða. Hér fylgir Clark nokkrum ungmennum eftir og gerir hvílubrögðum þeirra ítarleg skil. Það er margt áhugavert í sögum krakkanna og myndin er því vel til þess fallin að vekja fólk til umhugsunar þó ég átti mig ekki alveg á því um hvað það ætti helst að vera. Það má þó lesa hvassa þjóðfélagsádeilu út úr myndinni en það dregur töluvert úr kraftinum að fjölskylduaðstæður allra aðalpersónanna eru svo kolbrenglaðar að það hvarflar aldrei að manni að hér sé verið að veita innsýn inn í líf hins dæmigerða unglings í Bandaríkjunum. Þá er vandséð að opinská kynlífsatriðin í myndini þjóni öðrum tilgangi en að ganga fram af fólki og vekja umtal og salurinn átti það til að skella upp úr yfir kláminu, sem gefur sterklega til kynna að það missi marks. Klám er í sjálfu sér merkingarlaust og því vandmeðfarið eigi það að undirstrika eitthvað í dramatískum tilgangi. Miðað við Ken Park eiga Bandaríkjamenn enn margt ólært af Frökkum í þessum fræðum en yfirgengileg kynlífsatriði og ofbeldi í myndum Baise-Moi og Irreversible þjónuðu til dæmis sannarlega tilgangi sögunnar og höfðu mikilvægu hlutverki að gegna. Ken Park er samt skemmtileg pæling en bersöglin er klámhögg. Ken Park Leikstjórar: Larry Clark, Edward Lachman Aðalhlutverk: Tiffany Limos, James Ransone, James Bullard Þórarinn Þórarinsson Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leikstjórinn Larry Clark gekk fram af mörgum siðapostulanum með mynd sinni Kids árið 1995. Þar fjallaði hann um tilvistarkreppu amerískra unglinga þar sem kynlíf og eyðnismit komu mikið við sögu. Hann er á svipuðum nótum í Ken Park en gengur þó enn lengra í bersöglinni og hikar ekki við að flagga getnaðarlimum og sýna sáðlát í nærmynd. Þetta er sem sagt mynd sem ætlað er að stuða. Hér fylgir Clark nokkrum ungmennum eftir og gerir hvílubrögðum þeirra ítarleg skil. Það er margt áhugavert í sögum krakkanna og myndin er því vel til þess fallin að vekja fólk til umhugsunar þó ég átti mig ekki alveg á því um hvað það ætti helst að vera. Það má þó lesa hvassa þjóðfélagsádeilu út úr myndinni en það dregur töluvert úr kraftinum að fjölskylduaðstæður allra aðalpersónanna eru svo kolbrenglaðar að það hvarflar aldrei að manni að hér sé verið að veita innsýn inn í líf hins dæmigerða unglings í Bandaríkjunum. Þá er vandséð að opinská kynlífsatriðin í myndini þjóni öðrum tilgangi en að ganga fram af fólki og vekja umtal og salurinn átti það til að skella upp úr yfir kláminu, sem gefur sterklega til kynna að það missi marks. Klám er í sjálfu sér merkingarlaust og því vandmeðfarið eigi það að undirstrika eitthvað í dramatískum tilgangi. Miðað við Ken Park eiga Bandaríkjamenn enn margt ólært af Frökkum í þessum fræðum en yfirgengileg kynlífsatriði og ofbeldi í myndum Baise-Moi og Irreversible þjónuðu til dæmis sannarlega tilgangi sögunnar og höfðu mikilvægu hlutverki að gegna. Ken Park er samt skemmtileg pæling en bersöglin er klámhögg. Ken Park Leikstjórar: Larry Clark, Edward Lachman Aðalhlutverk: Tiffany Limos, James Ransone, James Bullard Þórarinn Þórarinsson
Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira