Sameining stórbanka borðleggjandi 7. september 2004 00:01 Sameining Íslandsbanka og Landsbankans er borðleggjandi frá faglegu sjónarmiði að mati Jóns Þórissonar, aðstoðarforstjóra Íslandsbanka. "Það blasir við, því það snertir á svo mörgum starfsþáttum sem gætu skilað milljörðum króna í hagræðingu á hverju ári." Jón segir slíkt á valdi hluthafa, en það hljóti að vera áleitin spurning fyrir hluthafa þessara banka að leysa slíkt hagræði úr læðingi. Hann segist sjá margvíslega hagræðingarmöguleika á fjálmálamarkaði. Auk sameiningar Landsbanka og Íslandsbanka sér Jón mikil sóknarfæri í sameiningu Íslandsbanka við Straum. "Við það myndi eigið fé Íslandsbanka stóraukast. Eigið fé hefur verið takmarkandi þáttur í bankanum vegna mikils vaxtar." Íslandsbanki hefur vaxið um 25 prósent á árinu. Hugsanleg sameining Landsbanka og Íslandsbanka komst í umræðuna þegar Landsbankinn og Burðarás keyptu stóra eignarhluti í Íslandsbanka. Efasemdir voru uppi um hvort slíkt samræmdist samkeppnislögum. Jón telur slíka sameiningu ekki fráleita. "Við verðum að átta okkur á anda samkeppnislaga. Hann er ekki sá að koma í veg fyrir að stórar einingar myndist, heldur að koma í veg fyrir misnotkun á stöðu." Jón segir rökin fyrir sameiningu, auk hagræðis vera að styðja við útrás sem aftur skili sér inn í landið. "Slíkt hlýtur að vega á móti þeim ótta sem menn kunna að hafa af misnotkun á markaði." Hann segir að ef sú staða kæmi upp að bankarnir sameinist, þá sé útilokað að sterkur fjárfestingarbanki eins og Straumur sitji aðgerðarlaus hjá. Þar yrði því til mótvægi. "Þannig yrði til mikið hagræði, án þess að það yrði ógnun við hag fyrirtækja og einstaklinga." Miklar breytingar hafa orðið á fjármálamarkaði. KB banki er nú stærri en Landsbankinn og Íslandsbanki til samans. Jón segir að sú staða hljóti að hafa áhrif. "Aðstæður hafa breyst og það sem var áður óhugsandi er það ekki lengur." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Viðskipti innlent Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Viðskipti innlent Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Viðskipti innlent Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Viðskipti innlent Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Sjá meira
Sameining Íslandsbanka og Landsbankans er borðleggjandi frá faglegu sjónarmiði að mati Jóns Þórissonar, aðstoðarforstjóra Íslandsbanka. "Það blasir við, því það snertir á svo mörgum starfsþáttum sem gætu skilað milljörðum króna í hagræðingu á hverju ári." Jón segir slíkt á valdi hluthafa, en það hljóti að vera áleitin spurning fyrir hluthafa þessara banka að leysa slíkt hagræði úr læðingi. Hann segist sjá margvíslega hagræðingarmöguleika á fjálmálamarkaði. Auk sameiningar Landsbanka og Íslandsbanka sér Jón mikil sóknarfæri í sameiningu Íslandsbanka við Straum. "Við það myndi eigið fé Íslandsbanka stóraukast. Eigið fé hefur verið takmarkandi þáttur í bankanum vegna mikils vaxtar." Íslandsbanki hefur vaxið um 25 prósent á árinu. Hugsanleg sameining Landsbanka og Íslandsbanka komst í umræðuna þegar Landsbankinn og Burðarás keyptu stóra eignarhluti í Íslandsbanka. Efasemdir voru uppi um hvort slíkt samræmdist samkeppnislögum. Jón telur slíka sameiningu ekki fráleita. "Við verðum að átta okkur á anda samkeppnislaga. Hann er ekki sá að koma í veg fyrir að stórar einingar myndist, heldur að koma í veg fyrir misnotkun á stöðu." Jón segir rökin fyrir sameiningu, auk hagræðis vera að styðja við útrás sem aftur skili sér inn í landið. "Slíkt hlýtur að vega á móti þeim ótta sem menn kunna að hafa af misnotkun á markaði." Hann segir að ef sú staða kæmi upp að bankarnir sameinist, þá sé útilokað að sterkur fjárfestingarbanki eins og Straumur sitji aðgerðarlaus hjá. Þar yrði því til mótvægi. "Þannig yrði til mikið hagræði, án þess að það yrði ógnun við hag fyrirtækja og einstaklinga." Miklar breytingar hafa orðið á fjármálamarkaði. KB banki er nú stærri en Landsbankinn og Íslandsbanki til samans. Jón segir að sú staða hljóti að hafa áhrif. "Aðstæður hafa breyst og það sem var áður óhugsandi er það ekki lengur."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Viðskipti innlent Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Viðskipti innlent Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Viðskipti innlent Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Viðskipti innlent Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Sjá meira