Arðbær fjárfesting 5. september 2004 00:01 Forstjóri Símans segir kaupin á sýningarréttinum á ensku knattspyrnunni og fjórðungshlut í Skjá einum vera arðsama fjárfestingu en neitar að upplýsa hversu dýru verði hún hafi verið keypt. Samkeppnisstofnun ætlar að skoða viðskipti Símans og Skjás eins. Sem kunnugt er keypti Síminn fjórðungshlut Skjás eins í fyrradag og sýningarréttinn á enska fótboltanum. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans segir að Síminn hafi yfir afar góðu dreifikerfi að ráða sem fyrirtækið vilji nýta betur. Síminn hafi mikinn áhuga á að dreifa stafrænt fyrir aðrar sjónvarpsstöðvar og að þá komist háhraðasambandið víðar til landsbyggðarinnar. Í þeim tilgangi hefði því verið fest kaup á góðu efni til að dreifa á kerfi Símans. Þetta væri því fyrst og fremst arðsöm fjárfesting oggert til að nýta betur eignir Símans. Eitt af yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar er að selja Símann á næstunni. Brynjólfur segir ástæðuna fyrir því að ráðist sé í þessi viðskipti núna þá að stjórnendur vilji hafa virði eignanna sem mest, og virðið muni aukast með þessum aðgerðum. Hann vildi ekki gefa upp kaupverðið en sagði ekki ólíklegt að það yrði gefið upp síðar. Aðspurður að því hver hagur Símans væri að eiga útsendingarrét af útlenskum fótbolta sagði Brynjólfur að fótbolinn væri eftirsótt efni, mikið hefði verið keppt um þetta mál og það kæmi til með að auka útbreiðslu á neti Símans og áhuga á því að fá Símann til að dreifa sjónvarpsefni. Aðdragandinn að þessum viðskiptum er um tveir og hálfur mánuður. Brynjólfur segir að þegar Stöð 2 sleit viðræðum við Símann í júnímánuði hafi þurft að ákveða hvernig væri hægt að tryggja gott efni fyrir kerfi Símans og það hefði endað með þessum kaupum. Brynjólfur segir að hann og stjórn Símans hafi tekið ákvörðun um þessi viðskipti, og að fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins í Símanum hafi hvergi komið þar nærri. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, sem m.a. rekur Stöð 2, ætlar að setja sig í samband við Samkeppnisstofnun á morgun og biðja hana um að athuga hvort það samræmist samkeppnislögum að Síminn noti fé frá öðrum deildum fyrirtækisins til að standa í sjónvarpsrekstri. Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofnun staðfesti í samtali við fréttastofu í dag, að stofnunin ætlaði að taka viðskipti Símans og Skjás eins til skoðunar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Viðskipti innlent Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Viðskipti innlent Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Viðskipti innlent Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Arion lækkar vexti Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Íslandsbanki breytir vöxtunum Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Sjá meira
Forstjóri Símans segir kaupin á sýningarréttinum á ensku knattspyrnunni og fjórðungshlut í Skjá einum vera arðsama fjárfestingu en neitar að upplýsa hversu dýru verði hún hafi verið keypt. Samkeppnisstofnun ætlar að skoða viðskipti Símans og Skjás eins. Sem kunnugt er keypti Síminn fjórðungshlut Skjás eins í fyrradag og sýningarréttinn á enska fótboltanum. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans segir að Síminn hafi yfir afar góðu dreifikerfi að ráða sem fyrirtækið vilji nýta betur. Síminn hafi mikinn áhuga á að dreifa stafrænt fyrir aðrar sjónvarpsstöðvar og að þá komist háhraðasambandið víðar til landsbyggðarinnar. Í þeim tilgangi hefði því verið fest kaup á góðu efni til að dreifa á kerfi Símans. Þetta væri því fyrst og fremst arðsöm fjárfesting oggert til að nýta betur eignir Símans. Eitt af yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar er að selja Símann á næstunni. Brynjólfur segir ástæðuna fyrir því að ráðist sé í þessi viðskipti núna þá að stjórnendur vilji hafa virði eignanna sem mest, og virðið muni aukast með þessum aðgerðum. Hann vildi ekki gefa upp kaupverðið en sagði ekki ólíklegt að það yrði gefið upp síðar. Aðspurður að því hver hagur Símans væri að eiga útsendingarrét af útlenskum fótbolta sagði Brynjólfur að fótbolinn væri eftirsótt efni, mikið hefði verið keppt um þetta mál og það kæmi til með að auka útbreiðslu á neti Símans og áhuga á því að fá Símann til að dreifa sjónvarpsefni. Aðdragandinn að þessum viðskiptum er um tveir og hálfur mánuður. Brynjólfur segir að þegar Stöð 2 sleit viðræðum við Símann í júnímánuði hafi þurft að ákveða hvernig væri hægt að tryggja gott efni fyrir kerfi Símans og það hefði endað með þessum kaupum. Brynjólfur segir að hann og stjórn Símans hafi tekið ákvörðun um þessi viðskipti, og að fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins í Símanum hafi hvergi komið þar nærri. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, sem m.a. rekur Stöð 2, ætlar að setja sig í samband við Samkeppnisstofnun á morgun og biðja hana um að athuga hvort það samræmist samkeppnislögum að Síminn noti fé frá öðrum deildum fyrirtækisins til að standa í sjónvarpsrekstri. Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofnun staðfesti í samtali við fréttastofu í dag, að stofnunin ætlaði að taka viðskipti Símans og Skjás eins til skoðunar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Viðskipti innlent Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Viðskipti innlent Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Viðskipti innlent Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Arion lækkar vexti Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Íslandsbanki breytir vöxtunum Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Sjá meira