Kaupin rýra verð Landssímans 4. september 2004 00:01 Kaup Landssímans á Fjörgný, sem á fjórðungshlut í Skjá einum og sýningarrétt á ensku knattspyrnunni, mun draga úr verðgildi félagsins við einkavæðingu að mati Skarphéðins Berg Steinarssonar, stjórnarformanns Norðurljósa. Hann segir þróunina vera þá að sjónvarpsefni verði í auknum mæli sent út í gegnum dreifikerfi símafyrirtækjanna og Landssíminn hefði orðið leiðandi á því sviði að hans mati. Kaup félagsins á Fjörgný geri það hins vegar að verkum að Norðurljós fari ekki í samstarf um uppbyggingu slíks kerfis. ,,Ef Landssíminn hefði stillt sig um að fara í beina samkeppni á sjónvarpsmarkaði hefði hann getað verið í fararbroddi við að byggja um dreifikerfi í samstarfi við öll fjölmiðlafyrirtækin. Í stað þess er opinbert fé notað til að styrkja fjárhagslega veika sjónvarpsstöð á samkeppnismarkaði. Þetta er sérkennileg forgangsröðun." Skarpéðinn telur viðskiptin tengjast átökunum sem stóðu um fjölmiðlafrumvarpið. ,,Aðdáendur fjölmiðlafrumvarpsins eru að nota peninga Landssímans til að halda þeim leik áfram. Þeim gekk ekki að koma höggi á Norðurljós með frumvarpinu og þá eru aðrar leiðir farnar til þess. Við höfðum átt í óformlegum viðræðum við aðstandendur Fjörgnýs um að kaupa félagið en svo kemur Landsíminn inn í myndina með opinbert fé og nær viðskiptunum." Skarphéðinn telur að Landssíminn hafi skuldbundið sig fyrir að minnsta kosti hálfan milljarð króna með kaupunum á Fjörgný. Hann vísar því á bug, sem haldið hefur verið fram í fréttum, að forsvarsmenn Norðurljósa hafi leitað til Landsbankans til að reyna að koma í veg fyrir viðskiptin, en bankinn er helsti lánadrottinn Skjás eins. Ekki náðist í forsvarsmenn Landssímans í gær. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Viðskipti innlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Viðskipti innlent Arion lækkar vexti Viðskipti innlent Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Viðskipti innlent Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Neytendur Fleiri fréttir Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Sjá meira
Kaup Landssímans á Fjörgný, sem á fjórðungshlut í Skjá einum og sýningarrétt á ensku knattspyrnunni, mun draga úr verðgildi félagsins við einkavæðingu að mati Skarphéðins Berg Steinarssonar, stjórnarformanns Norðurljósa. Hann segir þróunina vera þá að sjónvarpsefni verði í auknum mæli sent út í gegnum dreifikerfi símafyrirtækjanna og Landssíminn hefði orðið leiðandi á því sviði að hans mati. Kaup félagsins á Fjörgný geri það hins vegar að verkum að Norðurljós fari ekki í samstarf um uppbyggingu slíks kerfis. ,,Ef Landssíminn hefði stillt sig um að fara í beina samkeppni á sjónvarpsmarkaði hefði hann getað verið í fararbroddi við að byggja um dreifikerfi í samstarfi við öll fjölmiðlafyrirtækin. Í stað þess er opinbert fé notað til að styrkja fjárhagslega veika sjónvarpsstöð á samkeppnismarkaði. Þetta er sérkennileg forgangsröðun." Skarpéðinn telur viðskiptin tengjast átökunum sem stóðu um fjölmiðlafrumvarpið. ,,Aðdáendur fjölmiðlafrumvarpsins eru að nota peninga Landssímans til að halda þeim leik áfram. Þeim gekk ekki að koma höggi á Norðurljós með frumvarpinu og þá eru aðrar leiðir farnar til þess. Við höfðum átt í óformlegum viðræðum við aðstandendur Fjörgnýs um að kaupa félagið en svo kemur Landsíminn inn í myndina með opinbert fé og nær viðskiptunum." Skarphéðinn telur að Landssíminn hafi skuldbundið sig fyrir að minnsta kosti hálfan milljarð króna með kaupunum á Fjörgný. Hann vísar því á bug, sem haldið hefur verið fram í fréttum, að forsvarsmenn Norðurljósa hafi leitað til Landsbankans til að reyna að koma í veg fyrir viðskiptin, en bankinn er helsti lánadrottinn Skjás eins. Ekki náðist í forsvarsmenn Landssímans í gær.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Viðskipti innlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Viðskipti innlent Arion lækkar vexti Viðskipti innlent Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Viðskipti innlent Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Neytendur Fleiri fréttir Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Sjá meira