Geta keppt við stóru bankana 4. september 2004 00:01 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis skilaði um 1,3 milljörðum í hagnað á fyrri helmingi ársins. Stærstur hlut hagnaðarins hjá SPRON kemur til vegna velgengni í hlutabréfaviðskiptum en þar - eins og annars staðar í bankaheiminum - skilar þjónusta við einstaklinga litlum hagnaði. Þetta er áhyggjuefni fyrir sparisjóðina sem hafa lagt mikið kapp á þjónustu við einstaklinga og lítil fyrirtæki enda hafa kannanir sýnt það fimm ár í röð að engir viðskiptavinir eru eins ánægðir með bankana sína eins og viðskiptavinir sparisjóðanna. Hörð keppni Nú hefur keppnin um viðskiptavinina hins vegar harðnað til mikilla muna með tilboðum bankanna um lægri vexti á húsnæðislánum og SPRON hyggst ekki gefa þumlung eftir og hefur boðið sömu kjör og stóru bankarnir. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, hefur ekki áhyggjur af því að hörð samkeppni á lánamarkaði komi til með að koma sér illa fyrir SPRON. "Okkar reynsla er sú að menn velja sér viðskiptabanka eftir vandlega umhugsun og skipta ógjarnan um viðskiptabanka eða sparisjóð. Ég hef ekki trú á því að það verði mikill fjöldi sem söðlar um bara vegna þess að það kemur fram einhver einn þáttur sem er hagkvæmari á einum stað en öðrum," segir Guðmundur. "Við höfum hins vegar mætt allri þeirri samkeppni sem hefur komið fram þannig að menn hafa ekki ástæðu til að hætta í viðskiptum við okkur út af því. Við gerum heldur ekki ráð fyrir því að við munum afla margra viðskiptamanna út af þessu vegna þess að það eru allir í samkeppninni að gera sömu hlutina," segir hann. Óheppilegar yfirlýsingar Íbúðalánasjóður hefur brugðist við samkeppni banka og sparisjóða meðal annars með því að halda því fram að draga í efa bolmagn bankanna til að bjóða upp á þau kjör sem nú eru auglýst. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði hefur sérstaklega nefnt sparisjóðina í þessu sambandi. "Þetta hafa verið ákaflega óheppilegar yfirlýsingar sem hafa komið fram hjá talsmanni Íbúðalánasjóðs í þessum málum. Við eigum mjög gott samstarf við Íbúðalánasjóð og það verður vonandi þannig áfram," segir Guðmundur. Mörg tækifæri til fjármögnunar Guðmundur bendir á að sparisjóðirnir hafi ýmis tækifæri til að fjármagna tilboð sín til neytenda og segir mikilvægt að skuldabréfamarkaðurinn á Íslandi þróist áfram. "Ég held að það eigi einnig eftir að bæta mjög skuldabréfamarkaðinn. Hann hefur verið mjög vanræktur í þessari uppbyggingu á fjármagnsmarkaðinum í heild. Við erum náttúrlega bundin af íslenskri krónu hér og þurfum þess vegna að byggja upp markað þar sem vextir verða til og tekur mið af þeim aðstæðum sem hér eru. Sá markaður skiptir allt efnahagslífið miklu máli," segir hann. Hluti af þróun síðustu ára Hann telur að staðan á fjármagnsmarkaði hafi breyst mjög á síðustu árum. "Ég lít á það sem er að gerast núna sem eðlilega þróun á fjármagnsmarkaði. Við þurfum að hafa í huga að hér var þröngur fjármagnsmarkaður sem var bundinn í báða skó af lögum og reglum. Það er ekki fyrr en fyrir um tíu árum síðan sem frelsi á þessum markaði hófst, " segir Guðmundur. Hann segir að þótt stærstu skrefin hafi verið stigin á síðustu tíu árum hafi þróunin hafist árið 1985. "En eftir að við gerðumst aðilar að EES-samningnum þá fengum við í fyrsta sinn löggjöf sem er sambærileg við það sem gerist annars staðar. Í kjölfar þess hófst hér heilmikil þróun sem á sér enn stað. VIð höfum séð það að fjármagnsmarkaðurinn varð miklu fjölbreyttari," segir hann. Jákvæð þróun fyrir einstaklinga Að mati Guðmundar hefur frelsisþróunin í fjármagnsviðskiptum haft jákvæð áhrif bæði fyrir atvinnulíf og einstaklinga. "Við sáum ýmis fyrirtæki springa út og stækka eins og verðbréfafyrirtæki, fjárfestingabanka og fleira. Fyrir einstaklinginn þýðir þetta meiri þjónusta og fleiri tækifæri til að fjárfesta og í kjölfarið opnast fleiri lánamöguleikar því öll fjármögnun á markaðinum varð miklu skynsamlegri," segir hann. "Bankar og sparisjóðar fóru að hafa meira fé milli handanna til þess að lána. Eins og við vitum var aðgangur að fjármagni mjög takmarkaður áður fyrr. Það leiddi til þess að bankar og sparisjóðir voru fyrst og fremst eins konar skömmtunarfyrirtæki. Eftir þessa breytingu þá jukust innlán og geta banka og sparisjóða til að lána óx að sama skapi. Um leið opnuðust tækifæri fyrir þessa aðila að afla sér fjármagns á skuldabréfamarkaði sem hafði ekki áður verið til," segir Guðmundur. Við þetta bætist einkavæðing bankanna sem var undanfari hraðra breytinga í bankaheiminum. "Það sem nú er að gerast er framhald á því. Nú er farið að bjóða upp á langtímalán til íbúðalána frá bankakerfinu á vöxtum sem eru sambærilegir við það sem Íbúðalánasjóður hefur verið að bjóða. Það var kominn tími á að stokka upp þennan þátt í fjármögnun og ég hygg að það eigi eftir að taka við heilmikill ferill til viðbótar við það sem við höfum séð," segir hann. Ekki framtíð fyrir Íbúðalánasjóð Guðmundur telur ekki að Íbúðalánasjóður í núverandi mynd eigi langa framtíð fyrir sér. "Íbúðalánasjóður sem slíkur ætti í mínum huga að hverfa sem ríkisfyrirtæki sem stendur að málum með þeim hætti sem þar hefur verið gert. Ekki það að ég sé að finna að þeirra störfum heldur hitt að ég tel að það sé kominn tími til að þessi snerting í þjónustu við einstaklinginn hverfi inn í bankakerfið," segir hann. Hann bendir á að unnt væri að starfrækja sjóð sem hefði það hlutverk að kaupa lán af bönkunum og þannig væri hægt að tryggja þau pólitísku markmið sem Íbúðalánasjóði er ætlað að tryggja. Guðmundur telur einnig að lífeyrissjóðirnir eigi ekki að vera í beinum lánveitingum til viðskiptavina. "Ég tel að þeir eigi miklu fremur að kaupa skuldabréf sem eru gefin út af einhverjum aðilum sem eru sérfræðingar í smásöluþjónustu. Það auðveldi þeirra rekstur og geri skuldabréfamarkaðinn mun markvissari," segir hann. Óþarfi að óttast þótt einkaaðilar láni fyrir húsnæði Að mati Guðmundar má líkja þróuninni á íbúðalánamarkaði við þá sem átt hefur sér stað í lánaviðskiptum við fyrirtæki. Nú er meira en helmingur allra lána einstaklinga í gegnum sjóði ríkisins, Íbúðalánasjóð og Lánasjóð íslenskra námsmanna. "Ef við förum nokkra áratugi aftur í tímann - og þurfum ekki endilega að fara svo langt, áratug eða svo, þá vorum við með ýmsa fjárfestingarlánasjóði og það voru margir sem töldu það vera lífsnauðsynlegt fyrir þessar atvinnugreinar að þarna væru ákveðnir lánasjóðir fyrir hendi sem hefðu sérstakan skilning á fjármögnun viðkomandi atvinnugreina," segir hann. "Þetta er í mínum huga hluti af fortíð. Það er hægt að ná þessum markmiðum öllum fram með samstarfi við bankana." Lagasetning setti strik í reikninginn Í kjölfarið á harðnandi samkeppni um viðskipti einstaklinga hafa vaknað spurningar um hvort sparisjóðirnir geti att kappi við bankana. Guðmundur hefur ekki áhyggjur af stöðu SPRON og segir að margir sparisjóðanna hafi mjög sterka stöðu. Hins vegar setti lagasetning Alþingis í vetur, sem kom í veg fyrir fyrirhuguð kaup KB banka á SPRON, strik í framtíðaráform SPRON. "Ég hygg að sú lagabreyting sem þarna var gerð hafi verið öllum í óhag og það er alveg ljóst að sparisjóðirnir þurfa að endurmeta stöðu sína algjörlega á markaðinum með tilliti til þessa. Við skulum hafa í huga að lögunum var breytt árið 2001 til þess að opna sparisjóðunum tækfiræi til að standast þá samkeppni sem framundan er. Hlutafélagaleiðin var einn veigamikill þáttur í því og það er synd að það skuli vera búið að loka fyrir þann möguleika," segir Guðmundur. Vonbrigði með Samband sparisjóða í SPRON-málinu Hann segir að forsvarsmenn SPRON hafi orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð annarra sparisjóða. "Það er alveg rétt að það voru uppi skiptar skoðanir um ýmis mál og við urðum fyrir miklum vonbrigðum með þessa framgöngu annarra sparisjóða því þarna vorum við að vinna að málum á fullkomlega löglegan og eðlilegan hátt og höfðum undirbúið þessi mál vandlega til að tryggja áfram mjög sterka stöðu SPRON. Það var þess vegna afar slæmt að Samband sparisjóða skyldi beita sér gegn þessum áformum og fá lögum breytt," segir hann. Stefnt að markaði um stofnfé Þrátt fyrir lagasetninguna telur Guðmundur ekki að allir möguleikar til hagræðingar séu lokaðir og hugsanlega muni myndast markaður um stofnfé í sparisjóðum. Raunar hefur Guðmundur lýst því yfir að SPRON hyggist stofna til slíks markaðar en ekkert hefur verið gefið upp um hvenær af því verður. "Það er ljóst í kjölfar atburða síðustu ára að það má selja stofnfé í sparisjóðum á yfirverði og það er ekki spurning um það í mínum huga að það mun myndast markaður um það. Á móti kemur að slík eign er ýmsum takmörkunum háð. Þetta er ekki hlutafé sem menn eru að kaupa og það getur ekki gengið kaupum og sölu með sama hætti og ef um hlutabréf væri að ræða. Slíkur markaður verður alltaf öðruvísi en hlutabréfamarkaður en við höfum verið að skoða fleti á því að ýta slíkum markaði úr vör og munum halda því áfram," segir hann. Sameiningar líklegar Hann segir að sameiningar og aukið samstarf komi einnig til greina. "Við höfum átt samstarf við fjöldamarga sparisjóði bæði hérlendis og erlendis. Ég hygg að það verði áfram þróun í þá veru, eins og við höfum séð hér heima, að sparisjóðum fækki í gegnum samruna. Sparisjóðum hér mun fækka. Við höfum séð sambærilega þróun eiga sér stað erlendis. Síðan eigum við mjög gott samstarf við marga sparisjóði erlendis. Hvort það myndast einhverjir fletir hvað snertir eignatengsl það verður framtíðin að skera úr um. Það liggur ekkert fyrir um það," segir hann. SPRON-lögin slæm skilaboð Guðmundur hefur áhyggjur af þeim skilaboðum sem lagasetningin um kaup KB banka á SPRON senda. "Það er auðvitað mjög alvarlegt mál þegar lögum er breytt beinlínis með það í huga að hindra það að hægt sé að hrinda í framkvæmd samningum sem eru gerðir á fullkomlega eðlilegan hátt miðað við gildandi lög. Það ætti að vera áhyggjuefni allra í þjóðfélaginu, ekki bara sparisjóðanna, að slíkt geti gerst," segir Guðmundur Hauksson. Viðskipti Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis skilaði um 1,3 milljörðum í hagnað á fyrri helmingi ársins. Stærstur hlut hagnaðarins hjá SPRON kemur til vegna velgengni í hlutabréfaviðskiptum en þar - eins og annars staðar í bankaheiminum - skilar þjónusta við einstaklinga litlum hagnaði. Þetta er áhyggjuefni fyrir sparisjóðina sem hafa lagt mikið kapp á þjónustu við einstaklinga og lítil fyrirtæki enda hafa kannanir sýnt það fimm ár í röð að engir viðskiptavinir eru eins ánægðir með bankana sína eins og viðskiptavinir sparisjóðanna. Hörð keppni Nú hefur keppnin um viðskiptavinina hins vegar harðnað til mikilla muna með tilboðum bankanna um lægri vexti á húsnæðislánum og SPRON hyggst ekki gefa þumlung eftir og hefur boðið sömu kjör og stóru bankarnir. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, hefur ekki áhyggjur af því að hörð samkeppni á lánamarkaði komi til með að koma sér illa fyrir SPRON. "Okkar reynsla er sú að menn velja sér viðskiptabanka eftir vandlega umhugsun og skipta ógjarnan um viðskiptabanka eða sparisjóð. Ég hef ekki trú á því að það verði mikill fjöldi sem söðlar um bara vegna þess að það kemur fram einhver einn þáttur sem er hagkvæmari á einum stað en öðrum," segir Guðmundur. "Við höfum hins vegar mætt allri þeirri samkeppni sem hefur komið fram þannig að menn hafa ekki ástæðu til að hætta í viðskiptum við okkur út af því. Við gerum heldur ekki ráð fyrir því að við munum afla margra viðskiptamanna út af þessu vegna þess að það eru allir í samkeppninni að gera sömu hlutina," segir hann. Óheppilegar yfirlýsingar Íbúðalánasjóður hefur brugðist við samkeppni banka og sparisjóða meðal annars með því að halda því fram að draga í efa bolmagn bankanna til að bjóða upp á þau kjör sem nú eru auglýst. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði hefur sérstaklega nefnt sparisjóðina í þessu sambandi. "Þetta hafa verið ákaflega óheppilegar yfirlýsingar sem hafa komið fram hjá talsmanni Íbúðalánasjóðs í þessum málum. Við eigum mjög gott samstarf við Íbúðalánasjóð og það verður vonandi þannig áfram," segir Guðmundur. Mörg tækifæri til fjármögnunar Guðmundur bendir á að sparisjóðirnir hafi ýmis tækifæri til að fjármagna tilboð sín til neytenda og segir mikilvægt að skuldabréfamarkaðurinn á Íslandi þróist áfram. "Ég held að það eigi einnig eftir að bæta mjög skuldabréfamarkaðinn. Hann hefur verið mjög vanræktur í þessari uppbyggingu á fjármagnsmarkaðinum í heild. Við erum náttúrlega bundin af íslenskri krónu hér og þurfum þess vegna að byggja upp markað þar sem vextir verða til og tekur mið af þeim aðstæðum sem hér eru. Sá markaður skiptir allt efnahagslífið miklu máli," segir hann. Hluti af þróun síðustu ára Hann telur að staðan á fjármagnsmarkaði hafi breyst mjög á síðustu árum. "Ég lít á það sem er að gerast núna sem eðlilega þróun á fjármagnsmarkaði. Við þurfum að hafa í huga að hér var þröngur fjármagnsmarkaður sem var bundinn í báða skó af lögum og reglum. Það er ekki fyrr en fyrir um tíu árum síðan sem frelsi á þessum markaði hófst, " segir Guðmundur. Hann segir að þótt stærstu skrefin hafi verið stigin á síðustu tíu árum hafi þróunin hafist árið 1985. "En eftir að við gerðumst aðilar að EES-samningnum þá fengum við í fyrsta sinn löggjöf sem er sambærileg við það sem gerist annars staðar. Í kjölfar þess hófst hér heilmikil þróun sem á sér enn stað. VIð höfum séð það að fjármagnsmarkaðurinn varð miklu fjölbreyttari," segir hann. Jákvæð þróun fyrir einstaklinga Að mati Guðmundar hefur frelsisþróunin í fjármagnsviðskiptum haft jákvæð áhrif bæði fyrir atvinnulíf og einstaklinga. "Við sáum ýmis fyrirtæki springa út og stækka eins og verðbréfafyrirtæki, fjárfestingabanka og fleira. Fyrir einstaklinginn þýðir þetta meiri þjónusta og fleiri tækifæri til að fjárfesta og í kjölfarið opnast fleiri lánamöguleikar því öll fjármögnun á markaðinum varð miklu skynsamlegri," segir hann. "Bankar og sparisjóðar fóru að hafa meira fé milli handanna til þess að lána. Eins og við vitum var aðgangur að fjármagni mjög takmarkaður áður fyrr. Það leiddi til þess að bankar og sparisjóðir voru fyrst og fremst eins konar skömmtunarfyrirtæki. Eftir þessa breytingu þá jukust innlán og geta banka og sparisjóða til að lána óx að sama skapi. Um leið opnuðust tækifæri fyrir þessa aðila að afla sér fjármagns á skuldabréfamarkaði sem hafði ekki áður verið til," segir Guðmundur. Við þetta bætist einkavæðing bankanna sem var undanfari hraðra breytinga í bankaheiminum. "Það sem nú er að gerast er framhald á því. Nú er farið að bjóða upp á langtímalán til íbúðalána frá bankakerfinu á vöxtum sem eru sambærilegir við það sem Íbúðalánasjóður hefur verið að bjóða. Það var kominn tími á að stokka upp þennan þátt í fjármögnun og ég hygg að það eigi eftir að taka við heilmikill ferill til viðbótar við það sem við höfum séð," segir hann. Ekki framtíð fyrir Íbúðalánasjóð Guðmundur telur ekki að Íbúðalánasjóður í núverandi mynd eigi langa framtíð fyrir sér. "Íbúðalánasjóður sem slíkur ætti í mínum huga að hverfa sem ríkisfyrirtæki sem stendur að málum með þeim hætti sem þar hefur verið gert. Ekki það að ég sé að finna að þeirra störfum heldur hitt að ég tel að það sé kominn tími til að þessi snerting í þjónustu við einstaklinginn hverfi inn í bankakerfið," segir hann. Hann bendir á að unnt væri að starfrækja sjóð sem hefði það hlutverk að kaupa lán af bönkunum og þannig væri hægt að tryggja þau pólitísku markmið sem Íbúðalánasjóði er ætlað að tryggja. Guðmundur telur einnig að lífeyrissjóðirnir eigi ekki að vera í beinum lánveitingum til viðskiptavina. "Ég tel að þeir eigi miklu fremur að kaupa skuldabréf sem eru gefin út af einhverjum aðilum sem eru sérfræðingar í smásöluþjónustu. Það auðveldi þeirra rekstur og geri skuldabréfamarkaðinn mun markvissari," segir hann. Óþarfi að óttast þótt einkaaðilar láni fyrir húsnæði Að mati Guðmundar má líkja þróuninni á íbúðalánamarkaði við þá sem átt hefur sér stað í lánaviðskiptum við fyrirtæki. Nú er meira en helmingur allra lána einstaklinga í gegnum sjóði ríkisins, Íbúðalánasjóð og Lánasjóð íslenskra námsmanna. "Ef við förum nokkra áratugi aftur í tímann - og þurfum ekki endilega að fara svo langt, áratug eða svo, þá vorum við með ýmsa fjárfestingarlánasjóði og það voru margir sem töldu það vera lífsnauðsynlegt fyrir þessar atvinnugreinar að þarna væru ákveðnir lánasjóðir fyrir hendi sem hefðu sérstakan skilning á fjármögnun viðkomandi atvinnugreina," segir hann. "Þetta er í mínum huga hluti af fortíð. Það er hægt að ná þessum markmiðum öllum fram með samstarfi við bankana." Lagasetning setti strik í reikninginn Í kjölfarið á harðnandi samkeppni um viðskipti einstaklinga hafa vaknað spurningar um hvort sparisjóðirnir geti att kappi við bankana. Guðmundur hefur ekki áhyggjur af stöðu SPRON og segir að margir sparisjóðanna hafi mjög sterka stöðu. Hins vegar setti lagasetning Alþingis í vetur, sem kom í veg fyrir fyrirhuguð kaup KB banka á SPRON, strik í framtíðaráform SPRON. "Ég hygg að sú lagabreyting sem þarna var gerð hafi verið öllum í óhag og það er alveg ljóst að sparisjóðirnir þurfa að endurmeta stöðu sína algjörlega á markaðinum með tilliti til þessa. Við skulum hafa í huga að lögunum var breytt árið 2001 til þess að opna sparisjóðunum tækfiræi til að standast þá samkeppni sem framundan er. Hlutafélagaleiðin var einn veigamikill þáttur í því og það er synd að það skuli vera búið að loka fyrir þann möguleika," segir Guðmundur. Vonbrigði með Samband sparisjóða í SPRON-málinu Hann segir að forsvarsmenn SPRON hafi orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð annarra sparisjóða. "Það er alveg rétt að það voru uppi skiptar skoðanir um ýmis mál og við urðum fyrir miklum vonbrigðum með þessa framgöngu annarra sparisjóða því þarna vorum við að vinna að málum á fullkomlega löglegan og eðlilegan hátt og höfðum undirbúið þessi mál vandlega til að tryggja áfram mjög sterka stöðu SPRON. Það var þess vegna afar slæmt að Samband sparisjóða skyldi beita sér gegn þessum áformum og fá lögum breytt," segir hann. Stefnt að markaði um stofnfé Þrátt fyrir lagasetninguna telur Guðmundur ekki að allir möguleikar til hagræðingar séu lokaðir og hugsanlega muni myndast markaður um stofnfé í sparisjóðum. Raunar hefur Guðmundur lýst því yfir að SPRON hyggist stofna til slíks markaðar en ekkert hefur verið gefið upp um hvenær af því verður. "Það er ljóst í kjölfar atburða síðustu ára að það má selja stofnfé í sparisjóðum á yfirverði og það er ekki spurning um það í mínum huga að það mun myndast markaður um það. Á móti kemur að slík eign er ýmsum takmörkunum háð. Þetta er ekki hlutafé sem menn eru að kaupa og það getur ekki gengið kaupum og sölu með sama hætti og ef um hlutabréf væri að ræða. Slíkur markaður verður alltaf öðruvísi en hlutabréfamarkaður en við höfum verið að skoða fleti á því að ýta slíkum markaði úr vör og munum halda því áfram," segir hann. Sameiningar líklegar Hann segir að sameiningar og aukið samstarf komi einnig til greina. "Við höfum átt samstarf við fjöldamarga sparisjóði bæði hérlendis og erlendis. Ég hygg að það verði áfram þróun í þá veru, eins og við höfum séð hér heima, að sparisjóðum fækki í gegnum samruna. Sparisjóðum hér mun fækka. Við höfum séð sambærilega þróun eiga sér stað erlendis. Síðan eigum við mjög gott samstarf við marga sparisjóði erlendis. Hvort það myndast einhverjir fletir hvað snertir eignatengsl það verður framtíðin að skera úr um. Það liggur ekkert fyrir um það," segir hann. SPRON-lögin slæm skilaboð Guðmundur hefur áhyggjur af þeim skilaboðum sem lagasetningin um kaup KB banka á SPRON senda. "Það er auðvitað mjög alvarlegt mál þegar lögum er breytt beinlínis með það í huga að hindra það að hægt sé að hrinda í framkvæmd samningum sem eru gerðir á fullkomlega eðlilegan hátt miðað við gildandi lög. Það ætti að vera áhyggjuefni allra í þjóðfélaginu, ekki bara sparisjóðanna, að slíkt geti gerst," segir Guðmundur Hauksson.
Viðskipti Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira