Sport

Ólafur Stefánsson í úrvalsliði ÓL

Ólafur Stefánsson var valinn sem hægri skytta í úrvalslið Ólympíuleikanna í Aþenu. Það voru Bengt Johansson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Svía, og Frakkinn Daniel Costantini sem völdu liðið í samvinnu við landsliðsþjálfara þátttökuþjóðanna í Aþenu. Aðrir í liðinu eru Carlos Perez frá Ungverjalandi, Juan Garcia frá Spáni í vinstra horni, Mirza Dzomba frá Króatíu í hægra horni og Christian Schwartzer frá Þýskalandi á línuna. Henning Fritz frá Þýskalandi var markmaður mótsins en leikstjórnandi var valinn Ivano Balic frá Króatíu sem jafnframt var valinn besti leikmaður Ólympíuleikanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×