Gjaldeyrislánin hefðu borgað sig 31. ágúst 2004 00:01 Töluvert ódýrara hefði verið að taka lán í erlendum gjaldmiðli heldur en að taka verðtryggð íslensk lán á bestu kjörum fyrir tíu árum síðan. Þetta er niðurstaða fimm viðskiptafræðinema í Háskólanum á Bifröst. Í rannsókninni er borið saman hver afdrif láns hefðu orðið ef það hefði verið tekið árið 1994. Borið er saman hver staða þess væri hefði verið notast við bestu lánakjör á innlendum markaði og ef notast hefði verið við gjaldeyrislán. Í gjaldeyrislánum felst ákveðin gengisáhætta en engin verðtrygging. Við það bætist að vextir erlendis eru mun lægri heldur en hér á landi. Niðurstaðan er sú að á síðustu tíu árum hefði það borgað sig að taka gengisáhættuna frekar en þá áhættu sem fylgir verðtryggingunni. Lægri vextir erlendis vega upp á móti gengissveiflu. Að sögn Elvu Bjarkar Barkardóttur, eins höfundar verkefnisins, virðist sem hin nýju lánskjör bankanna, sem kynnt voru í síðustu viku með 4,4 prósent vöxtum til langs tíma með verðtryggingu, séu ekki heldur betri kostur en erlend og óverðtryggð gjaldeyrislán. Hún leggur þó áherslu á að fólk verði að geta staðist sveiflur í afborgunum vegna breytinga á gengi. Hjálmar Blöndal, sem einnig átti þátt í verkefninu, segir að helsta niðurstaða vinnuhópsins sé sú að verðbólgan á Íslandi sé há og það geri verðtryggð lán dýr. Hann segir að útlit sé fyrir að verðbólga verði áfram há á Íslandi sérstaklega vegna mikilla framkvæmda í landinu og því sé líklegt að lán í erlendri mynt verði enn um sinn hagkvæmari kostur fyrir íslenska neytendur. "Krónan virðist í nokkuð góðri stöðu og þess vegna er ljóst að okkar mati að í dag er mun hentugra að taka lán í erlendri mynt. því fylgir hins vegar sú kvöð að menn þurfa að fylgjast vel með lánunum sínum. Menn geta gert það upp við sig hvort það borgi sig að fylgjast með lánunum sínum einn dag í mánuði og greiða nokkur hundruð þúsund krónum minna í vexti," segir Hjálmar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Sjá meira
Töluvert ódýrara hefði verið að taka lán í erlendum gjaldmiðli heldur en að taka verðtryggð íslensk lán á bestu kjörum fyrir tíu árum síðan. Þetta er niðurstaða fimm viðskiptafræðinema í Háskólanum á Bifröst. Í rannsókninni er borið saman hver afdrif láns hefðu orðið ef það hefði verið tekið árið 1994. Borið er saman hver staða þess væri hefði verið notast við bestu lánakjör á innlendum markaði og ef notast hefði verið við gjaldeyrislán. Í gjaldeyrislánum felst ákveðin gengisáhætta en engin verðtrygging. Við það bætist að vextir erlendis eru mun lægri heldur en hér á landi. Niðurstaðan er sú að á síðustu tíu árum hefði það borgað sig að taka gengisáhættuna frekar en þá áhættu sem fylgir verðtryggingunni. Lægri vextir erlendis vega upp á móti gengissveiflu. Að sögn Elvu Bjarkar Barkardóttur, eins höfundar verkefnisins, virðist sem hin nýju lánskjör bankanna, sem kynnt voru í síðustu viku með 4,4 prósent vöxtum til langs tíma með verðtryggingu, séu ekki heldur betri kostur en erlend og óverðtryggð gjaldeyrislán. Hún leggur þó áherslu á að fólk verði að geta staðist sveiflur í afborgunum vegna breytinga á gengi. Hjálmar Blöndal, sem einnig átti þátt í verkefninu, segir að helsta niðurstaða vinnuhópsins sé sú að verðbólgan á Íslandi sé há og það geri verðtryggð lán dýr. Hann segir að útlit sé fyrir að verðbólga verði áfram há á Íslandi sérstaklega vegna mikilla framkvæmda í landinu og því sé líklegt að lán í erlendri mynt verði enn um sinn hagkvæmari kostur fyrir íslenska neytendur. "Krónan virðist í nokkuð góðri stöðu og þess vegna er ljóst að okkar mati að í dag er mun hentugra að taka lán í erlendri mynt. því fylgir hins vegar sú kvöð að menn þurfa að fylgjast vel með lánunum sínum. Menn geta gert það upp við sig hvort það borgi sig að fylgjast með lánunum sínum einn dag í mánuði og greiða nokkur hundruð þúsund krónum minna í vexti," segir Hjálmar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Sjá meira