Viðskipti innlent

SPRON og SPV lækka vexti

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis og Sparisjóður Vélstjóra hafa báðir lækkarð vexti á íbúðalánum sínum niður í 4,2%. Í tilkynningu frá Sparisjóði Vélstjóra segir að þeir ætli að taka þátt af fullum þunga í þeirri vaxandi samkeppni sem orðin er á þessu sviði og tryggja viðskiptavinum SPV samkeppnishæf kjör. Vaxtalækkun SPRON gildir einnig fyrir þá sem tekið hafa lán með 4,4% vöxtun. Íbúðalán SPRON er verðtryggt langtímalán með allt að 80% veðhlutfalli á fyrsta veðrétti og stendur þeim til boða sem uppfylla lántökuskilyrði. Upphæð lánsins getur þó aldrei orðið hærri en brunabótamat fasteignarinnar segir til um. Lántaki getur bæði nýtt lánið til íbúðarkaupa eða til fjármögnunar á eldri lánum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×