Viðskipti innlent

Íslandsbanki lækkar vexti

Íslandsbanki lækkar verðtryggða vexti helstu inn- og útlánaforma um 0,5 prósentustig frá og með 1. september. Í tilkynningu frá bankanum segir að til að undirstrika mikilvægi langtímasparnaðar lækki vextir á sparnaðarformunum Lífeyrissparnaður og Framtíðarreikningur minna eða um 0,25 prósentustig. Ákvörðun um vaxtalækkun var tekin í ljósi þess að verðtryggðir vextir á markaði hafa farið ört lækkandi undanfarna mánuði og frekari lækkunar er að vænta, segir í tilkynningu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×