Engin samkeppni án Íbúðalánasjóðs 27. ágúst 2004 00:01 Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær að frá og með næsta mánudegi verði vextir á lánum sjóðsins 4,35 prósent. Þetta er 0,05 prósentustigum lægra en bankarnir hafa boðið í þessari viku. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að tekin hafi verið ákvörðun um það í fyrradag að í stað þess að vaxtabreytingar sjóðsins hlaupi á heilum tugum þá séu þær á heilum og hálfum tugi. Þetta hefur það í för með sér að vextir á lánunum verða 4,35 prósent en ekki 4,4 prósent. Að sögn Halls var þetta ákveðið í fyrrakvöld en hann segir að Íbúðalánasjóður sé þó ekki að keppa við bankana sem í vikunni hafa boðið 4,4 prósent vexti. "Við erum ekki að keppa við einn eða neinn í þessu," segir Hallur. Bankarnir hafa gagnrýnt Íbúðalánasjóð fyrir að fara ekki í opin útboð um skuldabréf í íbúðalánakerfinu en Hallur segir að vegna aðstöðunnar á bankamarkaði nú hafi verið gripið til þess ráðs að hafa útboðið lokað. "Og það er líka alveg ljóst að þessa dagana hefðu hagsmunir bankanna verið að hækka ávöxtunarkröfu bréfanna," segir Hallur. Hallur segir að hjá Íbúðalánasjóði hafi menn efasemdir um að bankarnir geti staðið undir því að bjóða lán með þeim kjörum sem hafa verið auglýst. "Hvernig á Sparisjóðurinn að geta boðið 4,4 prósent vexti ef langtímavextir lækka ekki á næstu örfáu mánuðum. Þeir geta ekkert fjármagnað þetta," segir Hallur. Hallur telur að þótt bankarnir séu farnir að bjóða svo lága vexti til íbúðakaupa þá ógni það ekki tilvist Íbúðalánasjóðs. "Í fyrsta lagi þá hefði þetta tilboð KB banka aldrei orðið nema með tilstilli Íbúðalánasjóðs. Þetta er bein afleiðing af tvennu; endurskipulagningu skuldabréfaútboða hjá okkur þar sem við tryggðum okkur og lækkuðum vaxtagólfið í landinu með sölu á íbúðabréfum á erlenda markaði og úrskurðar ESA um að starfsemi okkar félli innan ákvæða EES-samningsins," segir hann. Hann segir að Íbúðalánasjóður hafi það markmið að tryggja jafnræði á lánamarkaði og lækka vextina. Það sé hins vegar ekki markmið að Íbúðalánasjóður haldi svo hárri markaðshlutdeild sem hingað til. "Þvert á móti þá er þetta mjög ánægjuleg þróun að bankarnir séu að koma inn á þetta í meiri mæli," segir Hallur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær að frá og með næsta mánudegi verði vextir á lánum sjóðsins 4,35 prósent. Þetta er 0,05 prósentustigum lægra en bankarnir hafa boðið í þessari viku. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að tekin hafi verið ákvörðun um það í fyrradag að í stað þess að vaxtabreytingar sjóðsins hlaupi á heilum tugum þá séu þær á heilum og hálfum tugi. Þetta hefur það í för með sér að vextir á lánunum verða 4,35 prósent en ekki 4,4 prósent. Að sögn Halls var þetta ákveðið í fyrrakvöld en hann segir að Íbúðalánasjóður sé þó ekki að keppa við bankana sem í vikunni hafa boðið 4,4 prósent vexti. "Við erum ekki að keppa við einn eða neinn í þessu," segir Hallur. Bankarnir hafa gagnrýnt Íbúðalánasjóð fyrir að fara ekki í opin útboð um skuldabréf í íbúðalánakerfinu en Hallur segir að vegna aðstöðunnar á bankamarkaði nú hafi verið gripið til þess ráðs að hafa útboðið lokað. "Og það er líka alveg ljóst að þessa dagana hefðu hagsmunir bankanna verið að hækka ávöxtunarkröfu bréfanna," segir Hallur. Hallur segir að hjá Íbúðalánasjóði hafi menn efasemdir um að bankarnir geti staðið undir því að bjóða lán með þeim kjörum sem hafa verið auglýst. "Hvernig á Sparisjóðurinn að geta boðið 4,4 prósent vexti ef langtímavextir lækka ekki á næstu örfáu mánuðum. Þeir geta ekkert fjármagnað þetta," segir Hallur. Hallur telur að þótt bankarnir séu farnir að bjóða svo lága vexti til íbúðakaupa þá ógni það ekki tilvist Íbúðalánasjóðs. "Í fyrsta lagi þá hefði þetta tilboð KB banka aldrei orðið nema með tilstilli Íbúðalánasjóðs. Þetta er bein afleiðing af tvennu; endurskipulagningu skuldabréfaútboða hjá okkur þar sem við tryggðum okkur og lækkuðum vaxtagólfið í landinu með sölu á íbúðabréfum á erlenda markaði og úrskurðar ESA um að starfsemi okkar félli innan ákvæða EES-samningsins," segir hann. Hann segir að Íbúðalánasjóður hafi það markmið að tryggja jafnræði á lánamarkaði og lækka vextina. Það sé hins vegar ekki markmið að Íbúðalánasjóður haldi svo hárri markaðshlutdeild sem hingað til. "Þvert á móti þá er þetta mjög ánægjuleg þróun að bankarnir séu að koma inn á þetta í meiri mæli," segir Hallur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira