Þórey Edda komst í úrslit 21. ágúst 2004 00:01 Þórey Edda Elísdóttir þurfti aðeins að stökkva 4,40 metra í Aþenu í gær til þess að komast í úrslit í stangarstökki kvenna. Það gerði hún með glæsibrag í fyrstu tilraun en það tók hana samt smá tíma að komast í gang í dramatískri keppni. Þórey felldi 4,15 metra illa í fyrstu tilraun og komst síðan yfir 4,30 metra í þriðju og síðustu tilraun. Óvæntustu tíðindin í stangarstökkinu í gær voru þau að Ólympíumeistarinn, Stacy Dragila, féll mjög óvænt úr leik en hún felldi 4,40 metra í þrígang. Það var sælubros á Þóreyju Eddu þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hana á Ólympíuleikvanginum aðeins nokkrum mínútum eftir að hún komst í úrslit. Kom ekkert annað til greina „Mér líður alveg ótrúlega vel og það er ekki hægt að lýsa þessu. Stemningin og allt í kringum þetta og svo spennufallið sem kemur þegar ég fæ það staðfest að ég sé komin í úrslitin. Þetta er það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum,“ sagði Þórey Edda, sem var mjög nálægt því að falla úr keppni í 4,30 metra en taugarnar héldu og hún vippaði sér yfir þá hæð í lokatilraun. Það kveikti greinilega í henni því hún fór skömmu síðar laglega yfir 4,40 metra í fyrstu tilraun. „Það kom ekki annað til greina en að fara yfir. Það tók smá tíma að komast í gang því brautin er mjög hröð og stokkurinn er dýpri en vanalega. Þar af leiðandi virka stangirnar öðruvísi eins og sást í keppninni í dag því það var mikið um klúður. Ég fann síðan réttu formúluna í þriðju tilraun í 4,30 og þá small þetta hjá mér,“ sagði Þórey Edda en það var mikið vesen á stangarstökkssvæðinu í gær og þessi vandræði leiddu til þess að Þórey fékk aðeins eitt upphitunarstökk. Til að toppa klúðrið enduðu of margar stelpur í úrslitunum, fjórtán en áttu bara að vera tólf, og var mistökum skipuleggjenda um að kenna. Þóreyju Eddu var nokk sama um það. „Það var eins og þeir hefðu ekki unnið við stangarstökk áður. Ég var bara fegin að þurfa ekki að stökkva aftur og það breytir litlu þó við verðum fjórtán. En vonandi verður skipulagið betra í úrslitunum. Þeir hljóta að hafa lært af þessu.“ Allt mjög opið Þórey Edda sagði við undirritaðan daginn fyrir keppni að upphaflegt takmark hennar væri að komast í úrslit og ef það tækist ætlaði hún að setja sér ný markmið. „Við sjáum það bara núna að þetta er mjög opið. Það verður mikil barátta um sæti og hver sem er gæti tekið þriðja sætið þar sem Stacy er dottin út en efstu tvö sætin eru frátekin. Ég held að það sé klárt. Ég yrði mjög ánægð að stökkva 4,50 metra og held að það myndi duga mér í topp átta. Allt fyrir ofan það yrði bónus,“ sagði Þórey Edda hamingjusöm og hver veit nema hún verji bronsið hennar Völu í úrslitunum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira
Þórey Edda Elísdóttir þurfti aðeins að stökkva 4,40 metra í Aþenu í gær til þess að komast í úrslit í stangarstökki kvenna. Það gerði hún með glæsibrag í fyrstu tilraun en það tók hana samt smá tíma að komast í gang í dramatískri keppni. Þórey felldi 4,15 metra illa í fyrstu tilraun og komst síðan yfir 4,30 metra í þriðju og síðustu tilraun. Óvæntustu tíðindin í stangarstökkinu í gær voru þau að Ólympíumeistarinn, Stacy Dragila, féll mjög óvænt úr leik en hún felldi 4,40 metra í þrígang. Það var sælubros á Þóreyju Eddu þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hana á Ólympíuleikvanginum aðeins nokkrum mínútum eftir að hún komst í úrslit. Kom ekkert annað til greina „Mér líður alveg ótrúlega vel og það er ekki hægt að lýsa þessu. Stemningin og allt í kringum þetta og svo spennufallið sem kemur þegar ég fæ það staðfest að ég sé komin í úrslitin. Þetta er það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum,“ sagði Þórey Edda, sem var mjög nálægt því að falla úr keppni í 4,30 metra en taugarnar héldu og hún vippaði sér yfir þá hæð í lokatilraun. Það kveikti greinilega í henni því hún fór skömmu síðar laglega yfir 4,40 metra í fyrstu tilraun. „Það kom ekki annað til greina en að fara yfir. Það tók smá tíma að komast í gang því brautin er mjög hröð og stokkurinn er dýpri en vanalega. Þar af leiðandi virka stangirnar öðruvísi eins og sást í keppninni í dag því það var mikið um klúður. Ég fann síðan réttu formúluna í þriðju tilraun í 4,30 og þá small þetta hjá mér,“ sagði Þórey Edda en það var mikið vesen á stangarstökkssvæðinu í gær og þessi vandræði leiddu til þess að Þórey fékk aðeins eitt upphitunarstökk. Til að toppa klúðrið enduðu of margar stelpur í úrslitunum, fjórtán en áttu bara að vera tólf, og var mistökum skipuleggjenda um að kenna. Þóreyju Eddu var nokk sama um það. „Það var eins og þeir hefðu ekki unnið við stangarstökk áður. Ég var bara fegin að þurfa ekki að stökkva aftur og það breytir litlu þó við verðum fjórtán. En vonandi verður skipulagið betra í úrslitunum. Þeir hljóta að hafa lært af þessu.“ Allt mjög opið Þórey Edda sagði við undirritaðan daginn fyrir keppni að upphaflegt takmark hennar væri að komast í úrslit og ef það tækist ætlaði hún að setja sér ný markmið. „Við sjáum það bara núna að þetta er mjög opið. Það verður mikil barátta um sæti og hver sem er gæti tekið þriðja sætið þar sem Stacy er dottin út en efstu tvö sætin eru frátekin. Ég held að það sé klárt. Ég yrði mjög ánægð að stökkva 4,50 metra og held að það myndi duga mér í topp átta. Allt fyrir ofan það yrði bónus,“ sagði Þórey Edda hamingjusöm og hver veit nema hún verji bronsið hennar Völu í úrslitunum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira