Ekki búið enn 20. ágúst 2004 00:01 "Það er einn leikur eftir og við verðum að klára hann. Þetta er ekki búið," sagði niðurlútur landsliðsþjálfari Íslands, Guðmundur Guðmundsson, eftir leikinn en hann var alveg klár á því hvað hefði vantað í íslenska liðið í leiknum. "Mér fannst klárlega vanta meiri grimmd í liðið. Ég verð að játa það. Við vorum ekki nógu grimmir bæði í vörn og sókn." Enn og aftur lenti íslenska liðið í því að vera í vandræðum með að leiða leiki og var lengstum í kunnuglegum eltingarleik. "Það ætlar að vera erfitt að yfirstíga þennan þröskuld. Við fengum tækifæri í dag og ég hafði sjálfur á tilfinningunni að það væri aðeins tímaspursmál hvenær við færum 3-4 mörkum yfir. Færin komu en það er ekki hægt að klúðra svona svakalega miklu af færum. Á móti góðum liðum gengur þetta ekki. Þetta er ansi veigamikill þáttur og er viðloðandi vandamál," sagði Guðmundur en markvarslan sveik hann eina ferðina enn og þar að auki var vörnin ekki að spila eins vel og áður í keppninni. "Markvarslan var mjög takmörkuð og varnarleikurinn var bara ekki nægilega grimmur. Ég reyndi að rótera liðinu eins og ég gat til þess að finna lausnir. Við nýttum breiddina en það bara gekk ekki." Það er enn von fyrir íslenska liðið en það verður að bæta leik sinn ansi mikið frá þessum leik ef það ætlar sér að leggja Rússana að velli. "Það er okkar að nýta þetta tækifæri og ég vil ekki vera með miklar yfirlýsingar fyrir þann leik því það er okkar að láta verkin tala á vellinum og sýna í verki úr hverju menn eru gerðir. En þessi úrslit eru gríðarleg vonbrigði. Það er ekki nokkur spurning um það." Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
"Það er einn leikur eftir og við verðum að klára hann. Þetta er ekki búið," sagði niðurlútur landsliðsþjálfari Íslands, Guðmundur Guðmundsson, eftir leikinn en hann var alveg klár á því hvað hefði vantað í íslenska liðið í leiknum. "Mér fannst klárlega vanta meiri grimmd í liðið. Ég verð að játa það. Við vorum ekki nógu grimmir bæði í vörn og sókn." Enn og aftur lenti íslenska liðið í því að vera í vandræðum með að leiða leiki og var lengstum í kunnuglegum eltingarleik. "Það ætlar að vera erfitt að yfirstíga þennan þröskuld. Við fengum tækifæri í dag og ég hafði sjálfur á tilfinningunni að það væri aðeins tímaspursmál hvenær við færum 3-4 mörkum yfir. Færin komu en það er ekki hægt að klúðra svona svakalega miklu af færum. Á móti góðum liðum gengur þetta ekki. Þetta er ansi veigamikill þáttur og er viðloðandi vandamál," sagði Guðmundur en markvarslan sveik hann eina ferðina enn og þar að auki var vörnin ekki að spila eins vel og áður í keppninni. "Markvarslan var mjög takmörkuð og varnarleikurinn var bara ekki nægilega grimmur. Ég reyndi að rótera liðinu eins og ég gat til þess að finna lausnir. Við nýttum breiddina en það bara gekk ekki." Það er enn von fyrir íslenska liðið en það verður að bæta leik sinn ansi mikið frá þessum leik ef það ætlar sér að leggja Rússana að velli. "Það er okkar að nýta þetta tækifæri og ég vil ekki vera með miklar yfirlýsingar fyrir þann leik því það er okkar að láta verkin tala á vellinum og sýna í verki úr hverju menn eru gerðir. En þessi úrslit eru gríðarleg vonbrigði. Það er ekki nokkur spurning um það."
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira