Málefnin eru mikilvægust 20. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ef fjölmiðlar legðu megináherslu á að fjalla um það sem skynsamir menn og vel upplýstir teldu viðeigandi og létu goluþyt og hjóm í þjóðfélaginu eiga sig væri ásýnd þeirra áreiðanlegri og virðulegri en hún er og innihaldið vitsmunalegra. Í stað þess að eyða hverjum fréttatímanum á fætur öðrum og hverri fréttasíðunni á eftir annarri í eltingarleik við og spurningakeppni um hvaða ráðherra Framsóknarflokksins víkur úr ríkisstjórninni í haust, svo dæmi sé tekið um offlutta frétt að undanförnu, mundu þeir leggja megináherslu á að segja okkur hvaða stefnumál ríkisstjórnin hefði í undirbúningi og hver áhrif núverandi og væntanleg málefni hefðu á hag lands og þjóðar. En á þessu máli eru tvær hliðar. Taki fjölmiðlar virðuleikann og alvöruna fram yfir það hlutverk sitt að endurspegla tíðaranda, raunverulega viðburði og umhugsunarefni fólksins í landinu er hætt við að þeir verði viðskila við lesendur og áheyrendur. Það er fleira sem skiptir máli í mannlífinu en það sem er vitsmunalegt í skilningi gáfumanna. Hégómi okkar, metnaður og metorðagirnd - sem líka má kalla staðfastan vilja til að vera öðrum fyrirmynd og láta gott af sér leiða - er ekkert síður verðugt umfjöllunarefni fjölmiðla en hið "málefnalega", sem svo er kallað. Fjölmiðlar eru skuggsjá þjóðar og þjóðfélags og verða aldrei merkilegri en við erum sjálf. Í þessu ljósi er ekki óeðlilegt að kastljós fjölmiðla hafi að undanförnu beinst að "ráðherrakapli" Framsóknarflokksins. Þar hefur nokkurt drama verið í gangi sem stigmagnast hefur að hætti góðs sviðsverks undanfarnar vikur; tekist er á um völd og áhrif einstakra manna. Og með góðum vilja hefur mátt lesa í átökin dýpri merkingu; átök kynslóðanna en þó einkum kynjanna. Þetta er efni sem höfðar til alls venjulegs fólks, líka til gáfumannanna, þótt þeir kunni að reyna að dylja það. En þessi umfjöllun fjölmiðlanna á þó ekki að þurfa að beina athyglinni frá því að auðvitað skiptir það á endanum meira máli hvað umhverfisráðherra gerir en hver hann - eða hún - er. Siv Friðleifsdóttir hefur átt sínar góðu stundir í umhverfisráðuneytinu þótt ekki hafi öll verk hennar verið jafn uppörvandi. Enginn neitar því að hún hefur sem einstaklingur og kona á ýmsan hátt sett mark sitt á málefnaflokkinn og skapað sér ákveðna sérstöðu og stíl. Slíkt eru atriði sem skipta máli en hitt vegur þó þyngra hvernig hinum eiginlegu umhverfismálum vegnar í veruleikanum. Ekki eru mörg ár síðan umhverfisráðuneytið sem slíkt var aðhlátursefni í stjórnmálum en til allrar hamingju eru þeir dagar liðnir. Allir viðurkenna að umhverfismálin eru meðal brýnustu viðfangsefna þjóðanna, Íslendinga sem annarra. Einstakir menn og konur glæða það vissulega lit og lífi hvernig þau eru meðhöndluð en hitt þarf þó frekar að vera í brennidepli hvað gert er, hvernig og hvenær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ef fjölmiðlar legðu megináherslu á að fjalla um það sem skynsamir menn og vel upplýstir teldu viðeigandi og létu goluþyt og hjóm í þjóðfélaginu eiga sig væri ásýnd þeirra áreiðanlegri og virðulegri en hún er og innihaldið vitsmunalegra. Í stað þess að eyða hverjum fréttatímanum á fætur öðrum og hverri fréttasíðunni á eftir annarri í eltingarleik við og spurningakeppni um hvaða ráðherra Framsóknarflokksins víkur úr ríkisstjórninni í haust, svo dæmi sé tekið um offlutta frétt að undanförnu, mundu þeir leggja megináherslu á að segja okkur hvaða stefnumál ríkisstjórnin hefði í undirbúningi og hver áhrif núverandi og væntanleg málefni hefðu á hag lands og þjóðar. En á þessu máli eru tvær hliðar. Taki fjölmiðlar virðuleikann og alvöruna fram yfir það hlutverk sitt að endurspegla tíðaranda, raunverulega viðburði og umhugsunarefni fólksins í landinu er hætt við að þeir verði viðskila við lesendur og áheyrendur. Það er fleira sem skiptir máli í mannlífinu en það sem er vitsmunalegt í skilningi gáfumanna. Hégómi okkar, metnaður og metorðagirnd - sem líka má kalla staðfastan vilja til að vera öðrum fyrirmynd og láta gott af sér leiða - er ekkert síður verðugt umfjöllunarefni fjölmiðla en hið "málefnalega", sem svo er kallað. Fjölmiðlar eru skuggsjá þjóðar og þjóðfélags og verða aldrei merkilegri en við erum sjálf. Í þessu ljósi er ekki óeðlilegt að kastljós fjölmiðla hafi að undanförnu beinst að "ráðherrakapli" Framsóknarflokksins. Þar hefur nokkurt drama verið í gangi sem stigmagnast hefur að hætti góðs sviðsverks undanfarnar vikur; tekist er á um völd og áhrif einstakra manna. Og með góðum vilja hefur mátt lesa í átökin dýpri merkingu; átök kynslóðanna en þó einkum kynjanna. Þetta er efni sem höfðar til alls venjulegs fólks, líka til gáfumannanna, þótt þeir kunni að reyna að dylja það. En þessi umfjöllun fjölmiðlanna á þó ekki að þurfa að beina athyglinni frá því að auðvitað skiptir það á endanum meira máli hvað umhverfisráðherra gerir en hver hann - eða hún - er. Siv Friðleifsdóttir hefur átt sínar góðu stundir í umhverfisráðuneytinu þótt ekki hafi öll verk hennar verið jafn uppörvandi. Enginn neitar því að hún hefur sem einstaklingur og kona á ýmsan hátt sett mark sitt á málefnaflokkinn og skapað sér ákveðna sérstöðu og stíl. Slíkt eru atriði sem skipta máli en hitt vegur þó þyngra hvernig hinum eiginlegu umhverfismálum vegnar í veruleikanum. Ekki eru mörg ár síðan umhverfisráðuneytið sem slíkt var aðhlátursefni í stjórnmálum en til allrar hamingju eru þeir dagar liðnir. Allir viðurkenna að umhverfismálin eru meðal brýnustu viðfangsefna þjóðanna, Íslendinga sem annarra. Einstakir menn og konur glæða það vissulega lit og lífi hvernig þau eru meðhöndluð en hitt þarf þó frekar að vera í brennidepli hvað gert er, hvernig og hvenær.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar