Ísinn brotinn 18. ágúst 2004 00:01 Það var hrein unun að fylgjast með "strákunum okkar" á gólfi Pavilion-hallarinnar í Aþenu í gær. Eftir að hafa lagt mikið á sig í fyrstu tveim leikjunum án þess að uppskera nokkuð mætti liðið enn ákveðnara í leikinn gegn Slóvenum og hver einasti maður var staðráðinn í því að skila sínu. Með samstilltu átaki tókst Íslendingum loksins að brjóta ísinn. Þeir tóku forystu sem þeir héldu og unnu að lokum glæstan sigur. Leikurinn fór reyndar ekkert sérstaklega vel af stað. Íslenska liðið var fljótlega lent undir, 3-7, en með mikilli baráttu spilaði það sig inn í leikinn á ný og jafnaði 7-7. Það var reyndar ótrúlegt að það skyldi takast því slóvenski markvörðurinn, Beno Lapanje, var nánast búinn að múra fyrir markið. Hinum megin á vellinum var stórskyttan Siarhei Rutenka í fantaformi og skoraði nánast að vild. Með áframhaldandi baráttu tókst íslenska liðinu samt að halda jöfnu í leikhlé, 10-10. Íslenska liðið mætti enn grimmara til síðari hálfleiksins, tók strax frumkvæðið í leiknum og lenti aðeins einu sinni undir í síðari hálfleiknum, 12-13. Með frábærum varnarleik og hröðum og öguðum sóknarleik bættu strákarnir jafnt og þétt við forystuna. Þeir héldu síðan tveggja til þriggja marka forystu allt þar til Slóvenar tóku við sér og jöfnuðu, 21-21, með aðeins ellefu mínútur eftir. Lapanje var aftur vaknaður og óttuðust margir að nú myndu Slóvenarnir valta yfir okkur. Þá fór í hönd einhver magnaðasti leikkafli sem sést hefur hjá íslenska liðinu í áraraðir. Þegar Slóvenar hefðu getað tekið forystuna stal íslenska liðið boltanum, Garcia skoraði úr hraðaupphlaupi og komst í 22-21. Í kjölfarið fylgdu þrjú glæsileg mörk frá Guðjóni Vali, tvö úr hraðaupphlaupum, og Ísland var komið með hreðjatak á leiknum, 25-21. Þessa forystu létu strákarnir aldrei af hendi og fögnuðurinn var ósvikinn í leikslok enda eru strákarnir búnir að bíða lengi og vinna vel fyrir þessum sigri. Það er hálfósanngjarnt að telja upp einhverja sérstaka menn sem sköruðu fram úr í leiknum. Þetta var sigur liðsheildarinnar og allir skiluðu sínu og vel það. Varnarleikurinn var hreint stórkostlegur og frábært að var að fylgjast með hvernig liðið lamaði hann öfluga Vugrinec. Guðmundur stóð síðan vaktina vel fyrir aftan. Sóknarleikurinn var mjög líflegur og skynsamur þar sem menn misstu aldrei móðinn og virtust alltaf eiga svör við fjölbreyttum varnarleik Slóvena. Innkoma þeirra Róberts, Gylfa og Ásgeirs af bekknum var frábær og sérstaklega var Róbert öflugur. Þetta íslenska lið hefur lært lexíu í hverjum leik í Aþenu og stöðugt bætt leik sinn. Mikill stígandi hefur verið í spilinu og allt small síðan saman gegn Slóvenum. Það var orðið langt síðan liðið vann síðast leik á stórmóti. Ísinn hefur loksins verið brotinn og það er vonandi að strákarnir fylgi því eftir með álíka leikjum. henry@frettabladid.is Íslenski körfuboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira
Það var hrein unun að fylgjast með "strákunum okkar" á gólfi Pavilion-hallarinnar í Aþenu í gær. Eftir að hafa lagt mikið á sig í fyrstu tveim leikjunum án þess að uppskera nokkuð mætti liðið enn ákveðnara í leikinn gegn Slóvenum og hver einasti maður var staðráðinn í því að skila sínu. Með samstilltu átaki tókst Íslendingum loksins að brjóta ísinn. Þeir tóku forystu sem þeir héldu og unnu að lokum glæstan sigur. Leikurinn fór reyndar ekkert sérstaklega vel af stað. Íslenska liðið var fljótlega lent undir, 3-7, en með mikilli baráttu spilaði það sig inn í leikinn á ný og jafnaði 7-7. Það var reyndar ótrúlegt að það skyldi takast því slóvenski markvörðurinn, Beno Lapanje, var nánast búinn að múra fyrir markið. Hinum megin á vellinum var stórskyttan Siarhei Rutenka í fantaformi og skoraði nánast að vild. Með áframhaldandi baráttu tókst íslenska liðinu samt að halda jöfnu í leikhlé, 10-10. Íslenska liðið mætti enn grimmara til síðari hálfleiksins, tók strax frumkvæðið í leiknum og lenti aðeins einu sinni undir í síðari hálfleiknum, 12-13. Með frábærum varnarleik og hröðum og öguðum sóknarleik bættu strákarnir jafnt og þétt við forystuna. Þeir héldu síðan tveggja til þriggja marka forystu allt þar til Slóvenar tóku við sér og jöfnuðu, 21-21, með aðeins ellefu mínútur eftir. Lapanje var aftur vaknaður og óttuðust margir að nú myndu Slóvenarnir valta yfir okkur. Þá fór í hönd einhver magnaðasti leikkafli sem sést hefur hjá íslenska liðinu í áraraðir. Þegar Slóvenar hefðu getað tekið forystuna stal íslenska liðið boltanum, Garcia skoraði úr hraðaupphlaupi og komst í 22-21. Í kjölfarið fylgdu þrjú glæsileg mörk frá Guðjóni Vali, tvö úr hraðaupphlaupum, og Ísland var komið með hreðjatak á leiknum, 25-21. Þessa forystu létu strákarnir aldrei af hendi og fögnuðurinn var ósvikinn í leikslok enda eru strákarnir búnir að bíða lengi og vinna vel fyrir þessum sigri. Það er hálfósanngjarnt að telja upp einhverja sérstaka menn sem sköruðu fram úr í leiknum. Þetta var sigur liðsheildarinnar og allir skiluðu sínu og vel það. Varnarleikurinn var hreint stórkostlegur og frábært að var að fylgjast með hvernig liðið lamaði hann öfluga Vugrinec. Guðmundur stóð síðan vaktina vel fyrir aftan. Sóknarleikurinn var mjög líflegur og skynsamur þar sem menn misstu aldrei móðinn og virtust alltaf eiga svör við fjölbreyttum varnarleik Slóvena. Innkoma þeirra Róberts, Gylfa og Ásgeirs af bekknum var frábær og sérstaklega var Róbert öflugur. Þetta íslenska lið hefur lært lexíu í hverjum leik í Aþenu og stöðugt bætt leik sinn. Mikill stígandi hefur verið í spilinu og allt small síðan saman gegn Slóvenum. Það var orðið langt síðan liðið vann síðast leik á stórmóti. Ísinn hefur loksins verið brotinn og það er vonandi að strákarnir fylgi því eftir með álíka leikjum. henry@frettabladid.is
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira