Hin raunverulega þjóðhátíð 18. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ekki er ósennilegt að nafn Reykjavíkurlistans verði í framtíðinni fremur tengt hugmyndinni um menningarnótt í höfuðborginni en sérstökum afrekum meirihluta borgarstjórnar í skipulagsmálum, fjármálastjórn eða félagsþjónustu. Frá því að efnt var til þessarar dagskrár í fyrsta sinn árið 1996 hefur hún unnið hug og hjörtu borgarbúa sem þyrpst hafa þúsundum saman í miðborgina til að njóta þeirra viðburða sem á boðstólum eru og þess sérstaka andrúmslofts sem tekist hefur að skapa á hátíðinni. Dagskrá menningarnætur - eða menningardags eins og nær væri að kalla hana - virðist ætla að verða óvenju fjölbreytt um næstu helgi. Skemmtilegt er að sjá hugmyndaauðgina sem birtist í Tilfinningatorgi, Skáldaati, Þjónahlaupi og Draugasögugöngu svo nefndir séu örfáir nýstárlegir dagskrárliðir með forvitnilegum nöfnum en annars skipta atriðin sem velja má um hundruðum. Við blasir að allir sem leggja hönd á plóginn gera það sönnum metnaði og áhuga sem kemur að innan og á rætur í löngunartilfinningu en ekki tómri skyldrækni. Hundrað þúsund manns komu í miðbæ Reykjavíkur á menningarnótt í fyrra. Vænta má annars eins fjölda um næstu helgi. Eru þó ekki liðnir nema um tíu dagar síðan fjörutíu þúsund manns tóku þátt í annarri velheppnaðri veislu í miðborginni, hátíð samkynhneigðra. Athyglisvert er að mun meiri og almennari þátttaka hefur verið í viðburðum menningarnætur undanfarin ár en þjóðhátíð sautjánda júní. Margir þykjast líka merkja að stemningin á þessum tveimur hátíðum sé gerólík. Í raun sé nær að tala um menningarnótt sem hina eiginlegu þjóðhátíð stórs hluta landsmanna sem búsettur er á Suðvesturlandi. Ekki dylst neinum sem gengur um miðborgina að fólk er almennt afslappaðra, glaðara og eftirvæntingarfyllra en á þjóðhátíðinni sem ekki virðist ætla að losna við yfirbragð formfestu og viðhafnarleika. Þjóðhátíðin er í stífpressuðum sparibúningi og virðist ætlast til þess að almenningur sé það líka öndvert við menningarnóttina sem er í þægilegum hversdagsfötum og sér ekkert athugavert við að gestirnir klæði sig og hagi sér eins og þeim fellur best. Einhverjir kunna að vera hugsi yfir þeirri þróun að menningarnótt og aðrar samkomur af sama tagi skyggi á þjóðhátíðina sautjánda júní. Telja kannski að það skapi hættu fyrir sjálfstæði okkar og samheldni. Raddir hafa heyrst um að efla þurfi samkomuhald á fullveldisdaginn 1. desember sem eitt sinn var vinsæll hátíðisdagur. En þetta er á misskilningi byggt. Þjóðrækni og samheldni verður ekki viðhaldið með opinberu tyllidagahaldi eða fyrirmannasamkomum heldur liggja rætur hvors tveggja í sannri tilfinningu fólksins í landinu. Ef það er rétt að sautjándi júní sé smám saman að hopa undan Menningarnótt er það eðlileg þróun sem stafar af veruleika nýs tíma. Sjálfstæðisbaráttunni er löngu lokið og hugmyndaheimur hennar er aðeins til í sögubókum fyrir allan þorra Íslendinga. Nýjar kynslóðir hafa ný umhugsunar- og úrlausnarefni og nýjar hugsjónir. Fremur er ástæða til að fagna því að landsmenn skuli hafa skapað sér nýjan vettvang þar sem þeir geta blandað Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ekki er ósennilegt að nafn Reykjavíkurlistans verði í framtíðinni fremur tengt hugmyndinni um menningarnótt í höfuðborginni en sérstökum afrekum meirihluta borgarstjórnar í skipulagsmálum, fjármálastjórn eða félagsþjónustu. Frá því að efnt var til þessarar dagskrár í fyrsta sinn árið 1996 hefur hún unnið hug og hjörtu borgarbúa sem þyrpst hafa þúsundum saman í miðborgina til að njóta þeirra viðburða sem á boðstólum eru og þess sérstaka andrúmslofts sem tekist hefur að skapa á hátíðinni. Dagskrá menningarnætur - eða menningardags eins og nær væri að kalla hana - virðist ætla að verða óvenju fjölbreytt um næstu helgi. Skemmtilegt er að sjá hugmyndaauðgina sem birtist í Tilfinningatorgi, Skáldaati, Þjónahlaupi og Draugasögugöngu svo nefndir séu örfáir nýstárlegir dagskrárliðir með forvitnilegum nöfnum en annars skipta atriðin sem velja má um hundruðum. Við blasir að allir sem leggja hönd á plóginn gera það sönnum metnaði og áhuga sem kemur að innan og á rætur í löngunartilfinningu en ekki tómri skyldrækni. Hundrað þúsund manns komu í miðbæ Reykjavíkur á menningarnótt í fyrra. Vænta má annars eins fjölda um næstu helgi. Eru þó ekki liðnir nema um tíu dagar síðan fjörutíu þúsund manns tóku þátt í annarri velheppnaðri veislu í miðborginni, hátíð samkynhneigðra. Athyglisvert er að mun meiri og almennari þátttaka hefur verið í viðburðum menningarnætur undanfarin ár en þjóðhátíð sautjánda júní. Margir þykjast líka merkja að stemningin á þessum tveimur hátíðum sé gerólík. Í raun sé nær að tala um menningarnótt sem hina eiginlegu þjóðhátíð stórs hluta landsmanna sem búsettur er á Suðvesturlandi. Ekki dylst neinum sem gengur um miðborgina að fólk er almennt afslappaðra, glaðara og eftirvæntingarfyllra en á þjóðhátíðinni sem ekki virðist ætla að losna við yfirbragð formfestu og viðhafnarleika. Þjóðhátíðin er í stífpressuðum sparibúningi og virðist ætlast til þess að almenningur sé það líka öndvert við menningarnóttina sem er í þægilegum hversdagsfötum og sér ekkert athugavert við að gestirnir klæði sig og hagi sér eins og þeim fellur best. Einhverjir kunna að vera hugsi yfir þeirri þróun að menningarnótt og aðrar samkomur af sama tagi skyggi á þjóðhátíðina sautjánda júní. Telja kannski að það skapi hættu fyrir sjálfstæði okkar og samheldni. Raddir hafa heyrst um að efla þurfi samkomuhald á fullveldisdaginn 1. desember sem eitt sinn var vinsæll hátíðisdagur. En þetta er á misskilningi byggt. Þjóðrækni og samheldni verður ekki viðhaldið með opinberu tyllidagahaldi eða fyrirmannasamkomum heldur liggja rætur hvors tveggja í sannri tilfinningu fólksins í landinu. Ef það er rétt að sautjándi júní sé smám saman að hopa undan Menningarnótt er það eðlileg þróun sem stafar af veruleika nýs tíma. Sjálfstæðisbaráttunni er löngu lokið og hugmyndaheimur hennar er aðeins til í sögubókum fyrir allan þorra Íslendinga. Nýjar kynslóðir hafa ný umhugsunar- og úrlausnarefni og nýjar hugsjónir. Fremur er ástæða til að fagna því að landsmenn skuli hafa skapað sér nýjan vettvang þar sem þeir geta blandað
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun