Á sínum fyrstu ólympíuleikum 13. október 2005 14:32 Ragnheiður Ragnarsdóttir er 19 ára Garðbæingur sem er kominn á sína fyrstu Ólympíuleika. Það leynir sér ekki þegar fylgst er með Ragnheiði á æfingu að hún nýtur þess í botn að vera komin til Aþenu. "Það er ekkert smá frábært að vera komin hingað. Þetta er ekkert smá stórt eitthvað og aðstaðan alveg stórkostleg og þetta er bara æðislegt," sagði Ragnheiður með glampa í augunum og nokkuð ljóst að hún meinti hvert orð. "Þetta er ekkert líkt því sem ég átti von á. Ég var búin að búast við einhverju stóru og flottu en þetta er enn stærra en ég gerði mér vonir um. Ég er mjög ánægð með allt hérna." Ragnheiður syndir fyrir Sundfélag Hafnarfjarðar en samhliða sundinu stundar hún nám á fatahönnunarbraut í FG. Hún hefur haft góðan aðlögunartíma í Aþenu, æft oft í lauginni og fylgst með félögum sínum keppa. "Það er misjafnt hvernig ég finn mig í lauginni en mér finnst hún mjög góð. Mér finnst fínt að hafa hana úti. Maður er vanur því heima og því er þetta bara gott fyrir okkur," sagði Ragnheiður, sem keppir bæði í 50 og 100 metra skriðsundi. Lengra sundið er á undan. "Ég er mjög bjartsýn fyrir þessa leika. Ég verð að vera bjartsýn og í góðu skapi því þá gengur mér alltaf mjög vel. Það er auðvitað pínu stress en það er fyrst og fremst tilkomið út af því að þetta er svo gaman. Ég stefni að því að bæta Íslandsmetin í báðum greinum," sagði Ragnheiður en hún á bæði metin sjálf. "Ég held að ég sé í formi til þess að slá metin. Ég er búin að æfa ansi lengi fyrir þessa leika. Hef lagt mikla áherslu á tækni og þol. Ég var að æfa tvisvar á dag og líka í þreki. Hef verið mjög dugleg við að fara í þrek og styrkja mig aðeins. Ég er í hörkuformi." Ragnheiður kemur fyrir sem ákaflega glaðlynd og skemmtileg stúlka og hún ætlar að fara í gegnum mótið á gleðinni. "Ég vona svo sannarlega að ég nái að njóta þess. Ég efa ekki að ég verði smá stressuð en það er ágætt. Þá fær maður smá adrenalín og það hjálpar bara til. Þetta verður æðislegt," sagði Ragnheiður Ragnarsdóttir. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Ragnheiður Ragnarsdóttir er 19 ára Garðbæingur sem er kominn á sína fyrstu Ólympíuleika. Það leynir sér ekki þegar fylgst er með Ragnheiði á æfingu að hún nýtur þess í botn að vera komin til Aþenu. "Það er ekkert smá frábært að vera komin hingað. Þetta er ekkert smá stórt eitthvað og aðstaðan alveg stórkostleg og þetta er bara æðislegt," sagði Ragnheiður með glampa í augunum og nokkuð ljóst að hún meinti hvert orð. "Þetta er ekkert líkt því sem ég átti von á. Ég var búin að búast við einhverju stóru og flottu en þetta er enn stærra en ég gerði mér vonir um. Ég er mjög ánægð með allt hérna." Ragnheiður syndir fyrir Sundfélag Hafnarfjarðar en samhliða sundinu stundar hún nám á fatahönnunarbraut í FG. Hún hefur haft góðan aðlögunartíma í Aþenu, æft oft í lauginni og fylgst með félögum sínum keppa. "Það er misjafnt hvernig ég finn mig í lauginni en mér finnst hún mjög góð. Mér finnst fínt að hafa hana úti. Maður er vanur því heima og því er þetta bara gott fyrir okkur," sagði Ragnheiður, sem keppir bæði í 50 og 100 metra skriðsundi. Lengra sundið er á undan. "Ég er mjög bjartsýn fyrir þessa leika. Ég verð að vera bjartsýn og í góðu skapi því þá gengur mér alltaf mjög vel. Það er auðvitað pínu stress en það er fyrst og fremst tilkomið út af því að þetta er svo gaman. Ég stefni að því að bæta Íslandsmetin í báðum greinum," sagði Ragnheiður en hún á bæði metin sjálf. "Ég held að ég sé í formi til þess að slá metin. Ég er búin að æfa ansi lengi fyrir þessa leika. Hef lagt mikla áherslu á tækni og þol. Ég var að æfa tvisvar á dag og líka í þreki. Hef verið mjög dugleg við að fara í þrek og styrkja mig aðeins. Ég er í hörkuformi." Ragnheiður kemur fyrir sem ákaflega glaðlynd og skemmtileg stúlka og hún ætlar að fara í gegnum mótið á gleðinni. "Ég vona svo sannarlega að ég nái að njóta þess. Ég efa ekki að ég verði smá stressuð en það er ágætt. Þá fær maður smá adrenalín og það hjálpar bara til. Þetta verður æðislegt," sagði Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira