Menntamálaráðherra djúpt snortinn 13. október 2005 14:32 Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hélt móttöku fyrir Íslendinga í Aþenu í gær. Móttakan var haldin í húsi vararæðismanns Íslands í Grikklandi, Emilíu Kofoed-Hansen Lyberapoulos og eiginmanns hennar sem er grískur. Fjöldi fólks mætti í móttökuna í glæsihúsi hjónanna. Allt íþróttafólkið var mætt á staðinn ásamt þjálfurum sínum. Einnig ráku Bjarni Ármannsson, Einar Sveinsson og Þórólfur Árnason borgarstóri inn nefið sem og aðrir Íslendingar sem annað hvort eru búsettir í Grikklandi eða eru í Aþenu til þess að fylgjast með leikunum. Fín stemming var á svæðinu þar sem boðið var upp á léttar veitingar og snittur. Að ógleymdum vodkanum Ursus sem er markaðssettur sem íslenskur vodki en er í raun hollenskur. Þorgerður Katrín opnaði móttökuna með ræðu þar sem hún þakkaði hjónunum fyrir afnotin af þeirra glæsilega húsi og peppaði síðan íþróttamennina upp með hvatningarorðum. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, hélt einnig ræðu og færði hjónunum gjöf frá Íslandi. Í pakkanum var bók og kertastjaki. Hinn gríski eiginmaður ræðismannsins, Herra Lyberapoulos, hélt í lokin hjartnæma ræðu þar sem hann fullvissaði fólk um að það gæti ávallt leitað til þeirra ef það lenti í vanda í Grikklandi. Íslendingar ættu alltaf griðastað í húsi þeirra. Svo mikið var honum um að hann táraðist áður en ræðunni lauk og menntamálaráðherra var einnig djúpt snortin yfir ræðunni og var nærri brostin sjálf í grát. Síðan var skálað að íslenskum sið og tekið upp léttara hjal. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sjá meira
Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hélt móttöku fyrir Íslendinga í Aþenu í gær. Móttakan var haldin í húsi vararæðismanns Íslands í Grikklandi, Emilíu Kofoed-Hansen Lyberapoulos og eiginmanns hennar sem er grískur. Fjöldi fólks mætti í móttökuna í glæsihúsi hjónanna. Allt íþróttafólkið var mætt á staðinn ásamt þjálfurum sínum. Einnig ráku Bjarni Ármannsson, Einar Sveinsson og Þórólfur Árnason borgarstóri inn nefið sem og aðrir Íslendingar sem annað hvort eru búsettir í Grikklandi eða eru í Aþenu til þess að fylgjast með leikunum. Fín stemming var á svæðinu þar sem boðið var upp á léttar veitingar og snittur. Að ógleymdum vodkanum Ursus sem er markaðssettur sem íslenskur vodki en er í raun hollenskur. Þorgerður Katrín opnaði móttökuna með ræðu þar sem hún þakkaði hjónunum fyrir afnotin af þeirra glæsilega húsi og peppaði síðan íþróttamennina upp með hvatningarorðum. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, hélt einnig ræðu og færði hjónunum gjöf frá Íslandi. Í pakkanum var bók og kertastjaki. Hinn gríski eiginmaður ræðismannsins, Herra Lyberapoulos, hélt í lokin hjartnæma ræðu þar sem hann fullvissaði fólk um að það gæti ávallt leitað til þeirra ef það lenti í vanda í Grikklandi. Íslendingar ættu alltaf griðastað í húsi þeirra. Svo mikið var honum um að hann táraðist áður en ræðunni lauk og menntamálaráðherra var einnig djúpt snortin yfir ræðunni og var nærri brostin sjálf í grát. Síðan var skálað að íslenskum sið og tekið upp léttara hjal.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sjá meira