Davíð verður utanríkisráðherra 14. ágúst 2004 00:01 Davíð Oddsson forsætisráðherra ætlar að taka við utanríkisráðuneytinu 15. september þegar Halldór Ásgrímsson tekur við lyklavöldum í stjórnarráðinu. Hann segist vera að sækja í sig styrk og kraft eftir aðgerðirnar miklu sem hann fór í á dögunum. Davíð Oddsson og Ástríður, eiginkona hans, tóku á móti Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og eiginkonu hans, Anitru Steen, síðdegis. Sænsku forsætisráðherrahjónum hafa verið í fríi á Íslandi frá síðustu helgi en héldu heim aftur í dag. Í tengslum við heimsókn þeirra ræddi Davíð við fréttamenn í fyrsta sinn eftir að hafa gengist undir aðgerðir vegna illkynja æxla í nýra og skjaldkirtli, auk þess sem gallblaðra hans var fjarlægð. Davíð sagði það gleðja sig mjög að fá sinn gamla og góða vin, Göran Persson, í heimsókn til að geta kvatt hann eftir vel heppnaða ferð til Íslands. Aðspurður hvernig honum liði sagði Davíð að honum liði vel. Hann væri allur að koma til og væri að sækja í sig styrk og kraft eftir aðgerðirnar miklu sem hann fór í á dögunum. Hann sagði það hjálpa mikið til að hafa hjúkrunarkonu á heimilinu en Ástríður, kona Davíðs, er hjúkrunarfræðingur. Hún segist reyna að passa að Davíð fari ekki of geist, enda ekki vanþörf á að hennar sögn. Davíð kveðst vita að það taki tíma að ná heilsu og hann reyni því að vera þolinmóður. Aðspurður hvort hann hafi ákveðið hvað hann muni gera eftir 15. september þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra sagðist Davíð ekki hafa gert það. Hann hafi aðeins ákveðið að taka móti sínum gamla vini Persson og konu hans og hafa það huggulegt. Davíð sagðist ætla að taka sér tíma seinna í að hugsa um framtíðina. Davíð virðist hafa ákveðið framtíð sína á meðan hann drakk molakaffi í eldhúsinu með sænsku forsætisráðherrahjónunum. Fréttamenn ríkismiðlanna, sem mættu seinna, fengu nefnilega viðtal við hann eftir dvölina í eldhúsinu og virtist Davíð þá vera búinn að ákveða að taka við utanríkisráðuneytinu í haust. Aðspurður um hvað sé það helsta sem hann hafi lært af þessari reynslu segir Davíð að það sé hversu allt í heiminum sé hverfult; hversu auðvelt sé að kippa manni úr umferð þar sem hann er „einn daginn kallaður einn af þessum valdamönnum og næst verður þú að gera það sem hjúkrunarfræðingarnir segja þér - og eins gott að hlýða. Reyndar voru hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir sem sáu um mig yndislegir og því ekki hægt að kvarta þótt maður yrði að hlýða,“ segir forsætisráðherra. Davíð segist eiginlega stoltur af þeirri góðu þjónustu sem Landspítalinn veiti. Hann hafi verið meðhöndlaður af ákveðni, festu og mikilli velvild. Þetta gerðist allt snöggt að sögn Davíðs, hann hafi allt í einu verið kominn inn á spítalann og svo fóru að dynja á honum nýjar og nýjar fréttir. Hann segir starfsfólk Landspítalans hafa leyst allt vel úr hendi, útskýrt fyrir honum hver staðan væri hverju sinni og haft við hann samráð. Aðspurður hvort hann hafi einhvern tímann óttast um líf sitt segir Davíð mikið hafa verið í húfi og að hann hafi vissulega litið þetta alvarlegum augum. Fimm læknar komu að skurðaðgerðunum fjórum sem gerðar voru á Davíð. Hann segir að fjögur mein hafi verið í líkama hans sem virtust ekkert eiga sameiginlegt, annað en það að vilja sækja hann heim um tíma. Á myndinni sitja Davíð Oddsson og Ástríður Thorarensen, kona hans, ásamt sænsku forsætisráðherrahjónunum að kaffidrykkju á heimili Davíðs og Ástríðar í Skerjafirðinum í dag. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira
Davíð Oddsson forsætisráðherra ætlar að taka við utanríkisráðuneytinu 15. september þegar Halldór Ásgrímsson tekur við lyklavöldum í stjórnarráðinu. Hann segist vera að sækja í sig styrk og kraft eftir aðgerðirnar miklu sem hann fór í á dögunum. Davíð Oddsson og Ástríður, eiginkona hans, tóku á móti Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og eiginkonu hans, Anitru Steen, síðdegis. Sænsku forsætisráðherrahjónum hafa verið í fríi á Íslandi frá síðustu helgi en héldu heim aftur í dag. Í tengslum við heimsókn þeirra ræddi Davíð við fréttamenn í fyrsta sinn eftir að hafa gengist undir aðgerðir vegna illkynja æxla í nýra og skjaldkirtli, auk þess sem gallblaðra hans var fjarlægð. Davíð sagði það gleðja sig mjög að fá sinn gamla og góða vin, Göran Persson, í heimsókn til að geta kvatt hann eftir vel heppnaða ferð til Íslands. Aðspurður hvernig honum liði sagði Davíð að honum liði vel. Hann væri allur að koma til og væri að sækja í sig styrk og kraft eftir aðgerðirnar miklu sem hann fór í á dögunum. Hann sagði það hjálpa mikið til að hafa hjúkrunarkonu á heimilinu en Ástríður, kona Davíðs, er hjúkrunarfræðingur. Hún segist reyna að passa að Davíð fari ekki of geist, enda ekki vanþörf á að hennar sögn. Davíð kveðst vita að það taki tíma að ná heilsu og hann reyni því að vera þolinmóður. Aðspurður hvort hann hafi ákveðið hvað hann muni gera eftir 15. september þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra sagðist Davíð ekki hafa gert það. Hann hafi aðeins ákveðið að taka móti sínum gamla vini Persson og konu hans og hafa það huggulegt. Davíð sagðist ætla að taka sér tíma seinna í að hugsa um framtíðina. Davíð virðist hafa ákveðið framtíð sína á meðan hann drakk molakaffi í eldhúsinu með sænsku forsætisráðherrahjónunum. Fréttamenn ríkismiðlanna, sem mættu seinna, fengu nefnilega viðtal við hann eftir dvölina í eldhúsinu og virtist Davíð þá vera búinn að ákveða að taka við utanríkisráðuneytinu í haust. Aðspurður um hvað sé það helsta sem hann hafi lært af þessari reynslu segir Davíð að það sé hversu allt í heiminum sé hverfult; hversu auðvelt sé að kippa manni úr umferð þar sem hann er „einn daginn kallaður einn af þessum valdamönnum og næst verður þú að gera það sem hjúkrunarfræðingarnir segja þér - og eins gott að hlýða. Reyndar voru hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir sem sáu um mig yndislegir og því ekki hægt að kvarta þótt maður yrði að hlýða,“ segir forsætisráðherra. Davíð segist eiginlega stoltur af þeirri góðu þjónustu sem Landspítalinn veiti. Hann hafi verið meðhöndlaður af ákveðni, festu og mikilli velvild. Þetta gerðist allt snöggt að sögn Davíðs, hann hafi allt í einu verið kominn inn á spítalann og svo fóru að dynja á honum nýjar og nýjar fréttir. Hann segir starfsfólk Landspítalans hafa leyst allt vel úr hendi, útskýrt fyrir honum hver staðan væri hverju sinni og haft við hann samráð. Aðspurður hvort hann hafi einhvern tímann óttast um líf sitt segir Davíð mikið hafa verið í húfi og að hann hafi vissulega litið þetta alvarlegum augum. Fimm læknar komu að skurðaðgerðunum fjórum sem gerðar voru á Davíð. Hann segir að fjögur mein hafi verið í líkama hans sem virtust ekkert eiga sameiginlegt, annað en það að vilja sækja hann heim um tíma. Á myndinni sitja Davíð Oddsson og Ástríður Thorarensen, kona hans, ásamt sænsku forsætisráðherrahjónunum að kaffidrykkju á heimili Davíðs og Ástríðar í Skerjafirðinum í dag.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Sjá meira