Bitnar á neytendum 13. ágúst 2004 00:01 Hækkun olíuverðs hefur minni bein áhrif á neytendur á Íslandi en víða annars staðar. Áhrifin á atvinnustarfsemi eru hins vegar svipuð. Kostnaðarauki lendir á endanum á neytendum. Olíuverð á heimsmarkaði hefur haldið áfram að rísa á síðustu vikum og hefur aldrei verið hærra í Bandaríkjadölum talið þótt engin met hafi verið slegin sé tillit tekið til verðbólgu. Samt sem áður hafa efnahagssérfræðingar víða um heim áhyggjur af þróun mála. Á föstudaginn var verð hráolíu rúmlega 45 dalir á tunnuna. Hið háa verð er talið afleiðing óvissu um þróun stjórnmálaástandsins í Miðausturlöndum en aðgerðir skattayfirvalda gegn rússneska fyrirtækinu Yukos auka einnig á áhyggjur fjárfesta. Hækkun olíuverðs skilar sér til íslenskra neytenda í formi hærra bensínverðs. Þetta er þó ekki endilega alvarlegasta afleiðing þróunarinnar. Björn Rúnar Guðmundsson hjá greiningardeild Landsbanka Íslands segir bensínverð ekki vega mjög þungt í neysluverðsvísitölunni og að olíuverð hafi ekki jafnmikil áhrif í íslensku efnahagslífi eins og víða annars staðar. "Áhrifin af svona hækkun á olíu á almennt verðlag eru heldur minni hér á landi en víðast hvar erlendis vegna þess að við erum ekki með olíu í húsahitun. Það eru frekar þessi áhrif á atvinnulífið sem eru svipuð hér og annars staðar;" segir hann. Að sögn Björns Rúnars eru áhrifin mest á útgerðarfyrirtæki og félög sem starfa í flutningum með vörur og fólk. "Þetta er algjört lykilhráefni í þessum vestrænu hagkerfum þannig að iðnaðarframleiðslan er mjög viðkvæm fyrir olíuverði. Það er fátt sem er eins mikilvægt fyrir skammtímaþróunina eins og olíuverðið," segir Björn Rúnar. Á móti hækkun olíuverðs vegur að íslenska krónan er sterk um þessar mundir og Bandaríkjadalur veikur. Þetta þýðir að dalurinn er ódýr en öll viðskipti með olíu fara fram í þeim gjaldmiðli. "Mér sýnist til skamms tíma að sveiflurnar á olíuverði séu meiri en í genginu. Þó svo að þetta geti lagst á báðar hliðar eins og það hefur kannski gert upp á síðkastið," segir Björn Rúnar. Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Hækkun olíuverðs hefur minni bein áhrif á neytendur á Íslandi en víða annars staðar. Áhrifin á atvinnustarfsemi eru hins vegar svipuð. Kostnaðarauki lendir á endanum á neytendum. Olíuverð á heimsmarkaði hefur haldið áfram að rísa á síðustu vikum og hefur aldrei verið hærra í Bandaríkjadölum talið þótt engin met hafi verið slegin sé tillit tekið til verðbólgu. Samt sem áður hafa efnahagssérfræðingar víða um heim áhyggjur af þróun mála. Á föstudaginn var verð hráolíu rúmlega 45 dalir á tunnuna. Hið háa verð er talið afleiðing óvissu um þróun stjórnmálaástandsins í Miðausturlöndum en aðgerðir skattayfirvalda gegn rússneska fyrirtækinu Yukos auka einnig á áhyggjur fjárfesta. Hækkun olíuverðs skilar sér til íslenskra neytenda í formi hærra bensínverðs. Þetta er þó ekki endilega alvarlegasta afleiðing þróunarinnar. Björn Rúnar Guðmundsson hjá greiningardeild Landsbanka Íslands segir bensínverð ekki vega mjög þungt í neysluverðsvísitölunni og að olíuverð hafi ekki jafnmikil áhrif í íslensku efnahagslífi eins og víða annars staðar. "Áhrifin af svona hækkun á olíu á almennt verðlag eru heldur minni hér á landi en víðast hvar erlendis vegna þess að við erum ekki með olíu í húsahitun. Það eru frekar þessi áhrif á atvinnulífið sem eru svipuð hér og annars staðar;" segir hann. Að sögn Björns Rúnars eru áhrifin mest á útgerðarfyrirtæki og félög sem starfa í flutningum með vörur og fólk. "Þetta er algjört lykilhráefni í þessum vestrænu hagkerfum þannig að iðnaðarframleiðslan er mjög viðkvæm fyrir olíuverði. Það er fátt sem er eins mikilvægt fyrir skammtímaþróunina eins og olíuverðið," segir Björn Rúnar. Á móti hækkun olíuverðs vegur að íslenska krónan er sterk um þessar mundir og Bandaríkjadalur veikur. Þetta þýðir að dalurinn er ódýr en öll viðskipti með olíu fara fram í þeim gjaldmiðli. "Mér sýnist til skamms tíma að sveiflurnar á olíuverði séu meiri en í genginu. Þó svo að þetta geti lagst á báðar hliðar eins og það hefur kannski gert upp á síðkastið," segir Björn Rúnar.
Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira