360 fallnir og þúsundir flúnar 12. ágúst 2004 00:01 Bandaríkjamenn segjast hafa fellt þrjú hundruð og sextíu uppreisnarmenn í stórsókn sinni í borginni Najaf. Þúsundir borgarbúa hafa flúið vegna bardaganna. Bandaríkjamenn réðust inn í Najaf ásamt írökskum öryggissveitum til þess að ganga á milli bols og höfuðs á sjítaklerkinum Muqtada al-Sadr og fylgismönnum hans. Í orrustunni hefur verið beitt bæði skriðdrekum og árásarþyrlum. Þótt uppreisnarmenn hafi skotið einhver býsn mun mannfall í liði innrásarsveitanna vera lítið sem ekki neitt. Uppreisnarmenn hafa hinsvegar fallið eins og hráviði. Ef þetta væri hefðbundið stríð væri borgin löngu hertekin. Najaf er hins vegar ein af helgustu borgum Íraka og þar er mikið af bænahúsum og öðrum helgum byggingum. Þar felur klerkurinn Muqtada sig ásamt fylgismönnum sínum og þangað geta Bandaríkjamenn ekki sótt þá vegna þeirrar mótmælaöldu sem myndi rísa í landinu. Bandarískir hermenn réðust inn á heimili Muqtadas í dag en, eins og við var búist, var hann sjálfur víðs fjarri. Bandarísku og íröksku hermennirnir eru nú að umkringja og einangra helgistaði þar sem uppreisnarmenn halda sig og það kemur svo líklega í hlut Írakanna að fara þar inn. Muqtada hefur sýnt að honum er ósárt um að helgistaðir skemmist og má því búast við að íröksku hermönnunum verði sýnd hörð mótspyrna. Einmitt sú óvirðing sem Muqtada sýnir helgum stöðum hefur vakið reiði og andúð margra hófsamari klerka í Írak sem hafa margsinnis beðið hann um að nota þá ekki sem skálkaskjól. Þrátt fyrir þetta nýtur Moqtada stuðnings langt út fyrir borgarmörk Najaf og í dag var farið í mótmælagöngur í mörgum borgum til þess að lýsa stuðningi við hann, og mótmæla innrás Bandaríkjamanna í borgina. Bandaríkjamenn ráða nú lögum og lofum í Najaf. Það þýðir hins vegar ekki að þeir hafi unnið. Þeir unnu Írak, fljótt og vel, í stríðinu en þeim hefur gengið herfilega að vinna friðinn. Ekki er ólíklegt að það sama verði upp á teningnum í Najaf. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Bandaríkjamenn segjast hafa fellt þrjú hundruð og sextíu uppreisnarmenn í stórsókn sinni í borginni Najaf. Þúsundir borgarbúa hafa flúið vegna bardaganna. Bandaríkjamenn réðust inn í Najaf ásamt írökskum öryggissveitum til þess að ganga á milli bols og höfuðs á sjítaklerkinum Muqtada al-Sadr og fylgismönnum hans. Í orrustunni hefur verið beitt bæði skriðdrekum og árásarþyrlum. Þótt uppreisnarmenn hafi skotið einhver býsn mun mannfall í liði innrásarsveitanna vera lítið sem ekki neitt. Uppreisnarmenn hafa hinsvegar fallið eins og hráviði. Ef þetta væri hefðbundið stríð væri borgin löngu hertekin. Najaf er hins vegar ein af helgustu borgum Íraka og þar er mikið af bænahúsum og öðrum helgum byggingum. Þar felur klerkurinn Muqtada sig ásamt fylgismönnum sínum og þangað geta Bandaríkjamenn ekki sótt þá vegna þeirrar mótmælaöldu sem myndi rísa í landinu. Bandarískir hermenn réðust inn á heimili Muqtadas í dag en, eins og við var búist, var hann sjálfur víðs fjarri. Bandarísku og íröksku hermennirnir eru nú að umkringja og einangra helgistaði þar sem uppreisnarmenn halda sig og það kemur svo líklega í hlut Írakanna að fara þar inn. Muqtada hefur sýnt að honum er ósárt um að helgistaðir skemmist og má því búast við að íröksku hermönnunum verði sýnd hörð mótspyrna. Einmitt sú óvirðing sem Muqtada sýnir helgum stöðum hefur vakið reiði og andúð margra hófsamari klerka í Írak sem hafa margsinnis beðið hann um að nota þá ekki sem skálkaskjól. Þrátt fyrir þetta nýtur Moqtada stuðnings langt út fyrir borgarmörk Najaf og í dag var farið í mótmælagöngur í mörgum borgum til þess að lýsa stuðningi við hann, og mótmæla innrás Bandaríkjamanna í borgina. Bandaríkjamenn ráða nú lögum og lofum í Najaf. Það þýðir hins vegar ekki að þeir hafi unnið. Þeir unnu Írak, fljótt og vel, í stríðinu en þeim hefur gengið herfilega að vinna friðinn. Ekki er ólíklegt að það sama verði upp á teningnum í Najaf.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira