Landsbankinn blæs til sóknar 10. ágúst 2004 00:01 Landsbankinn blæs til sóknar í samkeppninni um viðskipti einstaklinga með því að bjóða upp á nýja leið til að tryggja afkomu fjölskyldunnar lendi hún í áföllum. Fréttastofan kynnti sér þetta útspil bankans í dag en í því felst meðal annars að möguleikar viðbótarlífeyrissparnaðar eru nýttir til fulls. Bankastjórar Landsbankans lýstu yfir áhyggjum af fjárhagslegu öryggi fjölskyldna í landinu þegar þeir kynntu nýjungina fyrir fjölmiðlum í dag. Segja þeir kannanir sýna að einungis lítill hluti landsmanna hafi hugað að því að tryggja með viðundandi hætti afkomu sína komi til áfalla vegna veikinda eða dauðsfalla. Benda bankastjórarnir á að fjárhagslegar skuldbindingar íslenskra fjölskylda séu hátt hlutfall tekna og að fæstir megi af þeim sökum verða við tekjuskerðingu vegna áfalla. Þeirra lausn, og um leið aðferð til að fjölga viðskiptavinum, er að bjóða þeim sem hafa launareikning hjá bankanum upp á líf og sjúkdómatryggingu fyrir litla skerðingu ráðstöfunartekna. Launþegum gefst kostur á að leggja til hliðar í viðbótarlífeyrissparnað allt að sex prósent af tekjum. Hluta af því - eða um það bil eitt prósent - bjóða Landsbankamenn upp á að notaður verði til að kaupa lífeyristryggingu og með því að greiða fasta fjárhæð mánaðarlega, t.a.m. þúsund krónur fyrir einstakling með þrjú hundruð þúsund króna mánaðarlaun, fæst sjúkdómatrygging að auki. Fyrir það fæst trygging fyrir sjötíu prósent launa í sjö ár vegna dauðsfalls, tvö ár vegna veikinda launþegans og sex mánuði vegna veikinda barns. Landsbankinn hefur stækkað um hundrað prósent á síðustu fimmtán mánuðum - þ.e.a.s. jafn mikið og síðustu 118 ár þar á undan. Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri segir vöxtinn undanfarna mánuði og misseri einkum hafa verið í verðbréfa- og fyrirtækjaviðskiptum. Sóknin hafi verið hlutfallslega minni á sviði einstaklingsviðskipta og að bankinn hafi í rauninni verið að undirbúa að hefja þá sókn sem hafi hafist í dag með nýju „vörunni“. Myndin er af Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Landsbankinn blæs til sóknar í samkeppninni um viðskipti einstaklinga með því að bjóða upp á nýja leið til að tryggja afkomu fjölskyldunnar lendi hún í áföllum. Fréttastofan kynnti sér þetta útspil bankans í dag en í því felst meðal annars að möguleikar viðbótarlífeyrissparnaðar eru nýttir til fulls. Bankastjórar Landsbankans lýstu yfir áhyggjum af fjárhagslegu öryggi fjölskyldna í landinu þegar þeir kynntu nýjungina fyrir fjölmiðlum í dag. Segja þeir kannanir sýna að einungis lítill hluti landsmanna hafi hugað að því að tryggja með viðundandi hætti afkomu sína komi til áfalla vegna veikinda eða dauðsfalla. Benda bankastjórarnir á að fjárhagslegar skuldbindingar íslenskra fjölskylda séu hátt hlutfall tekna og að fæstir megi af þeim sökum verða við tekjuskerðingu vegna áfalla. Þeirra lausn, og um leið aðferð til að fjölga viðskiptavinum, er að bjóða þeim sem hafa launareikning hjá bankanum upp á líf og sjúkdómatryggingu fyrir litla skerðingu ráðstöfunartekna. Launþegum gefst kostur á að leggja til hliðar í viðbótarlífeyrissparnað allt að sex prósent af tekjum. Hluta af því - eða um það bil eitt prósent - bjóða Landsbankamenn upp á að notaður verði til að kaupa lífeyristryggingu og með því að greiða fasta fjárhæð mánaðarlega, t.a.m. þúsund krónur fyrir einstakling með þrjú hundruð þúsund króna mánaðarlaun, fæst sjúkdómatrygging að auki. Fyrir það fæst trygging fyrir sjötíu prósent launa í sjö ár vegna dauðsfalls, tvö ár vegna veikinda launþegans og sex mánuði vegna veikinda barns. Landsbankinn hefur stækkað um hundrað prósent á síðustu fimmtán mánuðum - þ.e.a.s. jafn mikið og síðustu 118 ár þar á undan. Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri segir vöxtinn undanfarna mánuði og misseri einkum hafa verið í verðbréfa- og fyrirtækjaviðskiptum. Sóknin hafi verið hlutfallslega minni á sviði einstaklingsviðskipta og að bankinn hafi í rauninni verið að undirbúa að hefja þá sókn sem hafi hafist í dag með nýju „vörunni“. Myndin er af Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira