Berjast með orðum 5. ágúst 2004 00:01 Það verður háð stríð á Gauknum í kvöld. Þeir sem mætast munu hins vegar ekki beita venjulegum vopnum heldur orðaflaumi í þeim tilgangi að særa andstæðing sinn. "Rímnastríðið fer þannig fram að um einvígi er að ræða og keppendur hafa 30 sekúndur til að særa andstæðing sinn með rímum. Þetta heldur síðan áfram þar til einn stendur uppi sem sigurvegari," segir Róbert Aron Magnússon betur þekktur sem Robbi Cronic en hann skipuleggur stríðið í kvöld. Robbi segir formið á keppninni svipað og sást í kvikmyndinni 8 Mile. "Erlendis er þetta helsti vettvangurinn fyrir unga rappara til að koma sér á framfæri. Þetta er í þriðja skiptið sem Rímnastríðið er haldið hér á landi og áhuginn fer sífellt vaxandi," segir Robbi og bætir því við að margir séu þó hræddir við þetta form. "Þetta reynir rosalega á þann sem er að keppa. Hann þarf að vera rosalega spontant enda mesta niðurlægingin fólgin í því ef að rappari frýs á sviðinu. Það er líka hræðilegt ef þeir geta ekki svarað neinu eða svara með orðum sem ríma ekki." Það er greinilega mikil pressa á keppendunum því auk þess að þurfa að semja allt á staðnum vita þeir ekkert hverjum þeir mæta í einvíginu eða hvað andstæðingurinn mun segja um þá. Keppnin verður á Gauknum í kvöld og opnar húsið klukkan 21. Það fer eftir fjölda keppenda hvenær keppnin hefst en eitt er víst að úrslitin hefjast klukkan 23 og er sjónvarpað beint á Popp Tíví. Lífið Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Það verður háð stríð á Gauknum í kvöld. Þeir sem mætast munu hins vegar ekki beita venjulegum vopnum heldur orðaflaumi í þeim tilgangi að særa andstæðing sinn. "Rímnastríðið fer þannig fram að um einvígi er að ræða og keppendur hafa 30 sekúndur til að særa andstæðing sinn með rímum. Þetta heldur síðan áfram þar til einn stendur uppi sem sigurvegari," segir Róbert Aron Magnússon betur þekktur sem Robbi Cronic en hann skipuleggur stríðið í kvöld. Robbi segir formið á keppninni svipað og sást í kvikmyndinni 8 Mile. "Erlendis er þetta helsti vettvangurinn fyrir unga rappara til að koma sér á framfæri. Þetta er í þriðja skiptið sem Rímnastríðið er haldið hér á landi og áhuginn fer sífellt vaxandi," segir Robbi og bætir því við að margir séu þó hræddir við þetta form. "Þetta reynir rosalega á þann sem er að keppa. Hann þarf að vera rosalega spontant enda mesta niðurlægingin fólgin í því ef að rappari frýs á sviðinu. Það er líka hræðilegt ef þeir geta ekki svarað neinu eða svara með orðum sem ríma ekki." Það er greinilega mikil pressa á keppendunum því auk þess að þurfa að semja allt á staðnum vita þeir ekkert hverjum þeir mæta í einvíginu eða hvað andstæðingurinn mun segja um þá. Keppnin verður á Gauknum í kvöld og opnar húsið klukkan 21. Það fer eftir fjölda keppenda hvenær keppnin hefst en eitt er víst að úrslitin hefjast klukkan 23 og er sjónvarpað beint á Popp Tíví.
Lífið Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira