Berjast með orðum 5. ágúst 2004 00:01 Það verður háð stríð á Gauknum í kvöld. Þeir sem mætast munu hins vegar ekki beita venjulegum vopnum heldur orðaflaumi í þeim tilgangi að særa andstæðing sinn. "Rímnastríðið fer þannig fram að um einvígi er að ræða og keppendur hafa 30 sekúndur til að særa andstæðing sinn með rímum. Þetta heldur síðan áfram þar til einn stendur uppi sem sigurvegari," segir Róbert Aron Magnússon betur þekktur sem Robbi Cronic en hann skipuleggur stríðið í kvöld. Robbi segir formið á keppninni svipað og sást í kvikmyndinni 8 Mile. "Erlendis er þetta helsti vettvangurinn fyrir unga rappara til að koma sér á framfæri. Þetta er í þriðja skiptið sem Rímnastríðið er haldið hér á landi og áhuginn fer sífellt vaxandi," segir Robbi og bætir því við að margir séu þó hræddir við þetta form. "Þetta reynir rosalega á þann sem er að keppa. Hann þarf að vera rosalega spontant enda mesta niðurlægingin fólgin í því ef að rappari frýs á sviðinu. Það er líka hræðilegt ef þeir geta ekki svarað neinu eða svara með orðum sem ríma ekki." Það er greinilega mikil pressa á keppendunum því auk þess að þurfa að semja allt á staðnum vita þeir ekkert hverjum þeir mæta í einvíginu eða hvað andstæðingurinn mun segja um þá. Keppnin verður á Gauknum í kvöld og opnar húsið klukkan 21. Það fer eftir fjölda keppenda hvenær keppnin hefst en eitt er víst að úrslitin hefjast klukkan 23 og er sjónvarpað beint á Popp Tíví. Lífið Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það verður háð stríð á Gauknum í kvöld. Þeir sem mætast munu hins vegar ekki beita venjulegum vopnum heldur orðaflaumi í þeim tilgangi að særa andstæðing sinn. "Rímnastríðið fer þannig fram að um einvígi er að ræða og keppendur hafa 30 sekúndur til að særa andstæðing sinn með rímum. Þetta heldur síðan áfram þar til einn stendur uppi sem sigurvegari," segir Róbert Aron Magnússon betur þekktur sem Robbi Cronic en hann skipuleggur stríðið í kvöld. Robbi segir formið á keppninni svipað og sást í kvikmyndinni 8 Mile. "Erlendis er þetta helsti vettvangurinn fyrir unga rappara til að koma sér á framfæri. Þetta er í þriðja skiptið sem Rímnastríðið er haldið hér á landi og áhuginn fer sífellt vaxandi," segir Robbi og bætir því við að margir séu þó hræddir við þetta form. "Þetta reynir rosalega á þann sem er að keppa. Hann þarf að vera rosalega spontant enda mesta niðurlægingin fólgin í því ef að rappari frýs á sviðinu. Það er líka hræðilegt ef þeir geta ekki svarað neinu eða svara með orðum sem ríma ekki." Það er greinilega mikil pressa á keppendunum því auk þess að þurfa að semja allt á staðnum vita þeir ekkert hverjum þeir mæta í einvíginu eða hvað andstæðingurinn mun segja um þá. Keppnin verður á Gauknum í kvöld og opnar húsið klukkan 21. Það fer eftir fjölda keppenda hvenær keppnin hefst en eitt er víst að úrslitin hefjast klukkan 23 og er sjónvarpað beint á Popp Tíví.
Lífið Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira