Viðskipti innlent

Beint flug til Tókýó

Japanir geta flogið án millilendingar til Íslands á vegum Icelandair næstu fjóra föstudaga. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandairs, segir Boeing 767 þotu sem taki um 280 manns í sæti flytja farþegana og sé uppselt í ferðirnar. "Við eigum hlut með fleirum í ferðaskrifstofu í Tókýó sem heitir Islandia og þetta er sett upp til þess að auka ferðamannastraum frá Japan," segir Guðjón. "Það er mikill áhugi og þetta hefur gengið vonum framar. Það tekur tíma að vinna markað og koma þessu af stað og við vonumst til þess að þetta aukist ár frá ári, segir Guðjón. Frá næsta vori geti meira en verið að Íslendingum bjóðist beint flug til Tókýó.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×