Fjölgun einkahlutafélaga 4. ágúst 2004 00:01 Einstaklingar stofna í auknum mæli einkahlutafélög um eigin rekstur til að lækka tekjuskattsgreiðslur sínar. Sveitarfélög landsins telja sig verða af miklum tekjum vegna þessa og vilja fá leiðréttingu frá ríkinu. Að sögn Þórðar Skúlasonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, var tekjumissir sveitarfélaganna talinn nema allt að milljarði króna árið 2002. "Síðan hefur einkahlutafélögum fjölgað enn frekar, þannig að ekki lækkar þessi tala," segir hann. Sambandið hefur af og til átt í viðræðum við félags- og fjármálaráðuneyti um þessi mál, en hingað til án niðurstöðu. "Ég á nú samt von á að innan tíðar komist meiri skriður á þessi mál. Okkur finnst eðlilegt þegar gerðar eru kerfisbreytingar á skattkerfinu sem leiða til tekjumissis sveitarfélaganna, að þeim sé þá bættur missirinn með einhverjum öðrum hætti." Með breytingum sem tóku gildi á lögum um tekju- og eignarskatt árið 2002, var fólki gert auðveldara að færa sig úr einkarekstri yfir í einkahlutafélagarekstur. Þannig sleppur fólk við að greiða tekjuskatt af launum sem fara umfram lágmarksframtal samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins. Umframgreiðslurnar bera þá einungis 10 prósenta fjármagnstekjuskatt. Sérfræðingum á borð við lögfræðinga eða lækna er að lágmarki gert að reikna sér mánaðarlaun upp á 430 þúsund krónur. Skemmtikraftar og fjölmiðlafólk má ekki reikna sér lægri laun en 345 þúsund og iðnaðarmenn og hásetar verða minnst að telja fram 230 þúsund krónur á mánuði. Í lögunum er þó tekið fram að skattstjóra sé heimilt "að fallast á lægra endurgjald en viðmiðunarreglur fjármálaráðherra kveða á um." Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir mikið um að einstaklingar nýti sér einkahlutafélagaformið. "Ekki bara í skipum og bátum, heldur öllum atvinnurekstri. Flestir iðnaðarmenn virðast komnir í þetta form líka," segir hann. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir sömu þróun þar og í öðrum sveitarfélögum. "Það er alveg ljóst að sveitarfélög verða af allverulegum fjármunum vegna þessa," segir Gísli. "Ef ríkið vill viðhalda þessu kerfi er það sveitarfélögunum í sjálfu sér ekki á móti skapi. Hins vegar þarf ríkið þá að leggja sveitarfélögunum til því sem nemur tekjutapinu," segir hann. Skattlagningu frestað Sigurjón Högnason, forstöðumaður hjá Ríkisskattstjóra, telur að einhver aukning hafi orðið á skráningu einkahlutafélaga en segir ekki liggja fyrir upplýsingar um mögulegar ástæður þess að einstaklingar nýta sér það rekstrarform. Hann segir að breytingar sem gerðar voru á lögum um tekju- og eignarskatt og tóku gildi í ársbyrjun árið 2002 hafi að vissu leyti gert fólki auðveldara að færa einkarekstur sinn yfir í einkahlutafélag án þess að til skattlagningar kæmi við yfirfærsluna. "Skattlagningunni sé þá frestað þannig að hún komi til framkvæmdar þegar viðkomandi selur þá hlutina í hinu stofnaða félagi. En meginreglan er sú að þegar flutt er frá einni lögpersónu til annarrar, frá manni til félags í þessu tilviki, þá skattleggst það hjá manninum eins og sala þegar hann leggur eigur sínar fram og fær hlutafé í staðinn. Þetta ákvæði gengur hins vegar út á að fresta skattlagningunni þar til viðkomandi selur hlutinn eða leysir upp félagið," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Einstaklingar stofna í auknum mæli einkahlutafélög um eigin rekstur til að lækka tekjuskattsgreiðslur sínar. Sveitarfélög landsins telja sig verða af miklum tekjum vegna þessa og vilja fá leiðréttingu frá ríkinu. Að sögn Þórðar Skúlasonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, var tekjumissir sveitarfélaganna talinn nema allt að milljarði króna árið 2002. "Síðan hefur einkahlutafélögum fjölgað enn frekar, þannig að ekki lækkar þessi tala," segir hann. Sambandið hefur af og til átt í viðræðum við félags- og fjármálaráðuneyti um þessi mál, en hingað til án niðurstöðu. "Ég á nú samt von á að innan tíðar komist meiri skriður á þessi mál. Okkur finnst eðlilegt þegar gerðar eru kerfisbreytingar á skattkerfinu sem leiða til tekjumissis sveitarfélaganna, að þeim sé þá bættur missirinn með einhverjum öðrum hætti." Með breytingum sem tóku gildi á lögum um tekju- og eignarskatt árið 2002, var fólki gert auðveldara að færa sig úr einkarekstri yfir í einkahlutafélagarekstur. Þannig sleppur fólk við að greiða tekjuskatt af launum sem fara umfram lágmarksframtal samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins. Umframgreiðslurnar bera þá einungis 10 prósenta fjármagnstekjuskatt. Sérfræðingum á borð við lögfræðinga eða lækna er að lágmarki gert að reikna sér mánaðarlaun upp á 430 þúsund krónur. Skemmtikraftar og fjölmiðlafólk má ekki reikna sér lægri laun en 345 þúsund og iðnaðarmenn og hásetar verða minnst að telja fram 230 þúsund krónur á mánuði. Í lögunum er þó tekið fram að skattstjóra sé heimilt "að fallast á lægra endurgjald en viðmiðunarreglur fjármálaráðherra kveða á um." Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir mikið um að einstaklingar nýti sér einkahlutafélagaformið. "Ekki bara í skipum og bátum, heldur öllum atvinnurekstri. Flestir iðnaðarmenn virðast komnir í þetta form líka," segir hann. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir sömu þróun þar og í öðrum sveitarfélögum. "Það er alveg ljóst að sveitarfélög verða af allverulegum fjármunum vegna þessa," segir Gísli. "Ef ríkið vill viðhalda þessu kerfi er það sveitarfélögunum í sjálfu sér ekki á móti skapi. Hins vegar þarf ríkið þá að leggja sveitarfélögunum til því sem nemur tekjutapinu," segir hann. Skattlagningu frestað Sigurjón Högnason, forstöðumaður hjá Ríkisskattstjóra, telur að einhver aukning hafi orðið á skráningu einkahlutafélaga en segir ekki liggja fyrir upplýsingar um mögulegar ástæður þess að einstaklingar nýta sér það rekstrarform. Hann segir að breytingar sem gerðar voru á lögum um tekju- og eignarskatt og tóku gildi í ársbyrjun árið 2002 hafi að vissu leyti gert fólki auðveldara að færa einkarekstur sinn yfir í einkahlutafélag án þess að til skattlagningar kæmi við yfirfærsluna. "Skattlagningunni sé þá frestað þannig að hún komi til framkvæmdar þegar viðkomandi selur þá hlutina í hinu stofnaða félagi. En meginreglan er sú að þegar flutt er frá einni lögpersónu til annarrar, frá manni til félags í þessu tilviki, þá skattleggst það hjá manninum eins og sala þegar hann leggur eigur sínar fram og fær hlutafé í staðinn. Þetta ákvæði gengur hins vegar út á að fresta skattlagningunni þar til viðkomandi selur hlutinn eða leysir upp félagið," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira