Umræðustjórnmál 30. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Tilraun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur forsætisráðherraefnis Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni í fyrravor til að innleiða hugtakið "umræðustjórnmál" í íslenska þjóðfélagsumræðu misheppnaðist. Þá sjaldan að menn tala nú um "umræðustjórnmál" er það til að gera gys að hugtakinu og hæðast að höfundinum. Þetta er bagalegt vegna þess að orðið er ágætt og vísar leið til vinnubragða og hugsunarháttar sem nauðsynlegt er að forystumenn í íslenskum stjórnmálum tileinki sér í ríkari mæli en hingað til. Í frægri Borgarnessræðu tefldi Ingibjörg Sólrún "umræðustjórnmálum" fram sem andstæðu "átakastjórnmála" sem hún taldi einkenna Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega. Þetta var óheppileg skilgreining því réttnefnd umræðustjórnmál eiga ekki að gerilsneyða þjóðmálin, taka úr þeim broddinn eða gefa þá mynd að átök eigi ekki heima í stjórnmálum. Umræðustjórnmál eru fremur aðferð til að komast að niðurstöðu en markmið í sjálfu sér. Átök um hugmyndir og hagsmuni hverfa ekki þótt menn ástundi umræðustjórnmál. Önnur ástæða fyrir skipbroti hugtaksins var líklega sú að mörgum fannst að Ingibjörg Sólrún hefði sjálf ekki tileinkað sér hugarfar og vinnulag umræðustjórnmála meðan hún var borgarstjóri í Reykjavík. Á milli orða hennar og verka væri neyðarlegt ósamræmi. Þrátt fyrir mikið tal R-listans um grasrótarlýðræði og opin skoðanaskipti hefur lítið farið fyrir því í framkvæmd en meira fyrir valdboði og bakherbergjabralli. Eðlilegast er að skilgreina umræðustjórnmál sem þá vestrænu lýðræðishefð að rökræður og viðleitni til málamiðlana fari á undan ákvörðunum í veigamiklum þjóðfélagsmálum. Andstæðan er þá foringjastjórnmál, flokksræði, tilskipanastjórn eða fámennisvald. Þau hugtök eiga í rauninni ekki heima í góðu lýðræðisþjóðfélagi, en framhjá veruleikanum í mynd togstreitu lýðræðis og valds verður ekki litið. Eftir langa setu sömu stjórnmálaflokkanna í valdastólum er hætt við að óhófleg stjórnsemi fari að setja mark sitt á ráðamenn. Vandræði núverandi ríkisstjórnar stafa að miklu leyti af því að hún hefur ímynd foringjaræðis og tilskipana. Sú ímynd er því miður ekki til orðin af ástæðulausu. Stjórnsemi forystumanna ríkisstjórnarinnar hefur á köflum farið út fyrir öll eðlileg mörk og um þverbak hefur keyrt á síðustu mánuðum. Þó að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu, svo dæmi sé tekið, hafi verið efnislegur þá var hann einnig að drjúgum hluta vegna útbreiddrar andúðar á vinnubrögðunum sem einkenndust af valdboði og einhliða fyrirmælum. Ekki skal útilokað að hugtakið umræðustjórnmál hafi orðið fyrir slíku hnjaski að það sé ónothæft til að lýsa þeim vinnubrögðum og hugsunargangi sem nauðsynlegt er að leysi foringjastjórnmálin af hólmi. En það breytir ekki því að hugmyndin sem býr að baki er mikilvæg og það yrði íslenskum stjórnmálum til viðreisnar ef hún fengi að njóta sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Tilraun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur forsætisráðherraefnis Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni í fyrravor til að innleiða hugtakið "umræðustjórnmál" í íslenska þjóðfélagsumræðu misheppnaðist. Þá sjaldan að menn tala nú um "umræðustjórnmál" er það til að gera gys að hugtakinu og hæðast að höfundinum. Þetta er bagalegt vegna þess að orðið er ágætt og vísar leið til vinnubragða og hugsunarháttar sem nauðsynlegt er að forystumenn í íslenskum stjórnmálum tileinki sér í ríkari mæli en hingað til. Í frægri Borgarnessræðu tefldi Ingibjörg Sólrún "umræðustjórnmálum" fram sem andstæðu "átakastjórnmála" sem hún taldi einkenna Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega. Þetta var óheppileg skilgreining því réttnefnd umræðustjórnmál eiga ekki að gerilsneyða þjóðmálin, taka úr þeim broddinn eða gefa þá mynd að átök eigi ekki heima í stjórnmálum. Umræðustjórnmál eru fremur aðferð til að komast að niðurstöðu en markmið í sjálfu sér. Átök um hugmyndir og hagsmuni hverfa ekki þótt menn ástundi umræðustjórnmál. Önnur ástæða fyrir skipbroti hugtaksins var líklega sú að mörgum fannst að Ingibjörg Sólrún hefði sjálf ekki tileinkað sér hugarfar og vinnulag umræðustjórnmála meðan hún var borgarstjóri í Reykjavík. Á milli orða hennar og verka væri neyðarlegt ósamræmi. Þrátt fyrir mikið tal R-listans um grasrótarlýðræði og opin skoðanaskipti hefur lítið farið fyrir því í framkvæmd en meira fyrir valdboði og bakherbergjabralli. Eðlilegast er að skilgreina umræðustjórnmál sem þá vestrænu lýðræðishefð að rökræður og viðleitni til málamiðlana fari á undan ákvörðunum í veigamiklum þjóðfélagsmálum. Andstæðan er þá foringjastjórnmál, flokksræði, tilskipanastjórn eða fámennisvald. Þau hugtök eiga í rauninni ekki heima í góðu lýðræðisþjóðfélagi, en framhjá veruleikanum í mynd togstreitu lýðræðis og valds verður ekki litið. Eftir langa setu sömu stjórnmálaflokkanna í valdastólum er hætt við að óhófleg stjórnsemi fari að setja mark sitt á ráðamenn. Vandræði núverandi ríkisstjórnar stafa að miklu leyti af því að hún hefur ímynd foringjaræðis og tilskipana. Sú ímynd er því miður ekki til orðin af ástæðulausu. Stjórnsemi forystumanna ríkisstjórnarinnar hefur á köflum farið út fyrir öll eðlileg mörk og um þverbak hefur keyrt á síðustu mánuðum. Þó að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu, svo dæmi sé tekið, hafi verið efnislegur þá var hann einnig að drjúgum hluta vegna útbreiddrar andúðar á vinnubrögðunum sem einkenndust af valdboði og einhliða fyrirmælum. Ekki skal útilokað að hugtakið umræðustjórnmál hafi orðið fyrir slíku hnjaski að það sé ónothæft til að lýsa þeim vinnubrögðum og hugsunargangi sem nauðsynlegt er að leysi foringjastjórnmálin af hólmi. En það breytir ekki því að hugmyndin sem býr að baki er mikilvæg og það yrði íslenskum stjórnmálum til viðreisnar ef hún fengi að njóta sín.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun