Kraftur í tónlistarútgáfu 27. júlí 2004 00:01 Bæði tónlist og bækur hafa selst vel í sumar þrátt fyrir að báðar vörur hafi um áratugaskeið verið háðar miklum árstíðarsveiflum þar sem nær öll salan hefur farið fram í kringum jólin. Nú í sumar hefur þó nokkur fjöldi nýrra tónlistardiska komið út og bera útgefendur sig vel. "Það er búið að vera óvenjulega mikil útgáfa. Ég held að Skífan hafi aldrei gefið út jafnmarga tiltla á fyrri hluta ársins eins og þetta ár. Þetta hefur verið október og nóvember bransi en við erum kerfisbundið að reyna að breyta því. Þannig að þessi útgáfa byrjaði í mars og ég held við séu komin í tólf plötur á þessu ári," segir Eiður Arnarsson hjá Skífunni. Meðal nýrra titla hjá Skífunni er plata Todmobil og Sinfóníuhljómsveitarinnar sem Eiður segir hafa selst vel. Þá var gefinn út DVD mynddiskur með efni frá tónleikum Todmobil og Sinfóníunnar og segir Eiður það vera söluhæsta íslenska DVD tónlistardiskinn frá upphafi. Þá hafi afmælisplata Geirmunds Valtýssonar selst vel og eins nokkrir safndiskar sem gjarnan eru algengari en nýtt efni á sumrin. Einnig eru bundnar vonir við sölu á tónlistinni úr söngleikjunum Fame og Hárinu. Óttar Felix Hauksson hjá Zonet útgáfunni segir að þar á bæ hafi útgáfan einnig verið aukin í sumar meðal annars með nýrri plötu frá Mannakorni. Zonet hefur einnig meðal annars gefið út tónlist Hauks Heiðar og Guitar Islancio í sumar. Hann segir að sumarsöluna á tónlist megi að einhverju leyti rekja til þess að fólk vilji kaupa tónlist til að spila í sumarfríinu enda séu flestir bílar með geislaspilara auk þess sem margir eigi ferðageislaspilara og séu með hljómflutningstæki í sumarbústöðum. "Fólk vill hafa þetta með sér í fríið, rétt eins og fólk kaupir sér grillmat og eitthvað sem það er ekki að kaupa á öðrum tímum," segir Óskar Felix. Meðal annarra útgefenda í sumar eru Smekkleysa. Þar að auki hefur hljómsveitin Papar gefið út nýja plötu en þeir standa sjálfir að útgáfunni. Barnaplata með helstu söguhetjum Stundarinnar okkar í Ríkissjónvarpinu, Bárði og Birtu, hefur einnig selst vel í sumar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Bæði tónlist og bækur hafa selst vel í sumar þrátt fyrir að báðar vörur hafi um áratugaskeið verið háðar miklum árstíðarsveiflum þar sem nær öll salan hefur farið fram í kringum jólin. Nú í sumar hefur þó nokkur fjöldi nýrra tónlistardiska komið út og bera útgefendur sig vel. "Það er búið að vera óvenjulega mikil útgáfa. Ég held að Skífan hafi aldrei gefið út jafnmarga tiltla á fyrri hluta ársins eins og þetta ár. Þetta hefur verið október og nóvember bransi en við erum kerfisbundið að reyna að breyta því. Þannig að þessi útgáfa byrjaði í mars og ég held við séu komin í tólf plötur á þessu ári," segir Eiður Arnarsson hjá Skífunni. Meðal nýrra titla hjá Skífunni er plata Todmobil og Sinfóníuhljómsveitarinnar sem Eiður segir hafa selst vel. Þá var gefinn út DVD mynddiskur með efni frá tónleikum Todmobil og Sinfóníunnar og segir Eiður það vera söluhæsta íslenska DVD tónlistardiskinn frá upphafi. Þá hafi afmælisplata Geirmunds Valtýssonar selst vel og eins nokkrir safndiskar sem gjarnan eru algengari en nýtt efni á sumrin. Einnig eru bundnar vonir við sölu á tónlistinni úr söngleikjunum Fame og Hárinu. Óttar Felix Hauksson hjá Zonet útgáfunni segir að þar á bæ hafi útgáfan einnig verið aukin í sumar meðal annars með nýrri plötu frá Mannakorni. Zonet hefur einnig meðal annars gefið út tónlist Hauks Heiðar og Guitar Islancio í sumar. Hann segir að sumarsöluna á tónlist megi að einhverju leyti rekja til þess að fólk vilji kaupa tónlist til að spila í sumarfríinu enda séu flestir bílar með geislaspilara auk þess sem margir eigi ferðageislaspilara og séu með hljómflutningstæki í sumarbústöðum. "Fólk vill hafa þetta með sér í fríið, rétt eins og fólk kaupir sér grillmat og eitthvað sem það er ekki að kaupa á öðrum tímum," segir Óskar Felix. Meðal annarra útgefenda í sumar eru Smekkleysa. Þar að auki hefur hljómsveitin Papar gefið út nýja plötu en þeir standa sjálfir að útgáfunni. Barnaplata með helstu söguhetjum Stundarinnar okkar í Ríkissjónvarpinu, Bárði og Birtu, hefur einnig selst vel í sumar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira