Stærsta kvikmynd Íslandssögunnar 23. júlí 2004 00:01 Leikarinn Gerard Butler hefur verið ráðinn til að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Bjólfskviðu sem fer í tökur hér á landi þann 16. ágúst næstkomandi. Beowulf and Grendel, eins og kvikmyndin nefnist á ensku, er án efa langstærsta kvikmynd sem framleidd hefur verið hér á landi. Áætlaður kostnaður við myndina er 12,6 milljónir dollara en til samanburðar má geta þess að flestar íslenskar kvikmyndir kosta um 2 milljónir dollara. Það er Friðrik Þór Friðriksson sem framleiðir kvikmyndina ásamt breska fyrirtækinu Spice Factory og kanadíska fyrirtækinu The Film Works en áætlað er að um 300 manns starfi að kvikmyndinni. Breski leikarinn Gerard Butler á meðal annars að baki hlutverk í bíómyndunum Timeline og Lara Croft Tomb Raider: The Cradle of Life en í desember er væntanleg stór söngleikjamynd þar sem leikarinn er í aðalhlutverki. Myndin nefnist The Phantom of the Opera og byggir á hinum sívinsæla söngleik Andrew Lloyd Webber. Talið er líklegt að Gerard Butler skjótist upp á stjörnuhimininn eftir The Phantom of the Opera en myndin, sem er í leikstjórn Joels Schumacher, meðal annars þekktur fyrir 8MM, Batman & Robin og The Client, er aðaljólamyndin í ár og með Gerard Butler í broddi fylkingar ætti stórmyndin að greiða leiðina fyrir Bjólfskviðu. Íslenski leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hefur einnig verið ráðinn til að fara með stórt hlutverk í Bjólfskviðu ásamt hinni 25 ára gömlu Söruh Polley sem fer með stærsta kvenhlutverkið í myndinni. Sarah Polley er kanadísk leikkona sem á, þrátt fyrir ungan aldur, yfir 40 kvikmyndir að baki enda hóf hún feril sinn aðeins sex ára gömul. Kvikmyndin er byggð á Bjólfskviðu sem er fornenskt kvæði sem er talið hafa varðveist frá fyrri hluta 8. aldar. Kvæðið er meðal annars talið hafa verið innblástur fyrir J.R. Tolkien að Hringadróttinssögu. Það er greinilegt að Íslendingar eru með puttann á púlsinum þessa dagana því Hollywood-gengið hjá Warner Bros-kvikmyndum hafa gefið út að þeir séu einnig að stefna á kvikmynd byggða á Bjólfskviðu. Íslendingar verða þó fyrri til að búa til kvikmynd upp úr þessu forna enska kvæði en tæpir þrír mánuðir eru áætlaðir í tökur nú á haustmánuðum og áætluð frumsýning er á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2005. Tökur á Bjólfskviðu fara aðallega fram í Vík í Mýrdal og Höfn í Hornafirði og ef allt fer að óskum stefnir í að Bjólfskviða verði ein stærsta Íslandskynning sem um hefur getið. Því þó að Bjólfskviða sé skotin á ensku og framleidd með alþjóðlegu fjármagni verður öll kvikmyndin tekin hér á landi og verður íslensk náttúra, landslag og saga í aðalhlutverki væntanlegrar stórmyndar. Leikstjóri kvikmyndarinnar, Sturla Gunnarsson, er jafnframt íslenskur en Sturla flutti til Kanada aðeins fimm ára gamall og hefur starfað alla sína ævi í Norður-Ameríku og Kanada en þar hefur hann leikstýrt fjöldamörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Leikarinn Gerard Butler hefur verið ráðinn til að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Bjólfskviðu sem fer í tökur hér á landi þann 16. ágúst næstkomandi. Beowulf and Grendel, eins og kvikmyndin nefnist á ensku, er án efa langstærsta kvikmynd sem framleidd hefur verið hér á landi. Áætlaður kostnaður við myndina er 12,6 milljónir dollara en til samanburðar má geta þess að flestar íslenskar kvikmyndir kosta um 2 milljónir dollara. Það er Friðrik Þór Friðriksson sem framleiðir kvikmyndina ásamt breska fyrirtækinu Spice Factory og kanadíska fyrirtækinu The Film Works en áætlað er að um 300 manns starfi að kvikmyndinni. Breski leikarinn Gerard Butler á meðal annars að baki hlutverk í bíómyndunum Timeline og Lara Croft Tomb Raider: The Cradle of Life en í desember er væntanleg stór söngleikjamynd þar sem leikarinn er í aðalhlutverki. Myndin nefnist The Phantom of the Opera og byggir á hinum sívinsæla söngleik Andrew Lloyd Webber. Talið er líklegt að Gerard Butler skjótist upp á stjörnuhimininn eftir The Phantom of the Opera en myndin, sem er í leikstjórn Joels Schumacher, meðal annars þekktur fyrir 8MM, Batman & Robin og The Client, er aðaljólamyndin í ár og með Gerard Butler í broddi fylkingar ætti stórmyndin að greiða leiðina fyrir Bjólfskviðu. Íslenski leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hefur einnig verið ráðinn til að fara með stórt hlutverk í Bjólfskviðu ásamt hinni 25 ára gömlu Söruh Polley sem fer með stærsta kvenhlutverkið í myndinni. Sarah Polley er kanadísk leikkona sem á, þrátt fyrir ungan aldur, yfir 40 kvikmyndir að baki enda hóf hún feril sinn aðeins sex ára gömul. Kvikmyndin er byggð á Bjólfskviðu sem er fornenskt kvæði sem er talið hafa varðveist frá fyrri hluta 8. aldar. Kvæðið er meðal annars talið hafa verið innblástur fyrir J.R. Tolkien að Hringadróttinssögu. Það er greinilegt að Íslendingar eru með puttann á púlsinum þessa dagana því Hollywood-gengið hjá Warner Bros-kvikmyndum hafa gefið út að þeir séu einnig að stefna á kvikmynd byggða á Bjólfskviðu. Íslendingar verða þó fyrri til að búa til kvikmynd upp úr þessu forna enska kvæði en tæpir þrír mánuðir eru áætlaðir í tökur nú á haustmánuðum og áætluð frumsýning er á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2005. Tökur á Bjólfskviðu fara aðallega fram í Vík í Mýrdal og Höfn í Hornafirði og ef allt fer að óskum stefnir í að Bjólfskviða verði ein stærsta Íslandskynning sem um hefur getið. Því þó að Bjólfskviða sé skotin á ensku og framleidd með alþjóðlegu fjármagni verður öll kvikmyndin tekin hér á landi og verður íslensk náttúra, landslag og saga í aðalhlutverki væntanlegrar stórmyndar. Leikstjóri kvikmyndarinnar, Sturla Gunnarsson, er jafnframt íslenskur en Sturla flutti til Kanada aðeins fimm ára gamall og hefur starfað alla sína ævi í Norður-Ameríku og Kanada en þar hefur hann leikstýrt fjöldamörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira