Innrás vélmannanna 23. júlí 2004 00:01 Rússneska skáldið Isaac Asimov hafði velt afleiðingum gervigreindar fyrir sér löngu áður en Arnold Schwarzenegger setti upp sólgleraugun í fyrstu Terminator-myndinni. I, Robot var sú fyrsta í fimm bóka seríu sem fjallaði um það þegar vélmenni vakna til vitundar og gera uppreisn gegn skapara sínum, öllu mannkyninu. Fyrsta bókin, sem heitir sama nafni og myndin en er ekki mikið skyld henni hvað söguþráð varðar, var skrifuð snemma á fimmta áratugnum og var safn smásagna sem allar tengdust á þann hátt að fjallað var um samband vélmenna og manna. Saga kvikmyndarinnar gerist árið 2035 þegar vélmenni sjá um að þjóna mannkyninu í einu og öllu. Lögregluforinginn Del Spooner (Will Smith) rannsakar morð og svo virðist sem vélmaður sé flæktur inn í það. Spooner er bölsýnismaður á tækniframfarir mannkynsins og treystir ekki vélmönnunum. Starfsmenn fyrirtækisins, USA Robotics, þar sem morðið var framið fullyrða að enginn vélmaður geti skaðað manneskju, þar sem það sé gegn forritun þeirra. Spooner óttast að ef vélmaður getur brotið þessa reglu, þá sé ekkert til þess að stöðva vélmennin, til þess að yfirtaka allan heiminn. Spooner fær vélmannasálfræðinginn dr. Susan Calvin í lið með sér, sem hefur rannsakað hegðunarmynstur vélmanna. Saman óttast þau að mannkynið sé orðið háð vélmönnunum sem gefi þeim yfirhöndina komi til stríðs. Auðvitað fer svo allt í bál og brand og ótti Spooner reynist á rökum reistur. Mannkynið er allt í hættu. Hugmynd Asimov hefur verið nýtt í margar myndir og teiknimyndir. Hver man ekki eftir svipuðum söguþræði í gömlu frönsku teiknimyndunum Sú kemur tíð í ríkissjónvarpinu fyrir um tuttugu árum síðan? Og af einhverjum ástæðum líta öll vélmennin í myndinni út eins og Björk gerði í myndbandi sínu All is Full of Love. Þar voru þau þó öllu vinalegri. Menning Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Rússneska skáldið Isaac Asimov hafði velt afleiðingum gervigreindar fyrir sér löngu áður en Arnold Schwarzenegger setti upp sólgleraugun í fyrstu Terminator-myndinni. I, Robot var sú fyrsta í fimm bóka seríu sem fjallaði um það þegar vélmenni vakna til vitundar og gera uppreisn gegn skapara sínum, öllu mannkyninu. Fyrsta bókin, sem heitir sama nafni og myndin en er ekki mikið skyld henni hvað söguþráð varðar, var skrifuð snemma á fimmta áratugnum og var safn smásagna sem allar tengdust á þann hátt að fjallað var um samband vélmenna og manna. Saga kvikmyndarinnar gerist árið 2035 þegar vélmenni sjá um að þjóna mannkyninu í einu og öllu. Lögregluforinginn Del Spooner (Will Smith) rannsakar morð og svo virðist sem vélmaður sé flæktur inn í það. Spooner er bölsýnismaður á tækniframfarir mannkynsins og treystir ekki vélmönnunum. Starfsmenn fyrirtækisins, USA Robotics, þar sem morðið var framið fullyrða að enginn vélmaður geti skaðað manneskju, þar sem það sé gegn forritun þeirra. Spooner óttast að ef vélmaður getur brotið þessa reglu, þá sé ekkert til þess að stöðva vélmennin, til þess að yfirtaka allan heiminn. Spooner fær vélmannasálfræðinginn dr. Susan Calvin í lið með sér, sem hefur rannsakað hegðunarmynstur vélmanna. Saman óttast þau að mannkynið sé orðið háð vélmönnunum sem gefi þeim yfirhöndina komi til stríðs. Auðvitað fer svo allt í bál og brand og ótti Spooner reynist á rökum reistur. Mannkynið er allt í hættu. Hugmynd Asimov hefur verið nýtt í margar myndir og teiknimyndir. Hver man ekki eftir svipuðum söguþræði í gömlu frönsku teiknimyndunum Sú kemur tíð í ríkissjónvarpinu fyrir um tuttugu árum síðan? Og af einhverjum ástæðum líta öll vélmennin í myndinni út eins og Björk gerði í myndbandi sínu All is Full of Love. Þar voru þau þó öllu vinalegri.
Menning Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira