Aftur hlýtt og bjart um bæinn 20. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Það eru áreiðanlega engar ýkjur að segja að með afturköllun fjölmiðlalaganna sé þungu fargi létt af þjóðinni allri. Þetta mál hefur á undanförnum mánuðum spillt andrúmsloftinu í þjóðfélaginu, skapað erjur milli samherja og vík milli vina, og kallað fram óþægilegar endurminningar þeirra tíma þegar flokkadrættir voru meiri en verið hefur um langt árabil. Því eru takmörk sett hve okkar fámenna þjóðfélag þolir af slíkum átökum. Afturköllunin var viturleg ákvörðun og stækkar þá stjórnmálamenn sem höfðu forystu um hana. Nú hvílir sú skylda á öðrum málsaðilum að leggja sitt af mörkum, hverjum með sínum hætti, til að þjóðlífið jafni sig eftir átökin og tóm gefist til að sinna þeim fjölmörgu aðkallandi úrlausnarefnum sem legið hafa í láginni meðan tekist var á um fjölmiðlalöggjöfina. Vissulega er lögfræðilegur efi um það hvort heimilt sé að víkja sér undan þjóðaratkvæðagreiðslu með þeim hætti sem ríkisstjórnin leggur til eftir að forseti hefur synjað lögunum staðfestingar. En eins og málum er nú komið er eðlilegast að í stað þess að lagaspekingar þræti um túlkun stjórnarskrárinnar eða málið fari fyrir dómstóla kveði Alþingi sjálft upp úr um völd forsetans og leggi þá niðurstöðu síðan í dóm þjóðarinnar. Verði niðurstaðan sú að leggja til að embætti forseta Íslands verði framvegis eingöngu táknræn tignarstaða, eins og sterk rök hníga að, er óhjákvæmilegt að þjóðinni verði jafnhliða tryggður réttur í stjórnarskrá til að segja álit sitt í umdeildum álitamálum í almennri atkvæðagreiðslu. Verði það ekki gert er hætt við að enginn friður verði um breytingar á stjórnarskránni. Þó að ekki hafi verið uppörvandi að karpa um sama málefnið fram og aftur í þrjá mánuði hafa umræðurnar um fjölmiðlamálið síður en svo verið gagnslausar. Mikilvægast er kannski að umræðurnar hafa minnt stjórnmálamenn á að þeir þurfa að taka tillit til vilja kjósenda eins og hann endurspeglast í þjóðfélagsumræðunni, mótmælaaðgerðum og virkri þátttöku á annan hátt. Stjórnmálamenn hafa ekki takmarkalaust vald á milli kosninga þótt þeir myndi meirihluta á Alþingi. Segja má að í fjölmiðlamálinu hafi lýðræði styrkst í sessi á kostnað foringja-, ráðherra- og flokksræðis. Hvort það er stundarárangur en ávinningur til lengri tíma er of snemmt að segja til um. En yfir lyktum málsins eins og þau blasa nú við er tilefni til að gleðjast og taka undir með skáldinu Tómasi Guðmundssyni sem kvað:Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn.Af bernskuglöðum hlátri strætið ómar,því vorið kemur sunnan yfir sæinn.Sjá, sólskinið á gangstéttunum ljómar.Og daprar sálir söngvar vorsins yngja.Og svo er mikill ljóssins undrakraftur,að jafnvel gamlir símastaurar syngjaí sólskininu og verða grænir aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Það eru áreiðanlega engar ýkjur að segja að með afturköllun fjölmiðlalaganna sé þungu fargi létt af þjóðinni allri. Þetta mál hefur á undanförnum mánuðum spillt andrúmsloftinu í þjóðfélaginu, skapað erjur milli samherja og vík milli vina, og kallað fram óþægilegar endurminningar þeirra tíma þegar flokkadrættir voru meiri en verið hefur um langt árabil. Því eru takmörk sett hve okkar fámenna þjóðfélag þolir af slíkum átökum. Afturköllunin var viturleg ákvörðun og stækkar þá stjórnmálamenn sem höfðu forystu um hana. Nú hvílir sú skylda á öðrum málsaðilum að leggja sitt af mörkum, hverjum með sínum hætti, til að þjóðlífið jafni sig eftir átökin og tóm gefist til að sinna þeim fjölmörgu aðkallandi úrlausnarefnum sem legið hafa í láginni meðan tekist var á um fjölmiðlalöggjöfina. Vissulega er lögfræðilegur efi um það hvort heimilt sé að víkja sér undan þjóðaratkvæðagreiðslu með þeim hætti sem ríkisstjórnin leggur til eftir að forseti hefur synjað lögunum staðfestingar. En eins og málum er nú komið er eðlilegast að í stað þess að lagaspekingar þræti um túlkun stjórnarskrárinnar eða málið fari fyrir dómstóla kveði Alþingi sjálft upp úr um völd forsetans og leggi þá niðurstöðu síðan í dóm þjóðarinnar. Verði niðurstaðan sú að leggja til að embætti forseta Íslands verði framvegis eingöngu táknræn tignarstaða, eins og sterk rök hníga að, er óhjákvæmilegt að þjóðinni verði jafnhliða tryggður réttur í stjórnarskrá til að segja álit sitt í umdeildum álitamálum í almennri atkvæðagreiðslu. Verði það ekki gert er hætt við að enginn friður verði um breytingar á stjórnarskránni. Þó að ekki hafi verið uppörvandi að karpa um sama málefnið fram og aftur í þrjá mánuði hafa umræðurnar um fjölmiðlamálið síður en svo verið gagnslausar. Mikilvægast er kannski að umræðurnar hafa minnt stjórnmálamenn á að þeir þurfa að taka tillit til vilja kjósenda eins og hann endurspeglast í þjóðfélagsumræðunni, mótmælaaðgerðum og virkri þátttöku á annan hátt. Stjórnmálamenn hafa ekki takmarkalaust vald á milli kosninga þótt þeir myndi meirihluta á Alþingi. Segja má að í fjölmiðlamálinu hafi lýðræði styrkst í sessi á kostnað foringja-, ráðherra- og flokksræðis. Hvort það er stundarárangur en ávinningur til lengri tíma er of snemmt að segja til um. En yfir lyktum málsins eins og þau blasa nú við er tilefni til að gleðjast og taka undir með skáldinu Tómasi Guðmundssyni sem kvað:Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn.Af bernskuglöðum hlátri strætið ómar,því vorið kemur sunnan yfir sæinn.Sjá, sólskinið á gangstéttunum ljómar.Og daprar sálir söngvar vorsins yngja.Og svo er mikill ljóssins undrakraftur,að jafnvel gamlir símastaurar syngjaí sólskininu og verða grænir aftur.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun