Fjárlagagerð á hefðbundnu róli 7. júlí 2004 00:01 Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af þróun verðbólgu og engar sérstakar viðbótaraðgerðir fyrirhugaðar á næstu fjárlögum vegna hennar. "Fjárlagagerð er á hefðbundnu róli og í ágætu horfi miðað við árstíma," sagði Geir, og bætti við að stjórnin liti svo á að yfir hafi gengið verðbólguskot, til komið vegna hækkunar íbúðarverðs og verðhækkana á eldsneyti. "Það er ekkert sem bendir til aukningar í undirliggjandi verðbólgu svo nokkru nemi," segir hann og telur að líta beri á vaxtahækkanir Seðlabankans sem varúðarráðstafanir. Geir vildi ekki tjá sig sérstaklega um orð Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, í blaðinu í gær um að til viðbótar við aðgerðir Seðlabankans skorti á aðhaldsaðgerðir af hálfu stjórnvalda til að draga úr spennu í hagkerfinu. Gylfi taldi að vaxtahækkanir einar sér gætu skertu samkeppnisstöðu fyrirtækja og haft eyðileggjandi áhrif á hagkerfið til lengri tíma litið. Geir sagði að á ráðuneytinu dyndu stöðugt kröfur um ýmist fjárútlát eða aðhaldssemi. "Okkar verkefni er að sía úr þessu og koma fram með vitræna stefnu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Það hefur tekist ágætlega til þessa og oft í góðu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins sem á undanförnum árum hafa sýnt heilmikla ábyrgðartilfinningu." Í viðtali við Bolla Þór Bollason, skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, kom fram að fjárlagafrumvarpið sem í smíðum er sé í samræmi við langtímaáætlun í efnahagsmálum sem kynnt hafi verið í fyrrahaust. "Þar var gert ráð fyrir töluverðu aðhaldi, bæði í launaútgjöldum, samneyslu og í tilfærslum. Unnið er í samræmi við þá áætlun og verið að draga úr árlegri aukningu," sagði hann og bætti við að í langtímaáætluninni hafi verið gert ráð fyrir að draga úr aðgerðum fyrir um tvo til þrjá milljarða króna. "Í rauninni er bara verið að vinna að útfærslu á þessum aðgerðum sem taldar voru nægilegar til að halda aftur af innlendri eftirspurn í kjölfar stóriðjuframkvæmda," sagði Bolli. Hann segir ráð hafa verið gert fyrir heldur vaxandi verðbólgu og að síðasta stýrivaxtahækkun Seðlabankans sé í samræmi við spár efnahagsskrifstofu ráðuneytisins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af þróun verðbólgu og engar sérstakar viðbótaraðgerðir fyrirhugaðar á næstu fjárlögum vegna hennar. "Fjárlagagerð er á hefðbundnu róli og í ágætu horfi miðað við árstíma," sagði Geir, og bætti við að stjórnin liti svo á að yfir hafi gengið verðbólguskot, til komið vegna hækkunar íbúðarverðs og verðhækkana á eldsneyti. "Það er ekkert sem bendir til aukningar í undirliggjandi verðbólgu svo nokkru nemi," segir hann og telur að líta beri á vaxtahækkanir Seðlabankans sem varúðarráðstafanir. Geir vildi ekki tjá sig sérstaklega um orð Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, í blaðinu í gær um að til viðbótar við aðgerðir Seðlabankans skorti á aðhaldsaðgerðir af hálfu stjórnvalda til að draga úr spennu í hagkerfinu. Gylfi taldi að vaxtahækkanir einar sér gætu skertu samkeppnisstöðu fyrirtækja og haft eyðileggjandi áhrif á hagkerfið til lengri tíma litið. Geir sagði að á ráðuneytinu dyndu stöðugt kröfur um ýmist fjárútlát eða aðhaldssemi. "Okkar verkefni er að sía úr þessu og koma fram með vitræna stefnu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum. Það hefur tekist ágætlega til þessa og oft í góðu samstarfi við aðila vinnumarkaðarins sem á undanförnum árum hafa sýnt heilmikla ábyrgðartilfinningu." Í viðtali við Bolla Þór Bollason, skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, kom fram að fjárlagafrumvarpið sem í smíðum er sé í samræmi við langtímaáætlun í efnahagsmálum sem kynnt hafi verið í fyrrahaust. "Þar var gert ráð fyrir töluverðu aðhaldi, bæði í launaútgjöldum, samneyslu og í tilfærslum. Unnið er í samræmi við þá áætlun og verið að draga úr árlegri aukningu," sagði hann og bætti við að í langtímaáætluninni hafi verið gert ráð fyrir að draga úr aðgerðum fyrir um tvo til þrjá milljarða króna. "Í rauninni er bara verið að vinna að útfærslu á þessum aðgerðum sem taldar voru nægilegar til að halda aftur af innlendri eftirspurn í kjölfar stóriðjuframkvæmda," sagði Bolli. Hann segir ráð hafa verið gert fyrir heldur vaxandi verðbólgu og að síðasta stýrivaxtahækkun Seðlabankans sé í samræmi við spár efnahagsskrifstofu ráðuneytisins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira