Kári heimilar sölu í deCode 3. júlí 2004 00:01 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur gefið verðbréfamiðlurum heimild til að selja allt að 12 prósentum af eignarhlut sínum í fyrirtækinu. Verðmæti viðskiptanna gætu numið 250 milljónum króna eða meira. Í gær var tilkynnt í Nasdaq verðbréfahöllinni að Kári Stefánsson hefði ákveðið að fela verðbréfamiðlurum að annast sölu á allt að 400 þúsund hlutum í fyrirtækinu. Hver hlutur í deCode er nú skráður á 8,56 dollara á Nasdaq. Miðað við óbreytt gengi er verðmæti viðskiptanna því tæplega þrjár og hálf milljón dollara eða tæplega 250 milljónir króna. Viðskiptin geta farið fram á næstu tólf mánuðum samkvæmt reglum bandaríska fjármálaeftirlitsins. Þar er kveðið á um að innherjar gefi skriflegt umboð fyrir sölu á tilteknum hlut án þess að hafa innherjaupplýsingar sem geti haft áhrif á viðskiptin. Þannig eiga þessar reglur að koma í veg fyrir innherjasvik á bandarískum hlutabréfamarkaði. Kári segir aðgerðina eingöngu vera vegna þessa, þ.e. að hann sé að ganga úr skugga um að ef hann selji brjóti hann ekki umrædd lög. Í þessu felist því síður en svo yfirlýsing um að trú hans á fyrirtækinu hafi minnkað. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Viðskipti innlent Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Viðskipti innlent Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Viðskipti innlent Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Arion lækkar vexti Viðskipti innlent Íslandsbanki breytir vöxtunum Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur gefið verðbréfamiðlurum heimild til að selja allt að 12 prósentum af eignarhlut sínum í fyrirtækinu. Verðmæti viðskiptanna gætu numið 250 milljónum króna eða meira. Í gær var tilkynnt í Nasdaq verðbréfahöllinni að Kári Stefánsson hefði ákveðið að fela verðbréfamiðlurum að annast sölu á allt að 400 þúsund hlutum í fyrirtækinu. Hver hlutur í deCode er nú skráður á 8,56 dollara á Nasdaq. Miðað við óbreytt gengi er verðmæti viðskiptanna því tæplega þrjár og hálf milljón dollara eða tæplega 250 milljónir króna. Viðskiptin geta farið fram á næstu tólf mánuðum samkvæmt reglum bandaríska fjármálaeftirlitsins. Þar er kveðið á um að innherjar gefi skriflegt umboð fyrir sölu á tilteknum hlut án þess að hafa innherjaupplýsingar sem geti haft áhrif á viðskiptin. Þannig eiga þessar reglur að koma í veg fyrir innherjasvik á bandarískum hlutabréfamarkaði. Kári segir aðgerðina eingöngu vera vegna þessa, þ.e. að hann sé að ganga úr skugga um að ef hann selji brjóti hann ekki umrædd lög. Í þessu felist því síður en svo yfirlýsing um að trú hans á fyrirtækinu hafi minnkað.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Viðskipti innlent Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Viðskipti innlent Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Viðskipti innlent Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Arion lækkar vexti Viðskipti innlent Íslandsbanki breytir vöxtunum Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Sjá meira